Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2021 16:39 Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson segja að enginn ætti að ganga í gegnum það sem þau þurftu að upplifa eftir að þau fengu þær fréttir að barnið þeirra hafði dáið í móðurkviði. Mynd úr einkasafni „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. „Við viljum leggja áherslu á að þessi umræða snúist ekki um einstaka persónur, heldur heilbrigðiskerfið og verkferlanna. Persónuárásir eða mannorðsmorð eru ekki að fara að laga þá brotalöm sem er í kerfinu,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Færsla sem Sigríður birti á Facebook um þessa erfiðu lífsreynslu hefur vakið mikla athygli í dag. Færslan var með yfirskriftina Hvernig getur heilbrigðiskerfið farið í helgarfrí? Sigríður fær þær fréttir á föstudegi að ekki finnist hjartsláttur hjá barninu og var sagt að mæta aftur eftir helgi til að framkalla fæðingu. Innan við hálftíma síðar var hún alein hágrátandi úti á bílaplani. Þau gagnrýna harðlega að enginn hafi gripið þau á þessum tímapunkti. „Viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi en ómetanleg. Það sorglega er þó samt allar þær fjölmörgu reynslusögur foreldra sem hafa gengið í gegnum svipað eða sömu reynslu og við í gegnum árin og ekkert hefur breyst. Og það er allt frá þrjátíu árum síðan til ársins 2021,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. Sigríður er þakklát fyrir að hafa Magga sem sinn klett, en er ósátt við að enginn hafi boðið honum áfallahjálp því þetta sé líka erfitt fyrir feðurna.Mynd úr einkasafni Nýta sorgina til góðs Sigríður var rúmlega hálfnuð með meðgönguna þegar hún þurfti að fæða andvana dóttur sína, sem fékk nafnið Kolfinna Ögn. Hún skrifaði færsluna í þeirri von um að gerðar verði breytingar á verklaginu í kringum missi á meðgöngu. „Mikið er erfitt að sakna svona. Það sem fæstir vita er hvað í raun gekk á síðustu daga og hversu mikið heilbrigðiskerfið okkar og starfsmenn innan þess brugðust okkur, á tímum sem við hefðum virkilega þurft á því að halda að vera gripin, skrifar hún í færslu sinni, Skrifar hún meðal annars í færslunni. Þau segja að þetta sé mikil brotalöm innan kerfisins. „Við höfum öll val hvernig við ætlum að vinna úr okkar áföllum í lífinu. Okkar val er að nýta okkar sorg og reiði til einhvers góðs. Að missa Kolfinnu Ögn er svo vont að hver andardráttur er vondur, og allt sem áður var auðvelt er orðið erfitt, að halda áfram er erfitt, án hennar. Reiðin er það sem hefur hjálpað mér að standa í fæturna síðustu daga, því sorgin var óbærileg. Vissi strax að eitthvað væri að Sigríður segir að enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem þau upplifðu. Fjölskyldan er búsett á Laugavatni og var Sigríður ein í mæðraskoðun á Landspítalanum í Reykjavík þegar hún fær þessar erfiðu fréttir. „Tveim dögum áður vorum við í sónar og lítil spræk og heilbrigð stelpa sýndi allar sínar bestu hliðar. Blés sápukúlur og minnti okkar á hvað væri fram undan, jók á tilhlökkun eftirvæntingu og gleði yfir því sem við áttum fram undan. Allar mælingar komu vel út og hún var ekkert nema fullkomin í alla staði. Sigríður segir að í mæðraskoðuninni á Landspítalanum hafi verið gerð hefðbundin skoðun, blóðþrýstingur tekin, þyngd mæld og svo framvegis. „En þegar hún ætlaði að hlusta á hjartsláttinn fann hún hann ekki. Við heyrðum í vægum hjartslátt frá fylgjunni, og mér en hjartslátturinn hjá barninu fannst ekki. Ég vissi strax að eitthvað væri að, enda mitt fimmta barn og margar mæðraskoðanir að baki. Sigríður segir að þau hafi bæði upplifað sorg og reiði síðustu daga.Mynd úr einkasafni Sýnt líflaust hjartað á skjánum Fæðingarlæknar voru á þessum tímapunkti kallaðir til og Sigríður er færð í annað herbergi svo hægt sé að gera sónarskoðun. Hún sendir manninum sínum SMS. „Hún reynir að hughreysta mig að að sé bara betra að vera viss og skoða allt betur. Ég vissi að hún væri dáinn.“ Sigríður segir að tilfinningin í herbergi hafi verið vond. Á innan við mínútu staðfesti fæðingarlæknir það sem hún hafði óttast. „já ég get staðfest það, það er engin hjartsláttur, mér þykir það leiðinlegt.” „Það stoppaði allt í kringum mig, tárin byrjuðu að leka og ég næ að hvísla út úr mér „ertu viss?“ Þá snýr hún skjánum, stækkar upp sónarmyndina af barninu mínu og sýnir mér líflaust hjartað í henni. Já ég er viss. Síðan lítur hún á samstarfsmenn sína og segir „Þetta er nýskeð, hefur gerst í nótt eða morgun.“ Ég fann fyrir henni áður en ég fór að sofa og um nóttina. Ég vissi að þetta væri nýskeð. En hún var ekki að tala við mig. Síðan var hún farin, jafn hratt og hún kom. Foreldrar sem missa barn á meðgöngu fá fallegan minningarkassa frá félaginu Gleym mér ei.Mynd úr einkasafni Öskurgrét í símann Sigríði var sagt að það þyrfti að taka blóðprufu, þvagsýni og veirupróf og best væri að gera það sem fyrst. „Ég er spurð hvort ég þurfi ekki að hringja í einhvern. Jú ég þurfti að hringja í Magga, en hvernig, ég gat ekki talað. Það var allt stopp og ég flaut einhvernvegin áfram án þess að átta mig á því var ég komin í sæti við skrifborðið og þær fara fram á meðan ég hringi. Maggi svarar og ég kem ekki upp orði, ég bara öskurgræt í símann og hann spyr ítrekað hvað sé að, margbiður mig um að tala við sig en ég gat það ekki. Hann hafði ekki séð skilaboðin frá mér. Eftir góða mínútu næ ég að öskra upp „HÚN ER DÁIN!“ Þarna hefði ég þurft að hafa einhvern sem greip bæði mig og hann. Einhvern sem tekur símann og segir honum hvað hafi gerst, hvort hann komist til mín á öruggan hátt, einhvern sem segir honum að það verði passað upp á mig þar til hann kemur. Faðir Sigríðar keyrir með Magga til Reykjavíkur svo hann þurfi ekki að aka í svona miklu uppnámi. „Á meðan verið er að taka öll þau sýni sem þarf, u.þ.b 5 mínútum eftir að ég fæ staðfest að dóttir okkar er dáinn spyr fæðingarlæknirinn, „Hefur þú eitthvað hugsað út í krufningu ?“ Ha? Nei, eðlilega hafði ég ekki hugsað út í það, ég hafði hugsað mér að skíra dóttur mína í desember vonandi, en krufningu hafði ég ekki hugsað út í. Hvernig telst þetta verklag í lagi ? Síðan er sett á borðið fyrir framan mig bæklingur um missi á meðgöngu, og blað sem sýnir ferlið sem fram undan er, með væntanlegri gangsetningu. Sigríður segir að enginn hafi gripið þau hjónin í sorginni og óvissuni þennnan dag.Mynd úr einkasafni Ein út á bílaplani hálftíma síðar Þetta var á föstudegi og Sigríði er sagt að mæta á mánudegi klukkan sjö í gangsetningu. „Eftir þessa algjörlega gölnu atburðarás og ónauðsynlegu spurningu um krufningu, á þessum tímapunkti, spyr ljósmóðirin hvort ég megi ekki fara eftir að búið er að taka blóðprufu, og jú það var í lagi. Þegar ég labba út er klukkan 15:45. Það voru því liðnar heilar 29 mínútur frá því mér var sagt að það heyrðist enginn hjartsláttur og þangað til ég mátti fara. Bak við mig heyri ég konur óska hvor annarri góðrar helgar. Á meðan ég var ein, að bíða eftir manninum mínum sem var út á landi. Ég sest út í bíl og öskra og græt. Með dóttur okkar, litla barnið sem okkur hlakkaði svo til að elska meira og fastar, dána í maganum. Af hverju? Jú af því að Heilbrigðiskerfið fór í helgarfrí. Sigríður segir að hún hafi verið ein á bílaplaninu í sorg og örvæntingu en engin hafi gripið hana eða passað upp á hana. „Ég horfði í spegilinn og sagði ,,hvað gerðiru? Þú drapst hana, hvað ertu búin að gera?” Það var ekki kallaður til prestur, félagsráðgjafi, áfallateymi eða veitt nein áfallahjálp. Aukaálag á sálarlíf syrgjandi foreldra Sigríður segir að í bæklingnum sem hún fékk afhentan standi orðrétt „Við mælum þó með að þið komið aftur innan 24 klst. Þar sem ekki er talið æskilegt að bíða með framköllun fæðingar lengur en þann tíma.“ Bæklingurinn sé gefinn út af Gleym mér ey styrktarfélagi í samvinnu við kvennadeild Landspítalans. „Hvernig er hægt að réttlæta að fara gegn eigin ráðleggingum? Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi? Eina hreyfingin sem ég fann var hún líflaus að hreyfast í legvatninu. Oft kom hugsunin að hún yrði barnið sem afsannaði þetta, hún væri ekki dáinn, en svo skall raunveruleikinn aftur á og maður áttaði sig hvað var að gerast. Margar konur hafa sent Sigríði skilaboð um svipaða upplifun svo hennar saga er alls ekki einsdæmi. „Hvernig er hægt að réttlæta það aukaálag sálarlíf syrgjandi foreldra? Af hverju vorum við svipt þeim rétti að fá hana í fangið strax. Af hverju fék Maggi ekki áfallahjálp? Af hverju fengum við enga ráðgjöf eða verkfæri í hendurnar til þess að segja eldri börnunum okkar frá þessu? Af hverju brást kerfið okkur svona harkalega? Þetta má ekki endurtaka sig. Er álagið á kerfinu orðið svo mikið að starfsfólk innan þess er búið að missa þá tilfinningu að sýna samkennd? Er mannlegi þátturinn horfinn? Færsluna má lesa í heild sinni á Facebook síðu Sigríðar. Mynd úr einkasafni Manneskjur en ekki klínískt rannsóknarefni „Það er ekki hægt að setja mælikvarða á sorg tilvonandi foreldra eftir meðgöngulengd. Væntingar, vonir og plön um komandi framtíð byrja um leið og foreldrar vita af óléttunni. Það má ekki gera lítið úr sorginni eða leyfa sér að koma öðruvísi fram við konur háð meðgöngulengd. Það þarf að brjóta upp þetta mynstur og taka þetta verklag til hundrað prósent endurskoðunar, segir Sigríður um viðbrögð spítalans í samtali við Vísi. „Ég eða barnið okkar erum ekki klínískt rannsóknarefni sem áhugavert fyrir sérfræðinga að skoða, hvað kom fyrir eða hvað gerðist. Við erum manneskjur og það eiga allir rétt á því að komið sé fram við sig af virðingu og umhyggju. Sérstaklega í aðstæðum sem þessum. Sigríður segir að eftir að þau fóru heim þennan erfiða föstudag hafi vinkona þeirra hringt á Landspítalann til að lýsa yfir óánægju sinni „Hún reyndi hvað hún gat til að hreyfa við þeim sem þarna voru. Þá hringdi í okkur prestur sem var á vakt þessa helgi og var yndislegur í alla staði. Hann hafði enga vitneskju um þetta. Annar fæðingarlæknirinn sem var með mér daginn sem það kom í ljós engin hjartsláttur hringdi á Laugardeginum. Spurði hvort ég hefði einhverjar spurningar eða hvort eitthvað væri óljóst, sem og það var svo sannarlega. Líf og dauði spurja ekki um dag eða tíma Þegar kom að gangsetningunni á mánudeginum fengu Sigríður og Maggi gott viðmót og meiri stuðning. „En þegar kom að fæðingunni voru allir meðvitaður um þær aðstæður sem höfðu verið og hvernig tekið hefði verið á málunum. Við fengum frábærar ljósmæður inn á Kristínarstofu, hittum djáknann og félagsráðgjafann. Ljósmóðirin okkar sem fylgdi okkur líka í gegnum meðgöngu eldri dóttur okkar sem er eins árs bað um að fá að hitta okkur. Hún sá strax brotalöm í verklaginu og var miður sín yfir okkar upplifun. Hún er dásamleg kona og þess vegna er mikilvægt að muna að persónuárásir eða mannorðsmorð munu aldrei bæta úr neinu. Við erum öll mannleg og gerum mistök, en við getum öll gert betur. Sigríður ítrekar að þau hefðu sennilega ekki fengið að tala við neinn þessa helgi ef ekki hefði verið gengið á eftir því af þeirra hálfu. „Heilbrigðiskerfið á aldrei að geta stimplað sig út í helgarfrí. Líf og dauði spyrja ekki um hvaða dagur er eða hvað klukkan sé, segir Sigríður að lokum. Heilbrigðismál Frjósemi Landspítalinn Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
„Við viljum leggja áherslu á að þessi umræða snúist ekki um einstaka persónur, heldur heilbrigðiskerfið og verkferlanna. Persónuárásir eða mannorðsmorð eru ekki að fara að laga þá brotalöm sem er í kerfinu,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Færsla sem Sigríður birti á Facebook um þessa erfiðu lífsreynslu hefur vakið mikla athygli í dag. Færslan var með yfirskriftina Hvernig getur heilbrigðiskerfið farið í helgarfrí? Sigríður fær þær fréttir á föstudegi að ekki finnist hjartsláttur hjá barninu og var sagt að mæta aftur eftir helgi til að framkalla fæðingu. Innan við hálftíma síðar var hún alein hágrátandi úti á bílaplani. Þau gagnrýna harðlega að enginn hafi gripið þau á þessum tímapunkti. „Viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi en ómetanleg. Það sorglega er þó samt allar þær fjölmörgu reynslusögur foreldra sem hafa gengið í gegnum svipað eða sömu reynslu og við í gegnum árin og ekkert hefur breyst. Og það er allt frá þrjátíu árum síðan til ársins 2021,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. Sigríður er þakklát fyrir að hafa Magga sem sinn klett, en er ósátt við að enginn hafi boðið honum áfallahjálp því þetta sé líka erfitt fyrir feðurna.Mynd úr einkasafni Nýta sorgina til góðs Sigríður var rúmlega hálfnuð með meðgönguna þegar hún þurfti að fæða andvana dóttur sína, sem fékk nafnið Kolfinna Ögn. Hún skrifaði færsluna í þeirri von um að gerðar verði breytingar á verklaginu í kringum missi á meðgöngu. „Mikið er erfitt að sakna svona. Það sem fæstir vita er hvað í raun gekk á síðustu daga og hversu mikið heilbrigðiskerfið okkar og starfsmenn innan þess brugðust okkur, á tímum sem við hefðum virkilega þurft á því að halda að vera gripin, skrifar hún í færslu sinni, Skrifar hún meðal annars í færslunni. Þau segja að þetta sé mikil brotalöm innan kerfisins. „Við höfum öll val hvernig við ætlum að vinna úr okkar áföllum í lífinu. Okkar val er að nýta okkar sorg og reiði til einhvers góðs. Að missa Kolfinnu Ögn er svo vont að hver andardráttur er vondur, og allt sem áður var auðvelt er orðið erfitt, að halda áfram er erfitt, án hennar. Reiðin er það sem hefur hjálpað mér að standa í fæturna síðustu daga, því sorgin var óbærileg. Vissi strax að eitthvað væri að Sigríður segir að enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem þau upplifðu. Fjölskyldan er búsett á Laugavatni og var Sigríður ein í mæðraskoðun á Landspítalanum í Reykjavík þegar hún fær þessar erfiðu fréttir. „Tveim dögum áður vorum við í sónar og lítil spræk og heilbrigð stelpa sýndi allar sínar bestu hliðar. Blés sápukúlur og minnti okkar á hvað væri fram undan, jók á tilhlökkun eftirvæntingu og gleði yfir því sem við áttum fram undan. Allar mælingar komu vel út og hún var ekkert nema fullkomin í alla staði. Sigríður segir að í mæðraskoðuninni á Landspítalanum hafi verið gerð hefðbundin skoðun, blóðþrýstingur tekin, þyngd mæld og svo framvegis. „En þegar hún ætlaði að hlusta á hjartsláttinn fann hún hann ekki. Við heyrðum í vægum hjartslátt frá fylgjunni, og mér en hjartslátturinn hjá barninu fannst ekki. Ég vissi strax að eitthvað væri að, enda mitt fimmta barn og margar mæðraskoðanir að baki. Sigríður segir að þau hafi bæði upplifað sorg og reiði síðustu daga.Mynd úr einkasafni Sýnt líflaust hjartað á skjánum Fæðingarlæknar voru á þessum tímapunkti kallaðir til og Sigríður er færð í annað herbergi svo hægt sé að gera sónarskoðun. Hún sendir manninum sínum SMS. „Hún reynir að hughreysta mig að að sé bara betra að vera viss og skoða allt betur. Ég vissi að hún væri dáinn.“ Sigríður segir að tilfinningin í herbergi hafi verið vond. Á innan við mínútu staðfesti fæðingarlæknir það sem hún hafði óttast. „já ég get staðfest það, það er engin hjartsláttur, mér þykir það leiðinlegt.” „Það stoppaði allt í kringum mig, tárin byrjuðu að leka og ég næ að hvísla út úr mér „ertu viss?“ Þá snýr hún skjánum, stækkar upp sónarmyndina af barninu mínu og sýnir mér líflaust hjartað í henni. Já ég er viss. Síðan lítur hún á samstarfsmenn sína og segir „Þetta er nýskeð, hefur gerst í nótt eða morgun.“ Ég fann fyrir henni áður en ég fór að sofa og um nóttina. Ég vissi að þetta væri nýskeð. En hún var ekki að tala við mig. Síðan var hún farin, jafn hratt og hún kom. Foreldrar sem missa barn á meðgöngu fá fallegan minningarkassa frá félaginu Gleym mér ei.Mynd úr einkasafni Öskurgrét í símann Sigríði var sagt að það þyrfti að taka blóðprufu, þvagsýni og veirupróf og best væri að gera það sem fyrst. „Ég er spurð hvort ég þurfi ekki að hringja í einhvern. Jú ég þurfti að hringja í Magga, en hvernig, ég gat ekki talað. Það var allt stopp og ég flaut einhvernvegin áfram án þess að átta mig á því var ég komin í sæti við skrifborðið og þær fara fram á meðan ég hringi. Maggi svarar og ég kem ekki upp orði, ég bara öskurgræt í símann og hann spyr ítrekað hvað sé að, margbiður mig um að tala við sig en ég gat það ekki. Hann hafði ekki séð skilaboðin frá mér. Eftir góða mínútu næ ég að öskra upp „HÚN ER DÁIN!“ Þarna hefði ég þurft að hafa einhvern sem greip bæði mig og hann. Einhvern sem tekur símann og segir honum hvað hafi gerst, hvort hann komist til mín á öruggan hátt, einhvern sem segir honum að það verði passað upp á mig þar til hann kemur. Faðir Sigríðar keyrir með Magga til Reykjavíkur svo hann þurfi ekki að aka í svona miklu uppnámi. „Á meðan verið er að taka öll þau sýni sem þarf, u.þ.b 5 mínútum eftir að ég fæ staðfest að dóttir okkar er dáinn spyr fæðingarlæknirinn, „Hefur þú eitthvað hugsað út í krufningu ?“ Ha? Nei, eðlilega hafði ég ekki hugsað út í það, ég hafði hugsað mér að skíra dóttur mína í desember vonandi, en krufningu hafði ég ekki hugsað út í. Hvernig telst þetta verklag í lagi ? Síðan er sett á borðið fyrir framan mig bæklingur um missi á meðgöngu, og blað sem sýnir ferlið sem fram undan er, með væntanlegri gangsetningu. Sigríður segir að enginn hafi gripið þau hjónin í sorginni og óvissuni þennnan dag.Mynd úr einkasafni Ein út á bílaplani hálftíma síðar Þetta var á föstudegi og Sigríði er sagt að mæta á mánudegi klukkan sjö í gangsetningu. „Eftir þessa algjörlega gölnu atburðarás og ónauðsynlegu spurningu um krufningu, á þessum tímapunkti, spyr ljósmóðirin hvort ég megi ekki fara eftir að búið er að taka blóðprufu, og jú það var í lagi. Þegar ég labba út er klukkan 15:45. Það voru því liðnar heilar 29 mínútur frá því mér var sagt að það heyrðist enginn hjartsláttur og þangað til ég mátti fara. Bak við mig heyri ég konur óska hvor annarri góðrar helgar. Á meðan ég var ein, að bíða eftir manninum mínum sem var út á landi. Ég sest út í bíl og öskra og græt. Með dóttur okkar, litla barnið sem okkur hlakkaði svo til að elska meira og fastar, dána í maganum. Af hverju? Jú af því að Heilbrigðiskerfið fór í helgarfrí. Sigríður segir að hún hafi verið ein á bílaplaninu í sorg og örvæntingu en engin hafi gripið hana eða passað upp á hana. „Ég horfði í spegilinn og sagði ,,hvað gerðiru? Þú drapst hana, hvað ertu búin að gera?” Það var ekki kallaður til prestur, félagsráðgjafi, áfallateymi eða veitt nein áfallahjálp. Aukaálag á sálarlíf syrgjandi foreldra Sigríður segir að í bæklingnum sem hún fékk afhentan standi orðrétt „Við mælum þó með að þið komið aftur innan 24 klst. Þar sem ekki er talið æskilegt að bíða með framköllun fæðingar lengur en þann tíma.“ Bæklingurinn sé gefinn út af Gleym mér ey styrktarfélagi í samvinnu við kvennadeild Landspítalans. „Hvernig er hægt að réttlæta að fara gegn eigin ráðleggingum? Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi? Eina hreyfingin sem ég fann var hún líflaus að hreyfast í legvatninu. Oft kom hugsunin að hún yrði barnið sem afsannaði þetta, hún væri ekki dáinn, en svo skall raunveruleikinn aftur á og maður áttaði sig hvað var að gerast. Margar konur hafa sent Sigríði skilaboð um svipaða upplifun svo hennar saga er alls ekki einsdæmi. „Hvernig er hægt að réttlæta það aukaálag sálarlíf syrgjandi foreldra? Af hverju vorum við svipt þeim rétti að fá hana í fangið strax. Af hverju fék Maggi ekki áfallahjálp? Af hverju fengum við enga ráðgjöf eða verkfæri í hendurnar til þess að segja eldri börnunum okkar frá þessu? Af hverju brást kerfið okkur svona harkalega? Þetta má ekki endurtaka sig. Er álagið á kerfinu orðið svo mikið að starfsfólk innan þess er búið að missa þá tilfinningu að sýna samkennd? Er mannlegi þátturinn horfinn? Færsluna má lesa í heild sinni á Facebook síðu Sigríðar. Mynd úr einkasafni Manneskjur en ekki klínískt rannsóknarefni „Það er ekki hægt að setja mælikvarða á sorg tilvonandi foreldra eftir meðgöngulengd. Væntingar, vonir og plön um komandi framtíð byrja um leið og foreldrar vita af óléttunni. Það má ekki gera lítið úr sorginni eða leyfa sér að koma öðruvísi fram við konur háð meðgöngulengd. Það þarf að brjóta upp þetta mynstur og taka þetta verklag til hundrað prósent endurskoðunar, segir Sigríður um viðbrögð spítalans í samtali við Vísi. „Ég eða barnið okkar erum ekki klínískt rannsóknarefni sem áhugavert fyrir sérfræðinga að skoða, hvað kom fyrir eða hvað gerðist. Við erum manneskjur og það eiga allir rétt á því að komið sé fram við sig af virðingu og umhyggju. Sérstaklega í aðstæðum sem þessum. Sigríður segir að eftir að þau fóru heim þennan erfiða föstudag hafi vinkona þeirra hringt á Landspítalann til að lýsa yfir óánægju sinni „Hún reyndi hvað hún gat til að hreyfa við þeim sem þarna voru. Þá hringdi í okkur prestur sem var á vakt þessa helgi og var yndislegur í alla staði. Hann hafði enga vitneskju um þetta. Annar fæðingarlæknirinn sem var með mér daginn sem það kom í ljós engin hjartsláttur hringdi á Laugardeginum. Spurði hvort ég hefði einhverjar spurningar eða hvort eitthvað væri óljóst, sem og það var svo sannarlega. Líf og dauði spurja ekki um dag eða tíma Þegar kom að gangsetningunni á mánudeginum fengu Sigríður og Maggi gott viðmót og meiri stuðning. „En þegar kom að fæðingunni voru allir meðvitaður um þær aðstæður sem höfðu verið og hvernig tekið hefði verið á málunum. Við fengum frábærar ljósmæður inn á Kristínarstofu, hittum djáknann og félagsráðgjafann. Ljósmóðirin okkar sem fylgdi okkur líka í gegnum meðgöngu eldri dóttur okkar sem er eins árs bað um að fá að hitta okkur. Hún sá strax brotalöm í verklaginu og var miður sín yfir okkar upplifun. Hún er dásamleg kona og þess vegna er mikilvægt að muna að persónuárásir eða mannorðsmorð munu aldrei bæta úr neinu. Við erum öll mannleg og gerum mistök, en við getum öll gert betur. Sigríður ítrekar að þau hefðu sennilega ekki fengið að tala við neinn þessa helgi ef ekki hefði verið gengið á eftir því af þeirra hálfu. „Heilbrigðiskerfið á aldrei að geta stimplað sig út í helgarfrí. Líf og dauði spyrja ekki um hvaða dagur er eða hvað klukkan sé, segir Sigríður að lokum.
Heilbrigðismál Frjósemi Landspítalinn Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið