Þekktustu leikmenn sem rekið hefur á íslenskar fótboltafjörur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 10:00 David James, Lee Sharpe, Mark Ward og Nigel Quashie léku allir á Íslandi. vísir/getty Vísir fer yfir þekktustu erlendu fótboltamennina sem hafa spilað á Íslandi. Þar má meðal annars finna fyrrverandi leikmenn Liverpool og Manchester United. Margir ráku eflaust upp stór augu þegar Lengjudeildarlið Fram greindi frá því að það væri búið að semja við Danny Guthrie. Þessi 34 ára enski miðjumaður á að baki rúmlega hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, Bolton Wanderers, Newcastle United og Reading. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Þróttur V., sem leikur í 2. deild, hefði samið við Marc Wilson, fyrrverandi leikmann Portsmouth, Stoke City og fleiri liða. Hann mun spila með Þrótti auk þess að vera í þjálfarateyminu. Wilson þekkir vel til þjálfara Þróttar, Hermanns Hreiðarssonar, en þeir léku saman hjá Portsmouth á sínum tíma. Wilson lék tæplega tvö hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni og á 25 landsleiki fyrir Norður-Írland á ferilskránni. Hann lék síðast með Bolton Wanderers fyrir tveimur árum. Í tilefni þessara óvæntu félagaskipta ákvað Vísir að rifja upp nokkra af þekktustu leikmönnum sem hafa leikið hér á landi í gegnum tíðina. Margir komu til greina en hér fyrir neðan má lesa um sjö þekkta erlenda leikmenn sem léku á Íslandi. David James (ÍBV) David James stóð í marki Englands í þremur leikjum á HM 2010 í Suður-Afríku.getty/Clive Mason Þegar Hermann Hreiðarsson tók við ÍBV fyrir tímabilið 2013 fékk hann sinn gamla samherja hjá Portsmouth, David James, til að koma með sér til Eyja. James var þá 42 ára og að ljúka afar löngum og farsælum ferli. James er uppalinn hjá Watford en gekk í raðir Liverpool 1992 og lék með liðinu í sjö ár. Hann var svo hjá Aston Villa, West Ham United, Manchester City og Portsmouth þar sem hann varð bikarmeistari með Hermanni 2008. James er fjórði leikjahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 572 leiki. Hann lék 53 landsleiki fyrir England á árunum 1997-2010 og varði mark enska landsliðsins á EM 2004 og HM 2010. James lék sautján deildarleiki með ÍBV sumarið 2013 auk tveggja bikarleikja og fjögurra Evrópuleikja. Þá sleppti James lundapysju eins og sjá má hér fyrir neðan. Lee Sharpe (Grindavík) Lee Sharpe fagnar sigri Manchester United í Evrópukeppni bikarhafa 1991.getty/Simon Bruty Vorið 1991 var Lee Sharpe á toppi ferilsins. Þessi kviki og beinskeytti kantmaður var valinn besti ungi leikmaður ensku deildarinnar, vann Evrópukeppni bikarhafa með Manchester United og var kominn í enska landsliðið. Sharpe náði þó ekki að fullnýta alla þá hæfileika sem hann bjó yfir. Hann lék með United til 1996 og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Eftir að Sharpe yfirgaf United 1996, þá 25 ára, tók ferilinn skarpa dýfu. Hann lék með Leeds United, Sampdoria, Bradford City, Portsmouth og Exeter City áður en hann dúkkaði upp í Grindavík 2003. Sharpe stoppaði stutt við á Suðurnesjunum. Hann lék fimm leiki í deild og bikar með Grindavík áður en hann lét sig hverfa. Nigel Quashie (ÍR, BÍ/Bolungarvík) Nigel Quashie lék með níu félögum á Englandi, meðal annars Portsmouth.getty/Gareth Copley Miðjumaðurinn Nigel Quashie lék 96 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Queens Park Rangers, Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton, West Brom og West Ham United. Alls lék hann yfir þrjú hundruð deildarleiki á Englandi auk fjórtán landsleikja fyrir Skotland. Quashie kom til ÍR, sem var þá í 1. deild, sem spilandi aðstoðarþjálfari 2012. Hann þjálfaði liðið svo seinni hluta tímabilsins en tókst ekki að koma í veg fyrir að það félli niður í 2. deild. Eftir eitt ár í Mjóddinni hélt Quashie vestur á firði þar sem hann lék í þrjú ár með BÍ/Bolungarvík. Quashie lék 57 leiki og skoraði ellefu mörk í næstefstu deild á Íslandi. James Bett (Valur, KR) James Bett lék 26 landsleiki fyrir Skota á árunum 1982-90.getty/Dan Smith James Bett varð þrisvar sinnum skoskur bikarmeistari með Rangers og Aberdeen og lék 26 leiki fyrir skoska landsliðið og skoraði eitt mark, gegn Íslandi í undankeppni HM á Laugardalsvellinum 1985. Bett lék með tveimur íslenskum félagsliðum á ferlinum, með Val 1978 og svo KR 1994 og varð bikarmeistari með Vesturbæjarliðinu. Bett giftist íslenskri konu og eignaðist með henni tvo syni sem léku báðir í efstu deild, Baldur og Calum Þór. Bryan Hughes (ÍBV) Bryan Hughes tæklar Igor Biscan, leikmann Liverpool.getty/Paul Gilham Lék 128 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Birmingham City, Charlton Athletic og Hull City og skoraði tíu mörk. Bryan Hughes lék einnig fjölmarga leiki í neðri deildunum á Englandi. Hann kom til ÍBV vorið 2011 en lék aðeins sjö leiki með Eyjaliðinu, sem var á þeim tíma undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, og skoraði eitt mark. Hughes lagði svo skóna á hilluna eftir eitt tímabil hjá Accrington Stanley. Mark Ward (Valur) Mark Ward (til vinstri) fagnar marki í leik með Everton.getty/Malcolm Croft Kantmaðurinn Mark Ward lék lengi í efstu deild á Englandi, með West Ham, Manchester City og Everton. Var nálægt því að verða Englandsmeistari með West Ham 1986. Ward lék einnig í neðri deildunum. Sumarið 1998 lék hann svo fimm leiki með Val sem bjargaði sér naumlega frá falli. Ward villtist af leið eftir að ferlinum lauk og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kókaínsmygl 2005. George Baldock (ÍBV) George Baldock í baráttu við Raheem Sterling, leikmann Manchester City.getty/Michael Regan Enski bakvörðurinn kom til ÍBV á láni frá MK Dons sumarið 2012. George Baldock lék sextán leiki með ÍBV sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar. Ferill Baldocks fór á flug eftir að hann gekk í raðir Sheffield United 2017. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina 2019. Á síðasta tímabili lék hann svo alla 38 deildarleikina þegar Sheffield United kom öllum á óvart með því að enda í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í vetur hefur ekki gengið jafn vel, svo vægt sé til orða tekið, og Sheffield United er þegar fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Meðal annarra þekktra erlendra leikmanna sem hafa spilað á Íslandi má nefna Kemar Roofe (Víkingur), Richard Keogh (Víkingur), Ian Ashbee (ÍR), André Hansen (KR), Alexander Søderlund (FH), Alexander Scholz (Stjarnan), Colin McKee (Víkingur) og Gunnar Nielsen (Stjarnan, FH). Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Margir ráku eflaust upp stór augu þegar Lengjudeildarlið Fram greindi frá því að það væri búið að semja við Danny Guthrie. Þessi 34 ára enski miðjumaður á að baki rúmlega hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, Bolton Wanderers, Newcastle United og Reading. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Þróttur V., sem leikur í 2. deild, hefði samið við Marc Wilson, fyrrverandi leikmann Portsmouth, Stoke City og fleiri liða. Hann mun spila með Þrótti auk þess að vera í þjálfarateyminu. Wilson þekkir vel til þjálfara Þróttar, Hermanns Hreiðarssonar, en þeir léku saman hjá Portsmouth á sínum tíma. Wilson lék tæplega tvö hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni og á 25 landsleiki fyrir Norður-Írland á ferilskránni. Hann lék síðast með Bolton Wanderers fyrir tveimur árum. Í tilefni þessara óvæntu félagaskipta ákvað Vísir að rifja upp nokkra af þekktustu leikmönnum sem hafa leikið hér á landi í gegnum tíðina. Margir komu til greina en hér fyrir neðan má lesa um sjö þekkta erlenda leikmenn sem léku á Íslandi. David James (ÍBV) David James stóð í marki Englands í þremur leikjum á HM 2010 í Suður-Afríku.getty/Clive Mason Þegar Hermann Hreiðarsson tók við ÍBV fyrir tímabilið 2013 fékk hann sinn gamla samherja hjá Portsmouth, David James, til að koma með sér til Eyja. James var þá 42 ára og að ljúka afar löngum og farsælum ferli. James er uppalinn hjá Watford en gekk í raðir Liverpool 1992 og lék með liðinu í sjö ár. Hann var svo hjá Aston Villa, West Ham United, Manchester City og Portsmouth þar sem hann varð bikarmeistari með Hermanni 2008. James er fjórði leikjahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 572 leiki. Hann lék 53 landsleiki fyrir England á árunum 1997-2010 og varði mark enska landsliðsins á EM 2004 og HM 2010. James lék sautján deildarleiki með ÍBV sumarið 2013 auk tveggja bikarleikja og fjögurra Evrópuleikja. Þá sleppti James lundapysju eins og sjá má hér fyrir neðan. Lee Sharpe (Grindavík) Lee Sharpe fagnar sigri Manchester United í Evrópukeppni bikarhafa 1991.getty/Simon Bruty Vorið 1991 var Lee Sharpe á toppi ferilsins. Þessi kviki og beinskeytti kantmaður var valinn besti ungi leikmaður ensku deildarinnar, vann Evrópukeppni bikarhafa með Manchester United og var kominn í enska landsliðið. Sharpe náði þó ekki að fullnýta alla þá hæfileika sem hann bjó yfir. Hann lék með United til 1996 og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Eftir að Sharpe yfirgaf United 1996, þá 25 ára, tók ferilinn skarpa dýfu. Hann lék með Leeds United, Sampdoria, Bradford City, Portsmouth og Exeter City áður en hann dúkkaði upp í Grindavík 2003. Sharpe stoppaði stutt við á Suðurnesjunum. Hann lék fimm leiki í deild og bikar með Grindavík áður en hann lét sig hverfa. Nigel Quashie (ÍR, BÍ/Bolungarvík) Nigel Quashie lék með níu félögum á Englandi, meðal annars Portsmouth.getty/Gareth Copley Miðjumaðurinn Nigel Quashie lék 96 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Queens Park Rangers, Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton, West Brom og West Ham United. Alls lék hann yfir þrjú hundruð deildarleiki á Englandi auk fjórtán landsleikja fyrir Skotland. Quashie kom til ÍR, sem var þá í 1. deild, sem spilandi aðstoðarþjálfari 2012. Hann þjálfaði liðið svo seinni hluta tímabilsins en tókst ekki að koma í veg fyrir að það félli niður í 2. deild. Eftir eitt ár í Mjóddinni hélt Quashie vestur á firði þar sem hann lék í þrjú ár með BÍ/Bolungarvík. Quashie lék 57 leiki og skoraði ellefu mörk í næstefstu deild á Íslandi. James Bett (Valur, KR) James Bett lék 26 landsleiki fyrir Skota á árunum 1982-90.getty/Dan Smith James Bett varð þrisvar sinnum skoskur bikarmeistari með Rangers og Aberdeen og lék 26 leiki fyrir skoska landsliðið og skoraði eitt mark, gegn Íslandi í undankeppni HM á Laugardalsvellinum 1985. Bett lék með tveimur íslenskum félagsliðum á ferlinum, með Val 1978 og svo KR 1994 og varð bikarmeistari með Vesturbæjarliðinu. Bett giftist íslenskri konu og eignaðist með henni tvo syni sem léku báðir í efstu deild, Baldur og Calum Þór. Bryan Hughes (ÍBV) Bryan Hughes tæklar Igor Biscan, leikmann Liverpool.getty/Paul Gilham Lék 128 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Birmingham City, Charlton Athletic og Hull City og skoraði tíu mörk. Bryan Hughes lék einnig fjölmarga leiki í neðri deildunum á Englandi. Hann kom til ÍBV vorið 2011 en lék aðeins sjö leiki með Eyjaliðinu, sem var á þeim tíma undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, og skoraði eitt mark. Hughes lagði svo skóna á hilluna eftir eitt tímabil hjá Accrington Stanley. Mark Ward (Valur) Mark Ward (til vinstri) fagnar marki í leik með Everton.getty/Malcolm Croft Kantmaðurinn Mark Ward lék lengi í efstu deild á Englandi, með West Ham, Manchester City og Everton. Var nálægt því að verða Englandsmeistari með West Ham 1986. Ward lék einnig í neðri deildunum. Sumarið 1998 lék hann svo fimm leiki með Val sem bjargaði sér naumlega frá falli. Ward villtist af leið eftir að ferlinum lauk og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kókaínsmygl 2005. George Baldock (ÍBV) George Baldock í baráttu við Raheem Sterling, leikmann Manchester City.getty/Michael Regan Enski bakvörðurinn kom til ÍBV á láni frá MK Dons sumarið 2012. George Baldock lék sextán leiki með ÍBV sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar. Ferill Baldocks fór á flug eftir að hann gekk í raðir Sheffield United 2017. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina 2019. Á síðasta tímabili lék hann svo alla 38 deildarleikina þegar Sheffield United kom öllum á óvart með því að enda í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í vetur hefur ekki gengið jafn vel, svo vægt sé til orða tekið, og Sheffield United er þegar fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Meðal annarra þekktra erlendra leikmanna sem hafa spilað á Íslandi má nefna Kemar Roofe (Víkingur), Richard Keogh (Víkingur), Ian Ashbee (ÍR), André Hansen (KR), Alexander Søderlund (FH), Alexander Scholz (Stjarnan), Colin McKee (Víkingur) og Gunnar Nielsen (Stjarnan, FH).
Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira