Íslandsmótið í skák hefst í dag: Eina markmiðið að verða fyrir ofan litla bróður Björn Þorfinnsson skrifar 22. apríl 2021 07:00 Björn Þorfinnsson mun samhliða þátttöku sinni á Íslandssmótinu skrifa pistla um gang mála frá sínu sjónarhorni þar sem áhersla verður ekki síður á gaman en gagn. Íslandsmótið í skák mun loks hefjast í dag, fimmtudaginn 22.apríl. Mótið var á dagskrá í marslok en allar áætlanir fóru í vaskinn þegar hertar sóttvarnaraðgerðir yfirvalda voru kynntar. En núna er lag þó að blikur séu á lofti í baráttunni gegn veirufjandanum. Orrustan um Íslandsmeistaratitilinn fer fram með þeim hætti að tíu af bestu skákmönnum landsins tefla, allir við alla, um titilinn eftirsótta. Níu umferðir alls. Í þeim hópi er undirritaður, Björn Þorfinnsson, og í samstarfi við Vísi ætla ég að freista þess að skrifa persónulega pistla með fram mótinu um framvindu mótsins og þá gleði en ekki síður þeim harmi sem þátttakan veldur mér. Slíkt hefur, að því er ég best veit, aldrei verið gert áður á fréttamiðli…. sem gæti reyndar bent til þess að hugmyndin sé arfaslök. „Skák er pynting sálarinnar,“ sagði einn besti skákmaður sögunnar, Garry Kasparov, og laug engu til um það. Garry Kasparov er af flestum talinn besti skákmaður sögunnar.Getty/Archivio Mondadori Það er beinlínis viðurstyggileg tilfinning að gefa allt sitt í skák, þurfa síðan að horfast í augu við eigin takmarkanir og lúta í dúk. Að sama skapi fylgir því ákveðin alsælu tilfinningin að snúa á andstæðinga sína með hyggjuvitið að vopni. Það átta sig ekki allir á því álagi sem þátttaka í erfiðu skákmóti getur valdið keppendum. Skákirnar taka iðulega um 4-5 klukkustundir hver og áður en hver skák hefst er oft mikill undirbúningur að baki. Einbeitingin og orkan sem fer síðan í hverja skák er gríðarleg og mætti líkja því helst við að taka lokapróf í háskóla. Það er meira en að segja það að taka níu slík „próf“ á níu dögum. Metnaðarfullir skákmenn sem leggja allt í sölurnar eiga það til að missa 5-10 kíló á meðan slíku móti stendur. Ég hef þó iðulega fitnað. Martröð Sísýfosar Keppendalisti mótsins er eftirfarandi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson, stórmeistari – 2588 stig 2. Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari - 2532 stig 3. Jóhann Hjartarson, stórmeistari – 2532 stig 4. Guðmundur Kjartansson, stórmeistari – 2503 stig 5. Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari – 2437 stig 6. Bragi Þorfinnsson, stórmeistari – 2432 stig 7. Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari – 2384 stig 8. Sigurbjörn Björnsson, FIDE-meistari, 2327 stig 9. Vignir Vatnar Stefánsson, FIDE-meistari, 2327 stig 10. Alexander Oliver Mai, 2025 stig Eins og sjá má taka alls í sex stórmeistarar þátt í mótinu og er þeim raðað í styrkleikalista eftir skákstigum. Skákstigin virka á þá leið að menn öngla þeim saman við hvern sigur, að hámarki 10 stig í hverri skák hjá öllum yfir 2400 stig, en geta síðan tapað stigum við hvert tap eða í sumum tilvikum við hvert jafntefli. Það fer síðan eftir stigum andstæðinganna hvað gróðinn er mikill nú eða tapið. Góður árangur mjakar því mönnum upp listann en við hver mistök hrynur maður niður hann aftur. Þannig eru skákmenn í raun fastir í einhverri sjúkri martröð eins og Sísýfos forðum, sama hvað maður kemst langt upp „brekkuna“ þá rennur maður nánast óhjákvæmilega niður hana aftur. Hjörvar Steinn sigurstranglegastur Stigahæsti skákmaður mótsins og sá sigurstranglegasti er Hjörvar Steinn Grétarsson. Hjörvar hefur í nokkur ár verið óumdeilanlega besti skákmaður landsins. Þótt ótrúlegt sé þá hefur hann ekki enn orðið Íslandsmeistari og í ár efa ég ekki að stórmeistarinn ungi ætlar sér bætt úr því. Hjörvar Steinn er stigahæsti skákmaður landsins og vann á dögunum Íslandsbikarinn.Vísir Það fylgir því pressa að vera sigurstranglegastur en líklega skiptir sköpum að Hjörvar Steinn vann öruggan sigur á Íslandsbikarnum, útsláttarmóti milli sterkustu skákmanna landsins, sem lauk á dögunum. Á því móti sýndi hann yfirburði sína yfir aðra skákmenn landsins og má reikna með því að sá sigur hafi tekið úr honum ákveðinn hroll fyrir Íslandsmótið. Hinir fimm stórmeistararnir munu þó ekki gefa eftir titilinn baráttulaust. Ríkjandi Íslandsmeistari og nýjasti stórmeistari landsins, Guðmundur Kjartansson, sýnir yfirleitt sitt besta í lokuðum mótum sem þessum og hann mun ekki láta titilinn af hendi baráttulaust. Guðmundur leggur allt í sölurnar fyrir skáklistina, hvort sem það er við skáklegan undirbúning eða þá líkamlegan. Hann undirbýr sig oftar en ekki á hlaupum um Elliðarárdalinn, stundum sér til ánægju en öðrum stundum á flótta undan kollegum. Þá eru reynsluboltarnir Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson til alls líklegir. Jóhann býr að reynslu og skilningi sem menn kaupa ekkert á Amazon og ef hann hefur haft tíma frá sínum mörgu störfum til að sinna undirbúningi þá eiga aðrir keppendur ekki von á góðu. Hannes Hlífar hefur síðan þrettán sinnum orðið Íslandsmeistari, oftast allra. Hann vinnur einfaldlega mótið yfirleitt þegar hann tekur þátt og finnst það ekki einu sinni merkilegt lengur. Helgi Áss og Hannes Hlífar mættust í áhugaverðri skák í Íslandsbikarnum á dögunum. Helgi Áss var með hvítt og Hannes Hlífar með svart. Hvítur átti leik þegar þarna var komið. Örvarnar sýna hvernig Helgi hefði getað mátað Hannes í tveimur leikjum. Hvorugur tók eftir þessum möguleika í skákinni. Svo fór að Hannes vann skákina. Þá skyldi enginn útiloka stórmeistarana Helga Áss og ófétið hann Braga litla bróður minn. Helgi varð Íslandsmeistari 2018 og hefur mesta keppnisskap allra íslenskra skákmanna, jafnvel íslenskra íþróttamanna. Það gerir hann ætíð að hættulegum andstæðingi. Bragi hefur síðan alloft náð frábærum árangri í Íslandsmótinu og státar af allnokkrum silfurmedalíum úr mótinu. Hann þarf þó að glíma við það að eldri bróðir hans mun aldrei leyfa honum að enda mótið fyrir ofan sig þannig að önnur silfurmedalía er hans besta von. Grátið í kjallaranum Þeir fjórir keppendur sem eftir eru, kjallarabúar, eru síðan að öllum líkindum með mismunandi markmið. Sigurbjörn og Vignir Vatnar munu freista þess að ná áföngum af alþjóðlegum meistaratitli en til þess þurfa þeir líklega að skora yfir fimmtíu prósent vinninga í mótinu. Hinn ungi Alexander er síðan langstigalægstur og má búast við erfiðum róðri. Slík staða, að hafa algjörlega engu að tapa og að hver punktur sé sigur, getur kveikt baráttubál í hjörtum manna og því verður fróðlegt að sjá hvernig nýliðanum mun ganga. Sá er þetta ritar ætlar fyrst og fremst að reyna að verða sér ekki til skammar og enda fyrir ofan litla bróður. Til vara er markmiðið að eyðileggja mótið fyrir sem flestum kollegum. Íslandsmótið fer fram í vesturbæ Kópavogs í ár við glæsilegar aðstæður. Því miður eru engir áhorfendur leyfðir en skákirnar verða allar í beinni útsendingu á netinu. Á þessari heimasíðu er hægt að fá allar upplýsingar um stöðuna í mótinu og viðureignir hverrar umferðar. Dregið er af handahófi um töfluröð keppenda og svo fór að í fyrstu umferð mætast meðal annars Hannes Hlífar og Hjörvar Steinn og Helgi Áss gegn Guðmundi Kjartanssyni. Sjálfur mæti ég vini mínum Sigurbirni Björnssyni í kjallarauppgjöri fyrstu umferðar. Í spjalli við Sigurbjörn í vikunni vorum við báðir sammála um að við ætluðum bara að mæta til leiks og hafa gaman að þessu. Verandi keppnismenn þá er ljóst að gamanið mun strax kárna og annar okkar mun ganga grátandi til hvílu á sumardaginn fyrsta. Það er nefnilega skelfilegt að byrja mótið á tapi gegn einhverjum úr neðri helmingnum. Skák Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Orrustan um Íslandsmeistaratitilinn fer fram með þeim hætti að tíu af bestu skákmönnum landsins tefla, allir við alla, um titilinn eftirsótta. Níu umferðir alls. Í þeim hópi er undirritaður, Björn Þorfinnsson, og í samstarfi við Vísi ætla ég að freista þess að skrifa persónulega pistla með fram mótinu um framvindu mótsins og þá gleði en ekki síður þeim harmi sem þátttakan veldur mér. Slíkt hefur, að því er ég best veit, aldrei verið gert áður á fréttamiðli…. sem gæti reyndar bent til þess að hugmyndin sé arfaslök. „Skák er pynting sálarinnar,“ sagði einn besti skákmaður sögunnar, Garry Kasparov, og laug engu til um það. Garry Kasparov er af flestum talinn besti skákmaður sögunnar.Getty/Archivio Mondadori Það er beinlínis viðurstyggileg tilfinning að gefa allt sitt í skák, þurfa síðan að horfast í augu við eigin takmarkanir og lúta í dúk. Að sama skapi fylgir því ákveðin alsælu tilfinningin að snúa á andstæðinga sína með hyggjuvitið að vopni. Það átta sig ekki allir á því álagi sem þátttaka í erfiðu skákmóti getur valdið keppendum. Skákirnar taka iðulega um 4-5 klukkustundir hver og áður en hver skák hefst er oft mikill undirbúningur að baki. Einbeitingin og orkan sem fer síðan í hverja skák er gríðarleg og mætti líkja því helst við að taka lokapróf í háskóla. Það er meira en að segja það að taka níu slík „próf“ á níu dögum. Metnaðarfullir skákmenn sem leggja allt í sölurnar eiga það til að missa 5-10 kíló á meðan slíku móti stendur. Ég hef þó iðulega fitnað. Martröð Sísýfosar Keppendalisti mótsins er eftirfarandi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson, stórmeistari – 2588 stig 2. Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari - 2532 stig 3. Jóhann Hjartarson, stórmeistari – 2532 stig 4. Guðmundur Kjartansson, stórmeistari – 2503 stig 5. Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari – 2437 stig 6. Bragi Þorfinnsson, stórmeistari – 2432 stig 7. Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari – 2384 stig 8. Sigurbjörn Björnsson, FIDE-meistari, 2327 stig 9. Vignir Vatnar Stefánsson, FIDE-meistari, 2327 stig 10. Alexander Oliver Mai, 2025 stig Eins og sjá má taka alls í sex stórmeistarar þátt í mótinu og er þeim raðað í styrkleikalista eftir skákstigum. Skákstigin virka á þá leið að menn öngla þeim saman við hvern sigur, að hámarki 10 stig í hverri skák hjá öllum yfir 2400 stig, en geta síðan tapað stigum við hvert tap eða í sumum tilvikum við hvert jafntefli. Það fer síðan eftir stigum andstæðinganna hvað gróðinn er mikill nú eða tapið. Góður árangur mjakar því mönnum upp listann en við hver mistök hrynur maður niður hann aftur. Þannig eru skákmenn í raun fastir í einhverri sjúkri martröð eins og Sísýfos forðum, sama hvað maður kemst langt upp „brekkuna“ þá rennur maður nánast óhjákvæmilega niður hana aftur. Hjörvar Steinn sigurstranglegastur Stigahæsti skákmaður mótsins og sá sigurstranglegasti er Hjörvar Steinn Grétarsson. Hjörvar hefur í nokkur ár verið óumdeilanlega besti skákmaður landsins. Þótt ótrúlegt sé þá hefur hann ekki enn orðið Íslandsmeistari og í ár efa ég ekki að stórmeistarinn ungi ætlar sér bætt úr því. Hjörvar Steinn er stigahæsti skákmaður landsins og vann á dögunum Íslandsbikarinn.Vísir Það fylgir því pressa að vera sigurstranglegastur en líklega skiptir sköpum að Hjörvar Steinn vann öruggan sigur á Íslandsbikarnum, útsláttarmóti milli sterkustu skákmanna landsins, sem lauk á dögunum. Á því móti sýndi hann yfirburði sína yfir aðra skákmenn landsins og má reikna með því að sá sigur hafi tekið úr honum ákveðinn hroll fyrir Íslandsmótið. Hinir fimm stórmeistararnir munu þó ekki gefa eftir titilinn baráttulaust. Ríkjandi Íslandsmeistari og nýjasti stórmeistari landsins, Guðmundur Kjartansson, sýnir yfirleitt sitt besta í lokuðum mótum sem þessum og hann mun ekki láta titilinn af hendi baráttulaust. Guðmundur leggur allt í sölurnar fyrir skáklistina, hvort sem það er við skáklegan undirbúning eða þá líkamlegan. Hann undirbýr sig oftar en ekki á hlaupum um Elliðarárdalinn, stundum sér til ánægju en öðrum stundum á flótta undan kollegum. Þá eru reynsluboltarnir Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson til alls líklegir. Jóhann býr að reynslu og skilningi sem menn kaupa ekkert á Amazon og ef hann hefur haft tíma frá sínum mörgu störfum til að sinna undirbúningi þá eiga aðrir keppendur ekki von á góðu. Hannes Hlífar hefur síðan þrettán sinnum orðið Íslandsmeistari, oftast allra. Hann vinnur einfaldlega mótið yfirleitt þegar hann tekur þátt og finnst það ekki einu sinni merkilegt lengur. Helgi Áss og Hannes Hlífar mættust í áhugaverðri skák í Íslandsbikarnum á dögunum. Helgi Áss var með hvítt og Hannes Hlífar með svart. Hvítur átti leik þegar þarna var komið. Örvarnar sýna hvernig Helgi hefði getað mátað Hannes í tveimur leikjum. Hvorugur tók eftir þessum möguleika í skákinni. Svo fór að Hannes vann skákina. Þá skyldi enginn útiloka stórmeistarana Helga Áss og ófétið hann Braga litla bróður minn. Helgi varð Íslandsmeistari 2018 og hefur mesta keppnisskap allra íslenskra skákmanna, jafnvel íslenskra íþróttamanna. Það gerir hann ætíð að hættulegum andstæðingi. Bragi hefur síðan alloft náð frábærum árangri í Íslandsmótinu og státar af allnokkrum silfurmedalíum úr mótinu. Hann þarf þó að glíma við það að eldri bróðir hans mun aldrei leyfa honum að enda mótið fyrir ofan sig þannig að önnur silfurmedalía er hans besta von. Grátið í kjallaranum Þeir fjórir keppendur sem eftir eru, kjallarabúar, eru síðan að öllum líkindum með mismunandi markmið. Sigurbjörn og Vignir Vatnar munu freista þess að ná áföngum af alþjóðlegum meistaratitli en til þess þurfa þeir líklega að skora yfir fimmtíu prósent vinninga í mótinu. Hinn ungi Alexander er síðan langstigalægstur og má búast við erfiðum róðri. Slík staða, að hafa algjörlega engu að tapa og að hver punktur sé sigur, getur kveikt baráttubál í hjörtum manna og því verður fróðlegt að sjá hvernig nýliðanum mun ganga. Sá er þetta ritar ætlar fyrst og fremst að reyna að verða sér ekki til skammar og enda fyrir ofan litla bróður. Til vara er markmiðið að eyðileggja mótið fyrir sem flestum kollegum. Íslandsmótið fer fram í vesturbæ Kópavogs í ár við glæsilegar aðstæður. Því miður eru engir áhorfendur leyfðir en skákirnar verða allar í beinni útsendingu á netinu. Á þessari heimasíðu er hægt að fá allar upplýsingar um stöðuna í mótinu og viðureignir hverrar umferðar. Dregið er af handahófi um töfluröð keppenda og svo fór að í fyrstu umferð mætast meðal annars Hannes Hlífar og Hjörvar Steinn og Helgi Áss gegn Guðmundi Kjartanssyni. Sjálfur mæti ég vini mínum Sigurbirni Björnssyni í kjallarauppgjöri fyrstu umferðar. Í spjalli við Sigurbjörn í vikunni vorum við báðir sammála um að við ætluðum bara að mæta til leiks og hafa gaman að þessu. Verandi keppnismenn þá er ljóst að gamanið mun strax kárna og annar okkar mun ganga grátandi til hvílu á sumardaginn fyrsta. Það er nefnilega skelfilegt að byrja mótið á tapi gegn einhverjum úr neðri helmingnum.
Skák Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið