Breiðholtið vex Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. maí 2021 16:30 Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. Vonir stóðu til að fyrirkomulagið væri tímabundið og skólastjórnendur, kennarar og nemendur horfðu löngunaraugum til byggingalóðar sem þótti henta vel undir nýtt kennsluhúsnæði. Í dag – 46 árum síðar – er lóðin enn óbyggð og hluti af kennslu í verklegum greinum fer enn fram undir berum himni! Nú sér hins vegar fyrir endann á áratugabið Breiðhyltinga og annarra velunnara skólans, því í síðustu viku undirritaði ég ásamt borgarstjóra samningur um nýbyggingu fyrir verk- og listnám við FB. Undirritunin markaði tímamót og það vottaði fyrir tárum á hvarmi sumra sem voru viðstaddir. Uppbygging verk- og listnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er engin tilviljun, heldur er hún hluti af skýrri stefnu yfirvalda. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Ryðja úr vegi kerfislægum hindrunum sem hafa beint ungu fólki frekar í bóknám en verknám, tryggja iðnmenntuðum sömu tækifærin til háskólanáms og auðvelda iðnnemum að komast á vinnustaðasamning, eða ella fá sambærilega þjálfun með öðrum leiðum. Allt ofangreint er að ganga eftir. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfum til starfsmenntunar og áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist. Verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri. Aðsóknartölur undanfarinna ára sýna sterka leitni upp á við og fyrstu vísbendingar um innritun í framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár gefa til kynna aðsóknarmet í verknám. Mannlíf í Breiðholti og menntun í landinu mun njóta góðs af uppbyggingunni sem er framundan við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún rímar vel við hugmyndir um nýjan og nútímalegan Tækniskóla og auknar fjárveitingar til tækjakaupa í öðrum verkmenntaskólum um allt land. Í lok kjörtímabils vænti ég þess að geta horft stolt um öxl, enda er vöxtur og viðgangur góðrar verkmenntunar ein af forsendum þess að samfélagið okkar blómstri. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. Vonir stóðu til að fyrirkomulagið væri tímabundið og skólastjórnendur, kennarar og nemendur horfðu löngunaraugum til byggingalóðar sem þótti henta vel undir nýtt kennsluhúsnæði. Í dag – 46 árum síðar – er lóðin enn óbyggð og hluti af kennslu í verklegum greinum fer enn fram undir berum himni! Nú sér hins vegar fyrir endann á áratugabið Breiðhyltinga og annarra velunnara skólans, því í síðustu viku undirritaði ég ásamt borgarstjóra samningur um nýbyggingu fyrir verk- og listnám við FB. Undirritunin markaði tímamót og það vottaði fyrir tárum á hvarmi sumra sem voru viðstaddir. Uppbygging verk- og listnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er engin tilviljun, heldur er hún hluti af skýrri stefnu yfirvalda. Við upphaf kjörtímabilsins einsetti ég mér að koma verkmenntun á þann stall sem hún á skilið. Ryðja úr vegi kerfislægum hindrunum sem hafa beint ungu fólki frekar í bóknám en verknám, tryggja iðnmenntuðum sömu tækifærin til háskólanáms og auðvelda iðnnemum að komast á vinnustaðasamning, eða ella fá sambærilega þjálfun með öðrum leiðum. Allt ofangreint er að ganga eftir. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfum til starfsmenntunar og áhuginn á starfsnámi hefur snaraukist. Verk- og tæknimenntaskólar eru meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins og laða í stórauknum mæli til sín hæfileikafólk á öllum aldri. Aðsóknartölur undanfarinna ára sýna sterka leitni upp á við og fyrstu vísbendingar um innritun í framhaldsskólanna fyrir næsta skólaár gefa til kynna aðsóknarmet í verknám. Mannlíf í Breiðholti og menntun í landinu mun njóta góðs af uppbyggingunni sem er framundan við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún rímar vel við hugmyndir um nýjan og nútímalegan Tækniskóla og auknar fjárveitingar til tækjakaupa í öðrum verkmenntaskólum um allt land. Í lok kjörtímabils vænti ég þess að geta horft stolt um öxl, enda er vöxtur og viðgangur góðrar verkmenntunar ein af forsendum þess að samfélagið okkar blómstri. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun