Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:47 Mörg Evrópuríki hættu að bólusetja með bóluefni AstraZeneca nú í vor eftir að upp komu tilfelli blóðtappa í fólki sem bólusett hafði verið með efninu. Flest ríkjanna hafa gefið grænt ljós á bólusetningu með efninu á ný, þar á meðal Ísland. Vísir/vilhelm Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið í Danmörku og fleiri Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi, í mars eftir að tilkynnt var um nokkur tilfelli sjaldgæfra blóðtappa hjá fólki sem hafði verið bólusett með efninu. Lyfjastofnun Evrópu gaf það svo út í síðustu viku að áfram væri mælt með notkun bóluefnisins og að ávinningur af efninu vegi þyngra en áhættan. Blóðtappatilfellin væru ákaflega sjaldgæf en þó væru möguleg tengsl milli þeirra og bóluefnisins. Flest ríki sem hættu tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hafa hafið bólusetningar með efninu að nýju. Það höfðu Danir hins vegar ekki gert - og munu ekki gera úr þessu, samkvæmt fréttum dönsku miðlanna Politiken og TV 2. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa boðað til blaðamannafundar vegna bóluefnis AstraZeneca klukkan 14 að dönskum tíma í dag. Samkvæmt frétt Politiken hafa Danir samið um kaup á 2,4 milljónum skammta af bóluefni AstraZeneca. Bólusetningu gegn kórónuveirunni í Danmörku mun seinka um nokkrar vikur vegna þessa. Janssen á ís Politiken og TV 2 greina jafnframt frá því að bólusetningu með bóluefni Janssen verði frestað tímabundið í Danmörku vegna tilkynninga um sambærileg blóðtappatilfelli. Fyrstu skammtar af efninu, rúmlega 38 þúsund talsins, komu til Danmerkur í morgun. Janssen tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist fresta dreifingu efnisins í Evrópu. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu tímabundið notkun bóluefnisins vegna áðurnefndra blóðtappatilkynninga. Loks var greint frá því í morgun að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hygðist ekki framlengja samninga sína við framleiðendur svokallaðra genaferjubóluefna á borð við AstraZeneca og Janssen (Johnson & Johnson) sem renna út í árslok. Sambandið muni þess í stað leggja áherslu á kaup á svokölluðu mRNA-bóluefni, líkt og frá Pfizer og Moderna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Tengdar fréttir Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið í Danmörku og fleiri Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi, í mars eftir að tilkynnt var um nokkur tilfelli sjaldgæfra blóðtappa hjá fólki sem hafði verið bólusett með efninu. Lyfjastofnun Evrópu gaf það svo út í síðustu viku að áfram væri mælt með notkun bóluefnisins og að ávinningur af efninu vegi þyngra en áhættan. Blóðtappatilfellin væru ákaflega sjaldgæf en þó væru möguleg tengsl milli þeirra og bóluefnisins. Flest ríki sem hættu tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hafa hafið bólusetningar með efninu að nýju. Það höfðu Danir hins vegar ekki gert - og munu ekki gera úr þessu, samkvæmt fréttum dönsku miðlanna Politiken og TV 2. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa boðað til blaðamannafundar vegna bóluefnis AstraZeneca klukkan 14 að dönskum tíma í dag. Samkvæmt frétt Politiken hafa Danir samið um kaup á 2,4 milljónum skammta af bóluefni AstraZeneca. Bólusetningu gegn kórónuveirunni í Danmörku mun seinka um nokkrar vikur vegna þessa. Janssen á ís Politiken og TV 2 greina jafnframt frá því að bólusetningu með bóluefni Janssen verði frestað tímabundið í Danmörku vegna tilkynninga um sambærileg blóðtappatilfelli. Fyrstu skammtar af efninu, rúmlega 38 þúsund talsins, komu til Danmerkur í morgun. Janssen tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist fresta dreifingu efnisins í Evrópu. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu tímabundið notkun bóluefnisins vegna áðurnefndra blóðtappatilkynninga. Loks var greint frá því í morgun að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hygðist ekki framlengja samninga sína við framleiðendur svokallaðra genaferjubóluefna á borð við AstraZeneca og Janssen (Johnson & Johnson) sem renna út í árslok. Sambandið muni þess í stað leggja áherslu á kaup á svokölluðu mRNA-bóluefni, líkt og frá Pfizer og Moderna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Tengdar fréttir Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13
Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20
Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56