Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2021 12:45 Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið, allir í námunda við Þorbjörn. Vísir/Vilhelm Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innistæða hafi verið fyrir skjálftanum og að enn sé innistæða fyrir stærðarinnar skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Skjálftinn sem reið yfir í gærkvöldi er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars og fannst hann vel á suðvesturhorninu. Einar segir að rúmlega 260 eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið í sjálfvirka skjálftakerfinu - nær allir á sama svæði og hinn stóri. „Í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 4,1 um 3 kílómetra norðaustur af Þorbirni. Við teljum að skjálftinn – sem er utan við kvikuganginn – sé partur af þessari atburðarás. Okkar fyrsta mat er að þetta sé gikkskjálfti og að þarna sé spenna að losna hafi byggst upp áður en byrjaði að gjósa og að enn hafi verið innistæða fyrir þessum skjálfta.“ Er sá möguleiki ekki fyrir hendi að þetta hafi verið merki um að ný sprunga sé að opnast? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við erum búin að skoða GPS gögn af svæðinu og getum ekki greint markverðar breytingar á aflögunargögnunum. Við teljum ennþá að kvikugangurinn sé þarna austar og að þetta sé þá í rauninni spennubreytingar á svæðinu sem hafi valdið skjálftanum í gærkvöldi.“ Einar reiknar með að þessi atburður, stóri skjálftinn og eftirskjálftarnir, sé liðinn. „En þó er ekki hægt að útiloka að það komi aðrir stórir skjálftar. Líkast til er þessi spenna búin að losna þarna en við fylgjumst áfram með hver þróunin verður.“ Í aðdraganda eldgossins var mikið rætt um þá sviðsmynd að stærðarinnar skjálfti gæti riðið yfir í Brennisteinsfjöllum. Einar segir að enn sé innistæða fyrir slíkum. „Hvenær sú spenna mun losna er ómögulegt að segja til um. Þetta er mjög flókið en þarna hafa ekki komið margir stórir skjálftar og er talið að spenna sé að safnast upp. Síðan er beitt flóknum reikniaðferðum til að meta þessar stærðir. Það hafa áður komið stórir skjálftar þarna í fortíðinni og þess vegna teljum við að það sé innistæða fyrir stórum skjálfta þarna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08 „Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að innistæða hafi verið fyrir skjálftanum og að enn sé innistæða fyrir stærðarinnar skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Skjálftinn sem reið yfir í gærkvöldi er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars og fannst hann vel á suðvesturhorninu. Einar segir að rúmlega 260 eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið í sjálfvirka skjálftakerfinu - nær allir á sama svæði og hinn stóri. „Í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 4,1 um 3 kílómetra norðaustur af Þorbirni. Við teljum að skjálftinn – sem er utan við kvikuganginn – sé partur af þessari atburðarás. Okkar fyrsta mat er að þetta sé gikkskjálfti og að þarna sé spenna að losna hafi byggst upp áður en byrjaði að gjósa og að enn hafi verið innistæða fyrir þessum skjálfta.“ Er sá möguleiki ekki fyrir hendi að þetta hafi verið merki um að ný sprunga sé að opnast? „Nei, við teljum svo ekki vera. Við erum búin að skoða GPS gögn af svæðinu og getum ekki greint markverðar breytingar á aflögunargögnunum. Við teljum ennþá að kvikugangurinn sé þarna austar og að þetta sé þá í rauninni spennubreytingar á svæðinu sem hafi valdið skjálftanum í gærkvöldi.“ Einar reiknar með að þessi atburður, stóri skjálftinn og eftirskjálftarnir, sé liðinn. „En þó er ekki hægt að útiloka að það komi aðrir stórir skjálftar. Líkast til er þessi spenna búin að losna þarna en við fylgjumst áfram með hver þróunin verður.“ Í aðdraganda eldgossins var mikið rætt um þá sviðsmynd að stærðarinnar skjálfti gæti riðið yfir í Brennisteinsfjöllum. Einar segir að enn sé innistæða fyrir slíkum. „Hvenær sú spenna mun losna er ómögulegt að segja til um. Þetta er mjög flókið en þarna hafa ekki komið margir stórir skjálftar og er talið að spenna sé að safnast upp. Síðan er beitt flóknum reikniaðferðum til að meta þessar stærðir. Það hafa áður komið stórir skjálftar þarna í fortíðinni og þess vegna teljum við að það sé innistæða fyrir stórum skjálfta þarna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08 „Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20. apríl 2021 23:08
„Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. 21. apríl 2021 06:32