Íslandsmótið í skák: Bölvun g-strengsins varð Birni að falli Björn Þorfinnsson skrifar 24. apríl 2021 10:59 Björn Þorfinnsson og Hannes Hlífar tefla. Skáksamband Íslands Ekki þraukaði maður lengi taplaus á Íslandsmótinu í skák því annarri umferð tapaði ég fyrir stórmeistaranum Hannesi Hlífari. Við höfum marga hildi háð í gegnum tíðina sem enda yfirleitt með því að ég brýni öxi, held stuttan fyrirlestur um hvar þykkur háls bjarndýra er veikastur fyrir og leggst svo brosandi á höggstokkinn. Endrum og eins hefur það þó komið fyrir að stórmeistarinn missi marks og þá hefur vopnið snúist í höndum hans. Þannig hafði ég Hannes undir á síðasta Íslandsmóti sem hann tók þátt í á Akureyri. Var ég ansi montinn í rúman sólarhring en tefldi síðan eins og afglapi það sem eftir lifði móts á meðan Nesi dútlaði við að vinna mótið og titilinn eins og vanalega. Maður er nefndur Róbót Hannes Hlífar var undrabarn í skák og svo góður var hann að útlenskir jafnaldrar hans hafa sagt mér frá því að allir vissu af snillingnum frá Íslandi á sínum tíma. Hann fæddist til að tefla og það kristallast kannski í flökkusögu sem flaug um taflfélagið í gamla daga. Þegar barnungur Hannes Hlífar á að hafa fengið boð um að spila fótbolta með skólafélögum sínum hafi minn maður hent í svarið: „Ég kann ekki að spila fótbolta, ég kann bara að tefla skák.“ Hannes varð enda heimsmeistari unglinga á sínum tíma og í raun er fáránlegt að hann hafi ekki orðið einn af allra bestu skákmönnum heims. En nógu fjandi góður var hann og safn vinar míns af höfuðleðrum bestu skákmanna heims í gegnum árin er ansi veglegt. Þegar ég tefli við Hannes Hlífar þá líður mér alltaf eins og ég sé að reyna að gutla við eitthvað dægurlag með Brimkló á meðan hann er að setja upp Bach með Sinfóníunni. Leikirnir og áætlanirnar koma til hans áreynslulaust og hann veit einhvern veginn hvar mennirnir eiga að vera á borðinu. Skák er þó svo flókinn leikur að hann er ekki óskeikull en það er mjög gild ástæða fyrir því af hverju viðurnefni meistarans meðal yngri skákmanna er einfaldlega Róbót. Fjögurra manna rómantík Utan við skákborðið er hárnákvæm tilfinning meistarans fyrir bestu leikjunum ekki alltaf jafn öflug. Þannig vorum við Hannes einu sinni staddir á Evrópumóti í skák í Tyrklandi ásamt vini okkar, Stefáni Kristjánssyni heitnum. Ég hafði fengið þá tvíeggjuðu hugmynd að bjóða kærustunni minni, Kristínu Erlu, með mér út til þess að njóta sólarstranda Tyrklands á meðan ég tefldi. Ekki var mikið rými til rómantískra stunda enda vorum við með Hannesi og Stefáni öllum stundum. Úr því ákvað ég síðan að bæta með því að fara í dagsferð til Antalya-borgar á frídegi mótsins og bóka borð á rómantíska staðnum sem ég fann. Um var að ræða veitingastað sem var holað inn í klettasyllu við ströndina og spilaði velgjuleg ástarlög öllum stundum. Fullkomið pleis! Skáksamband Íslands Svo fór að Stefán og Hannes ákváðu að koma með í dagsferðina en þeim var skilmerkilega gert grein fyrir því að VIÐ skötuhjúin ættum pantað borð á rómantíska staðnum um kvöldið og taldi ég blasa við að nærveru þeirra væri ekki óskað. Þegar ég var að fara að kveðja þá félaga í lok dags kom því flatt upp á mig þegar Hannes, sem sér allar leikfléttur á hinum 64 reitum en var sleginn blindu á borði lífsins, henti í tilsvarið: „Eigum við ekki bara að borða þar líka, Stebbi?“ Sjálfur er ég ekki mikill aðdáandi þess að takast á við menn með beinskeyttum hætti heldur frekar gefa hlutina í skyn með lævísum hætti. Allt mitt látbragð, kuldaleg tilsvör og hvasst augnaráð, var á þá leið að Hannes ætti að drulla sér í burtu. Ég hafði ekki erindi sem erfiði og án þess að nokkuð væri við ráðið enduðum við á fjögurra manna borði umlukin Miðjarðarhafsandvara sem í stað þess að vera svalandi kæfði allar tilfinningar hjartans. Ég var önugur í skapi alla máltíðina en það var það ekki sama sagt um Hannes sem lék á alls oddi. Þegar hann síðan byrjaði að dilla sér við panflautu útgáfu af „I just called to say I love you“ með Steve Wonder þá skal ég viðurkenna það hér og nú að ég var ansi nærri því að beita vin minn einhverskonar ofbeldi. Þó var um ákveðna blessun að ræða því að þessi kvöldstund sýndi Kristínu minni strax fram á það að líf með mér yrði aldrei eðlilegt og hún hefði getað forðað sér á þessari stundu. Sambandið hefur staðið í rúma tvo áratugi og þrjú börn litið dagsins ljós. Hún hefur samt ekki enn gefið sér tíma í að giftast mér og mögulega er það af ótta við panflautu-skemmtiatriði frá Hannesi í veislunni. Í seinni tíð hefur Hannes síðan verið duglegur við að leita sér allskonar reynslu á andlega sviðinu sem gaman hefur verið að fylgjast með. Til að mynda hefur hann innbyrt froskaeitur í frumskógum Suður-Ameríku, sem ég skrifaði frétt um á sínum tíma, og nú um stundir líður honum aldrei betur en með göróttan kakódrykk í glasi og æstan seiðkarl að öskra á sig að naglhalda kjafti og njóta þess að vera í núinu. G-strengur varð mér að falli En loks að viðureign gærdagsins við meistarann og þess að ég þurfti að lúta í gras. Þetta byrjaði allt í helgarferð í Gdansk þar sem ég var staddur í helgarferð með Kristínu minni og öðru settinu af tengdaforeldrum mínum. Til þess að leyfa konunum okkar að njóta þess að versla ákváðum við tengdapabbi, Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur, að gera vel við okkur og leita uppi bestu nuddstofu borgarinnar. Um var að ræða tælenska nuddstofu í hjarta borgarinnar og þangað héldum við fullir tilhlökkunar. Þegar við vorum mættir á stofuna var okkur vísað inn í lítið snyrtilegt herbergi með tveimur smekklegum dýnum. Síðan fengum við afhenta tvo g-strengi. Ég vissi það ekki þá en frétti það síðar að samkvæmt viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu frá árinu 2006, tíundu grein, segir: „Enginn maður skyldi nokkru sinni þurfa að klæða sig í g-streng í litlu rými með tengdaföður sínum. Réttindi tengdafeðra eru á sömu leið“. Í fáfræði okkar fengu fötin því að fjúka, pjötlunum komið kyrfilega fyrir milli rasskinnanna og síðan lögðumst við á grúfu hlið við hlið. Ástandið átti síðan eftir að versna aðallega sökum þess að Jóhann Ingi er með glæsilegri mönnum og með ríkulega persónutöfra í þokkabót. Nokkrar hnyttnar athugasemdir bræddu nuddömurnar okkar og þegar að önnur þeirra hló og pískraði til hinnar: „Very sexy man,“ þá var mér öllum lokið. Ég hnipraði mig því bara saman í kuðung og reyndi að ferðast inn á fallegri stað í huganum. En hvað kemur þetta tapinu gegn Hannesi Hlífari við? Jú, til þess að vinna bug á vöðvabólgu sem hefur aðeins verið að plaga mig undanfarið þá splæsti Kristín mín á mig nuddtíma á stofu á Garðatorgi í hádeginu í gær. Tælenskan nuddtíma. Á meðan ég var tuskaður til samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum var ekki laust við að hugurinn hvarflaði til mannréttindabrotsins í Gdansk. Ég mætti síðan dasaður til leiks gegn Hannesi og missti fljótlega þráðinn. Skyndilega tók ég þá vanhugsuðu ákvörðun að vaða fram með peð á g-línunni og skapaði þar með viðvarandi veikleika sem kostaði mig að lokum skákina. Haldið þið að þetta sé tilviljun? Gdansk, Garðatorg, g-línan og g-strengur? Ég átti aldrei sjéns… Jóhann einn efstur Helstu tíðindi gærdagsins urðu þau að Jóhann Hjartarson tefldi frábæra skák gegn Hjörvari Steini og hafði góðan sigur. Hann er núna einn efstur í mótinu með fullt hús vinninga. Bragi bróðir gerði jafntefli við Helga Áss Grétarsson og deila þeir saman öðru sæti með 1,5 vinninga. Brósi óð á Helga með einhverjum djöfulgangi í byrjun skákar og ætlaði að máta hann en þegar ljóst var að sóknin væri að geiga blés hann í herlúðra til að hörfa með lið sitt og bjargaði naumlega jafntefli eins og góðra skákmanna er siður. Ríkjandi Íslandsmeistari Guðmundur Kjartansson komst síðan á sigurbraut gegn Sigurbirni Björnssyni og í uppgjöri ungu mannanna hafði Vignir Vatnar sigur gegn Alexander Mai. Staða mótsins: Viðureignir þriðju umferðar: Alexander Mai – Jóhann Hjartarson Helgi Áss – Vignir Vatnar Sigurbjörn – Bragi Þorfinnsson Hannes Hlífar – Guðmundur Kjartansson Hjörvar Steinn – Björn Þorfinnsson Hægt er að fylgjast með beinum útsendingum og stöðu mótsins á skak.is Skák Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Endrum og eins hefur það þó komið fyrir að stórmeistarinn missi marks og þá hefur vopnið snúist í höndum hans. Þannig hafði ég Hannes undir á síðasta Íslandsmóti sem hann tók þátt í á Akureyri. Var ég ansi montinn í rúman sólarhring en tefldi síðan eins og afglapi það sem eftir lifði móts á meðan Nesi dútlaði við að vinna mótið og titilinn eins og vanalega. Maður er nefndur Róbót Hannes Hlífar var undrabarn í skák og svo góður var hann að útlenskir jafnaldrar hans hafa sagt mér frá því að allir vissu af snillingnum frá Íslandi á sínum tíma. Hann fæddist til að tefla og það kristallast kannski í flökkusögu sem flaug um taflfélagið í gamla daga. Þegar barnungur Hannes Hlífar á að hafa fengið boð um að spila fótbolta með skólafélögum sínum hafi minn maður hent í svarið: „Ég kann ekki að spila fótbolta, ég kann bara að tefla skák.“ Hannes varð enda heimsmeistari unglinga á sínum tíma og í raun er fáránlegt að hann hafi ekki orðið einn af allra bestu skákmönnum heims. En nógu fjandi góður var hann og safn vinar míns af höfuðleðrum bestu skákmanna heims í gegnum árin er ansi veglegt. Þegar ég tefli við Hannes Hlífar þá líður mér alltaf eins og ég sé að reyna að gutla við eitthvað dægurlag með Brimkló á meðan hann er að setja upp Bach með Sinfóníunni. Leikirnir og áætlanirnar koma til hans áreynslulaust og hann veit einhvern veginn hvar mennirnir eiga að vera á borðinu. Skák er þó svo flókinn leikur að hann er ekki óskeikull en það er mjög gild ástæða fyrir því af hverju viðurnefni meistarans meðal yngri skákmanna er einfaldlega Róbót. Fjögurra manna rómantík Utan við skákborðið er hárnákvæm tilfinning meistarans fyrir bestu leikjunum ekki alltaf jafn öflug. Þannig vorum við Hannes einu sinni staddir á Evrópumóti í skák í Tyrklandi ásamt vini okkar, Stefáni Kristjánssyni heitnum. Ég hafði fengið þá tvíeggjuðu hugmynd að bjóða kærustunni minni, Kristínu Erlu, með mér út til þess að njóta sólarstranda Tyrklands á meðan ég tefldi. Ekki var mikið rými til rómantískra stunda enda vorum við með Hannesi og Stefáni öllum stundum. Úr því ákvað ég síðan að bæta með því að fara í dagsferð til Antalya-borgar á frídegi mótsins og bóka borð á rómantíska staðnum sem ég fann. Um var að ræða veitingastað sem var holað inn í klettasyllu við ströndina og spilaði velgjuleg ástarlög öllum stundum. Fullkomið pleis! Skáksamband Íslands Svo fór að Stefán og Hannes ákváðu að koma með í dagsferðina en þeim var skilmerkilega gert grein fyrir því að VIÐ skötuhjúin ættum pantað borð á rómantíska staðnum um kvöldið og taldi ég blasa við að nærveru þeirra væri ekki óskað. Þegar ég var að fara að kveðja þá félaga í lok dags kom því flatt upp á mig þegar Hannes, sem sér allar leikfléttur á hinum 64 reitum en var sleginn blindu á borði lífsins, henti í tilsvarið: „Eigum við ekki bara að borða þar líka, Stebbi?“ Sjálfur er ég ekki mikill aðdáandi þess að takast á við menn með beinskeyttum hætti heldur frekar gefa hlutina í skyn með lævísum hætti. Allt mitt látbragð, kuldaleg tilsvör og hvasst augnaráð, var á þá leið að Hannes ætti að drulla sér í burtu. Ég hafði ekki erindi sem erfiði og án þess að nokkuð væri við ráðið enduðum við á fjögurra manna borði umlukin Miðjarðarhafsandvara sem í stað þess að vera svalandi kæfði allar tilfinningar hjartans. Ég var önugur í skapi alla máltíðina en það var það ekki sama sagt um Hannes sem lék á alls oddi. Þegar hann síðan byrjaði að dilla sér við panflautu útgáfu af „I just called to say I love you“ með Steve Wonder þá skal ég viðurkenna það hér og nú að ég var ansi nærri því að beita vin minn einhverskonar ofbeldi. Þó var um ákveðna blessun að ræða því að þessi kvöldstund sýndi Kristínu minni strax fram á það að líf með mér yrði aldrei eðlilegt og hún hefði getað forðað sér á þessari stundu. Sambandið hefur staðið í rúma tvo áratugi og þrjú börn litið dagsins ljós. Hún hefur samt ekki enn gefið sér tíma í að giftast mér og mögulega er það af ótta við panflautu-skemmtiatriði frá Hannesi í veislunni. Í seinni tíð hefur Hannes síðan verið duglegur við að leita sér allskonar reynslu á andlega sviðinu sem gaman hefur verið að fylgjast með. Til að mynda hefur hann innbyrt froskaeitur í frumskógum Suður-Ameríku, sem ég skrifaði frétt um á sínum tíma, og nú um stundir líður honum aldrei betur en með göróttan kakódrykk í glasi og æstan seiðkarl að öskra á sig að naglhalda kjafti og njóta þess að vera í núinu. G-strengur varð mér að falli En loks að viðureign gærdagsins við meistarann og þess að ég þurfti að lúta í gras. Þetta byrjaði allt í helgarferð í Gdansk þar sem ég var staddur í helgarferð með Kristínu minni og öðru settinu af tengdaforeldrum mínum. Til þess að leyfa konunum okkar að njóta þess að versla ákváðum við tengdapabbi, Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur, að gera vel við okkur og leita uppi bestu nuddstofu borgarinnar. Um var að ræða tælenska nuddstofu í hjarta borgarinnar og þangað héldum við fullir tilhlökkunar. Þegar við vorum mættir á stofuna var okkur vísað inn í lítið snyrtilegt herbergi með tveimur smekklegum dýnum. Síðan fengum við afhenta tvo g-strengi. Ég vissi það ekki þá en frétti það síðar að samkvæmt viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu frá árinu 2006, tíundu grein, segir: „Enginn maður skyldi nokkru sinni þurfa að klæða sig í g-streng í litlu rými með tengdaföður sínum. Réttindi tengdafeðra eru á sömu leið“. Í fáfræði okkar fengu fötin því að fjúka, pjötlunum komið kyrfilega fyrir milli rasskinnanna og síðan lögðumst við á grúfu hlið við hlið. Ástandið átti síðan eftir að versna aðallega sökum þess að Jóhann Ingi er með glæsilegri mönnum og með ríkulega persónutöfra í þokkabót. Nokkrar hnyttnar athugasemdir bræddu nuddömurnar okkar og þegar að önnur þeirra hló og pískraði til hinnar: „Very sexy man,“ þá var mér öllum lokið. Ég hnipraði mig því bara saman í kuðung og reyndi að ferðast inn á fallegri stað í huganum. En hvað kemur þetta tapinu gegn Hannesi Hlífari við? Jú, til þess að vinna bug á vöðvabólgu sem hefur aðeins verið að plaga mig undanfarið þá splæsti Kristín mín á mig nuddtíma á stofu á Garðatorgi í hádeginu í gær. Tælenskan nuddtíma. Á meðan ég var tuskaður til samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum var ekki laust við að hugurinn hvarflaði til mannréttindabrotsins í Gdansk. Ég mætti síðan dasaður til leiks gegn Hannesi og missti fljótlega þráðinn. Skyndilega tók ég þá vanhugsuðu ákvörðun að vaða fram með peð á g-línunni og skapaði þar með viðvarandi veikleika sem kostaði mig að lokum skákina. Haldið þið að þetta sé tilviljun? Gdansk, Garðatorg, g-línan og g-strengur? Ég átti aldrei sjéns… Jóhann einn efstur Helstu tíðindi gærdagsins urðu þau að Jóhann Hjartarson tefldi frábæra skák gegn Hjörvari Steini og hafði góðan sigur. Hann er núna einn efstur í mótinu með fullt hús vinninga. Bragi bróðir gerði jafntefli við Helga Áss Grétarsson og deila þeir saman öðru sæti með 1,5 vinninga. Brósi óð á Helga með einhverjum djöfulgangi í byrjun skákar og ætlaði að máta hann en þegar ljóst var að sóknin væri að geiga blés hann í herlúðra til að hörfa með lið sitt og bjargaði naumlega jafntefli eins og góðra skákmanna er siður. Ríkjandi Íslandsmeistari Guðmundur Kjartansson komst síðan á sigurbraut gegn Sigurbirni Björnssyni og í uppgjöri ungu mannanna hafði Vignir Vatnar sigur gegn Alexander Mai. Staða mótsins: Viðureignir þriðju umferðar: Alexander Mai – Jóhann Hjartarson Helgi Áss – Vignir Vatnar Sigurbjörn – Bragi Þorfinnsson Hannes Hlífar – Guðmundur Kjartansson Hjörvar Steinn – Björn Þorfinnsson Hægt er að fylgjast með beinum útsendingum og stöðu mótsins á skak.is
Skák Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið