Byggist menntastefnan á óframkvæmanlegri hugmyndafræði? Karl Gauti Hjaltason skrifar 22. apríl 2021 12:01 Í sérstökum umræðum sem ég efndi til á Alþingi í vikunni beindi ég spurningum til menntamálaráðherra um stefnuna í skólamálum. Ein af spurningum mínum var hvort skóli án aðgreiningar væri einungis hugmyndafræði eða hvort stefnan væri í raun framkvæmanleg. Hver er árangurinn Aðstæður í skólakerfinu eru í ýmsu tilliti breyttar frá fyrri árum. Margir tala um að agaleysi í skólum hafi færst í vöxt. Börnum sem hafa annað tungumál hefur fjölgað og áskoranir í kennslu því í ýmsu aðrar en áður var. Þrátt fyrir breytt umhverfi er það óskoruð skylda stjórnvalda, sem að málum koma að vera vel vakandi yfir árangri í skólastarfi og vera á tánum ef markmiðum er ekki náð. Neðst Norðurlanda Árangur skólastarfs er að sumu leyti áhyggjuefni. Íslenskir grunnskólanemendur koma illa út í samanburði við börn í öðrum löndum. PISA-kannanir, sem mæla getu nemenda í fjölmörgum löndum, koma vægast sagt illa út fyrir Ísland. Samkvæmt þeim eru íslenskir grunnskólanemendur í frjálsu falli í lesskilningi. Lesskilningur og læsi hefur lækkað nær samfellt síðustu 20 árin og er langt undir meðaltali OECD-landa. Sömu sögu er að segja af stærðfræði og náttúrufræði. Þar, eins og í lesskilningi erum við neðst allra á Norðurlöndum. Niðurstaða sem þessi ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum í ráðuneyti menntamála og í stofnunum þess ættu að loga rauð ljós. Ískyggileg staða drengja Staða íslenskra drengja er háalvarleg. Meira en þriðjungur íslenskra drengja getur ekki lesið sér til gagns eftir grunnskólagöngu og staða þeirra versnar upp skólakerfið. Nú er svo komið að karlar eru rétt þriðjungur þeirra sem útskrifast með meistarapróf úr háskóla og kynjahlutföll í doktorsnámi eru körlum mjög í óhag. Fyrir rúmum tveimur árum efndi ég til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðu drengja sem vakti verðskuldaða athygli. Ýmsir hafa tekið undir áhyggjur mínar í þeim efnum og hefur mikil umræða skapast um stöðu drengja almennt, en kannski sérstaklega í skólakerfinu. Fyrir liggja órækar tölulegar upplýsingar um að staða drengja í skólum sé að ýmsu leyti fjarri því að vera fullnægjandi. Þær staðreyndir benda til að skólakerfið skorti úrræði til að mæta þörfum drengja þannig að þeir geti notið hæfileika sinna. Hvað með afburðanemendur? Ýmsir hafa einnig bent á að meðalnemandanum sé ekki nægilega sinnt í skólunum, þeir verði út undan, gleymist. Sömu sögu megi segja af afburðanemendum, sem fá ekki næga athygli og verkefni við hæfi. Mestur tíminn fari í erfiðustu nemendurna í hverjum bekk. Kennarar leggja með starfi sínu mikilvægan grunn að framtíð skólabarna og ungmenna. Kennarastéttin hefur verið og er vel mönnuð og hefur mörgum afburðakennurum á að skipa. Kennarar eru hlaðnir verkefnum, það eru fundir og skýrslugerðir ásamt oft miklum og erfiðum samskiptum við foreldra, sem skipta sér sífellt meira af innra starfi skólanna. Kennarar leggja sig fram við krefjandi aðstæður, en eru ekki ofsælir af sínum kjörum. Úrbóta er þörf Skólakerfið er við það að rata í ógöngur og tafarlausra úrbóta er þörf. Viðurkenna verður þennan vanda, ekki aðeins í orði heldur líka í verki. Árangurinn er ófullnægjandi í mikilvægum efnum eins og hér hefur verið rakið. Hvar liggur vandinn í skólakerfinu? Þarf frekari sérfræðiaðstoð inn í skólana; sálfræðinga, félagsfræðinga eða talmeinafræðinga? Er ekki sett nægilegt fjármagn inn í kerfið, eða er þeim ekki nægilega vel varið? Vinur er sá er til vamms segir Mikinn kjark þarf til að gagnrýna skólakerfið og beita sér fyrir endurskoðun á því. Ekki síður þarf kjark til að viðurkenna ef við erum á rangri leið. Ráðherra kvaðst hafa gripið til aðgerða og lýsti nýlegum aðgerðum til að efla kennaramenntun og gera hana eftirsóknarverða. Sagði hún að starf fagráða í viðmiðunargreinum myndi leiða af sér betri árangur í þeim. En betur má ef duga skal. Nemendur eru ekki verr gefnir en fyrir áratugum síðan. Kennarar eru ekkert minna færir um að kenna en áður. Kannski þarf að auka virðingu fyrir kennarastarfinu, en stærsti þátturinn þar er auðvitað launin og launakjörin. Ef til vill þarf að leggja meiri áherslu á sérskóla og sérdeildir innan skólanna en nú er gert, en slík úrræði ganga ekki í berhögg við stefnuna. Gífurlegir fjármunir eru settir í menntakerfið, tími og orka nemenda, kennara og foreldra. Mikið er undir. Eðlilegt er að krefjast árangurs og ef hann næst ekki þurfum við að snúa af rangri braut. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skóla - og menntamál Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Í sérstökum umræðum sem ég efndi til á Alþingi í vikunni beindi ég spurningum til menntamálaráðherra um stefnuna í skólamálum. Ein af spurningum mínum var hvort skóli án aðgreiningar væri einungis hugmyndafræði eða hvort stefnan væri í raun framkvæmanleg. Hver er árangurinn Aðstæður í skólakerfinu eru í ýmsu tilliti breyttar frá fyrri árum. Margir tala um að agaleysi í skólum hafi færst í vöxt. Börnum sem hafa annað tungumál hefur fjölgað og áskoranir í kennslu því í ýmsu aðrar en áður var. Þrátt fyrir breytt umhverfi er það óskoruð skylda stjórnvalda, sem að málum koma að vera vel vakandi yfir árangri í skólastarfi og vera á tánum ef markmiðum er ekki náð. Neðst Norðurlanda Árangur skólastarfs er að sumu leyti áhyggjuefni. Íslenskir grunnskólanemendur koma illa út í samanburði við börn í öðrum löndum. PISA-kannanir, sem mæla getu nemenda í fjölmörgum löndum, koma vægast sagt illa út fyrir Ísland. Samkvæmt þeim eru íslenskir grunnskólanemendur í frjálsu falli í lesskilningi. Lesskilningur og læsi hefur lækkað nær samfellt síðustu 20 árin og er langt undir meðaltali OECD-landa. Sömu sögu er að segja af stærðfræði og náttúrufræði. Þar, eins og í lesskilningi erum við neðst allra á Norðurlöndum. Niðurstaða sem þessi ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum í ráðuneyti menntamála og í stofnunum þess ættu að loga rauð ljós. Ískyggileg staða drengja Staða íslenskra drengja er háalvarleg. Meira en þriðjungur íslenskra drengja getur ekki lesið sér til gagns eftir grunnskólagöngu og staða þeirra versnar upp skólakerfið. Nú er svo komið að karlar eru rétt þriðjungur þeirra sem útskrifast með meistarapróf úr háskóla og kynjahlutföll í doktorsnámi eru körlum mjög í óhag. Fyrir rúmum tveimur árum efndi ég til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðu drengja sem vakti verðskuldaða athygli. Ýmsir hafa tekið undir áhyggjur mínar í þeim efnum og hefur mikil umræða skapast um stöðu drengja almennt, en kannski sérstaklega í skólakerfinu. Fyrir liggja órækar tölulegar upplýsingar um að staða drengja í skólum sé að ýmsu leyti fjarri því að vera fullnægjandi. Þær staðreyndir benda til að skólakerfið skorti úrræði til að mæta þörfum drengja þannig að þeir geti notið hæfileika sinna. Hvað með afburðanemendur? Ýmsir hafa einnig bent á að meðalnemandanum sé ekki nægilega sinnt í skólunum, þeir verði út undan, gleymist. Sömu sögu megi segja af afburðanemendum, sem fá ekki næga athygli og verkefni við hæfi. Mestur tíminn fari í erfiðustu nemendurna í hverjum bekk. Kennarar leggja með starfi sínu mikilvægan grunn að framtíð skólabarna og ungmenna. Kennarastéttin hefur verið og er vel mönnuð og hefur mörgum afburðakennurum á að skipa. Kennarar eru hlaðnir verkefnum, það eru fundir og skýrslugerðir ásamt oft miklum og erfiðum samskiptum við foreldra, sem skipta sér sífellt meira af innra starfi skólanna. Kennarar leggja sig fram við krefjandi aðstæður, en eru ekki ofsælir af sínum kjörum. Úrbóta er þörf Skólakerfið er við það að rata í ógöngur og tafarlausra úrbóta er þörf. Viðurkenna verður þennan vanda, ekki aðeins í orði heldur líka í verki. Árangurinn er ófullnægjandi í mikilvægum efnum eins og hér hefur verið rakið. Hvar liggur vandinn í skólakerfinu? Þarf frekari sérfræðiaðstoð inn í skólana; sálfræðinga, félagsfræðinga eða talmeinafræðinga? Er ekki sett nægilegt fjármagn inn í kerfið, eða er þeim ekki nægilega vel varið? Vinur er sá er til vamms segir Mikinn kjark þarf til að gagnrýna skólakerfið og beita sér fyrir endurskoðun á því. Ekki síður þarf kjark til að viðurkenna ef við erum á rangri leið. Ráðherra kvaðst hafa gripið til aðgerða og lýsti nýlegum aðgerðum til að efla kennaramenntun og gera hana eftirsóknarverða. Sagði hún að starf fagráða í viðmiðunargreinum myndi leiða af sér betri árangur í þeim. En betur má ef duga skal. Nemendur eru ekki verr gefnir en fyrir áratugum síðan. Kennarar eru ekkert minna færir um að kenna en áður. Kannski þarf að auka virðingu fyrir kennarastarfinu, en stærsti þátturinn þar er auðvitað launin og launakjörin. Ef til vill þarf að leggja meiri áherslu á sérskóla og sérdeildir innan skólanna en nú er gert, en slík úrræði ganga ekki í berhögg við stefnuna. Gífurlegir fjármunir eru settir í menntakerfið, tími og orka nemenda, kennara og foreldra. Mikið er undir. Eðlilegt er að krefjast árangurs og ef hann næst ekki þurfum við að snúa af rangri braut. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun