Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 08:11 Mótmælt í Yangon. AP Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. Mótmælendur í Mjanmar hafa sótt innblástur í verk Khet Thi, sem var meðal annars þekktur fyrir línun: „Þeir skjóta í höfuðið en vita ekki að uppreisnin býr í hjartanu“. Samkvæmt Facebook-síðu skáldsins var hann 45 ára þegar hann lést. Guardian hefur eftir eiginkonu Khet Thi að vopnaðir hermenn og lögregla hafi sótt þau hjónin og fært til yfirheyrslu á laugardag í bænum Shwebo. Shwebo er í Sagaing-héraði, sem hefur verið hjartað í mótmælum gegn herforingjastjórninni sem kom Aung San Suu Kyi frá völdum. „Ég var yfirheyrð. Hann líka. Þeir sögðu að hann væri miðja rannsóknarinnar. En hann kom ekki aftur, bara líkami hans,“ sagði Chaw Su við BBC. „Þeir hringdu í mig um morguninn og sögðu mér að hitta hann á sjúkrahúsinu í Monywa. Ég hélt að hann væri þar vegna brotins handleggs eða eitthvað... En þegar ég kom þangað var hann í líkhúsinu og það var búið að fjarlægja líffærin hans.“ Á sjúkrahúsinu fékk hún þær upplýsingar að Khet Thi hefði látist vegna hjartavandamála en hún hefði ekki haft fyrir því að lesa dánarvottorðið þar sem hún vissi að það væri skáldað. Að minnsta kosti þrjú skáld hafa látið lífið vegna mótmæla eftir valdaránið í febrúar. Ljóðskáldið K Za Win, 39 ára, var skotinn til bana í Monywa snemma í mars. „Ég vil ekki vera hetja, ég vil ekki vera píslarvottur, ég vil ekki vera veikgeðja, ég vil ekki vera kjáni,“ skrifaði Khet Thi tveimur vikum eftir valdaránið. „Ég vil ekki styðja við óréttlæti. Ef ég á aðeins mínútu ólifaða, vil ég að þá mínútu sé samviska mín hrein.“ Mjanmar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Mótmælendur í Mjanmar hafa sótt innblástur í verk Khet Thi, sem var meðal annars þekktur fyrir línun: „Þeir skjóta í höfuðið en vita ekki að uppreisnin býr í hjartanu“. Samkvæmt Facebook-síðu skáldsins var hann 45 ára þegar hann lést. Guardian hefur eftir eiginkonu Khet Thi að vopnaðir hermenn og lögregla hafi sótt þau hjónin og fært til yfirheyrslu á laugardag í bænum Shwebo. Shwebo er í Sagaing-héraði, sem hefur verið hjartað í mótmælum gegn herforingjastjórninni sem kom Aung San Suu Kyi frá völdum. „Ég var yfirheyrð. Hann líka. Þeir sögðu að hann væri miðja rannsóknarinnar. En hann kom ekki aftur, bara líkami hans,“ sagði Chaw Su við BBC. „Þeir hringdu í mig um morguninn og sögðu mér að hitta hann á sjúkrahúsinu í Monywa. Ég hélt að hann væri þar vegna brotins handleggs eða eitthvað... En þegar ég kom þangað var hann í líkhúsinu og það var búið að fjarlægja líffærin hans.“ Á sjúkrahúsinu fékk hún þær upplýsingar að Khet Thi hefði látist vegna hjartavandamála en hún hefði ekki haft fyrir því að lesa dánarvottorðið þar sem hún vissi að það væri skáldað. Að minnsta kosti þrjú skáld hafa látið lífið vegna mótmæla eftir valdaránið í febrúar. Ljóðskáldið K Za Win, 39 ára, var skotinn til bana í Monywa snemma í mars. „Ég vil ekki vera hetja, ég vil ekki vera píslarvottur, ég vil ekki vera veikgeðja, ég vil ekki vera kjáni,“ skrifaði Khet Thi tveimur vikum eftir valdaránið. „Ég vil ekki styðja við óréttlæti. Ef ég á aðeins mínútu ólifaða, vil ég að þá mínútu sé samviska mín hrein.“
Mjanmar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira