Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:42 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. „Þetta er óheppilegt, ég get alveg tekið undir það. En staðreyndin er sú að þetta hefur verið lítið rætt á vettvangi þingsins og hefur ekki verið til skoðunar“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur kallað eftir því að kosningalög verði tekin til skoðunar fyrir næstu Alþingiskosningar og segir hann tíma til kominn að fjöldi jöfnunarþingsæta verði tekinn til skoðunar. Eins og staðan sé í dag sé jafnkvæði atkvæða eftir flokkum ekki til staðar og hafi ekki verið síðan í þingkosningum 2009. „Það er alltaf spurning hversu langt tímabil maður á að taka undir þegar þetta er metið og það er vissulega rétt að eins og kosningar hafa farið fram að undanförnu er eins og jöfnunarsætin kallist ekki á við þann fjölda flokka sem hefur komist inn á þing,“ sagði Bjarni í dag. „Við höfum hins vegar aldrei verið í þeirri stöðu að hafa átta flokka á Alþingi og við vitum í sjálfu sér ekki hvort það verði staðan næst eða ekki,“ segir Bjarni. „Það er engin trygging fyrir því að breyting sem við gerðum núna myndi leysa það mál, segjum margar kosningar fram í tímann.“ Vill tvöfalda kjördæmin á landsbyggðinni Bjarni segir tíma til kominn að kosningalöggjöfin öll og kjördæmaskipan verði tekin til grundvallarendurskoðunar. Hann segist þeirrar skoðunar að skipta mætti kjördæmum landsbyggðarinnar upp í smærri kjördæmi og setur spurningamerki við það að Reykjavík sé skipt í tvö kjördæmi. Klippa: Bjarni vill grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni „Ég finn til dæmis fyrir því þegar ég fer um landið að fólki finnst kjördæmin of stór og ef ég nefni þar að skera landsbyggðarkjördæmin upp í tvennt, að tvöfalda fjölda þeirra, fellur það mönnum mjög vel í geð,“ segir Bjarni. „Menn fengju þannig meiri nálægð við sína fulltrúa á þingi og það fyndist mér alveg koma til greina. Eins hérna á höfuðborgarsvæðinu má spyrja sig: hvaða vit er í því að vera með Reykjavík í tveimur kjördæmum? Mér finnst það ekkert sérstaklega praktískt.“ Að færa þingmenn nær fólkinu yrði til góðs Hann segir að verði kjördæmin minnkuð myndi það færa þingmenn nær fólkinu í landinu. „Ég er búinn að mynda mér þá skoðun eftir mörg ár á þingi að þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með í dag sé ekkert svakalega heppilegt. Það var ágætis breyting á sínum tíma en mér finnst komin tími til að taka það upp til endurskoðunar,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið, það þýðir ekkert endilega fleiri þingmenn, sérstaklega ekki ef við förum að hreyfa við atkvæðavæginu. En það myndi færa þingmennina nær fólkinu og yrði til góðs að mínu áliti.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
„Þetta er óheppilegt, ég get alveg tekið undir það. En staðreyndin er sú að þetta hefur verið lítið rætt á vettvangi þingsins og hefur ekki verið til skoðunar“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur kallað eftir því að kosningalög verði tekin til skoðunar fyrir næstu Alþingiskosningar og segir hann tíma til kominn að fjöldi jöfnunarþingsæta verði tekinn til skoðunar. Eins og staðan sé í dag sé jafnkvæði atkvæða eftir flokkum ekki til staðar og hafi ekki verið síðan í þingkosningum 2009. „Það er alltaf spurning hversu langt tímabil maður á að taka undir þegar þetta er metið og það er vissulega rétt að eins og kosningar hafa farið fram að undanförnu er eins og jöfnunarsætin kallist ekki á við þann fjölda flokka sem hefur komist inn á þing,“ sagði Bjarni í dag. „Við höfum hins vegar aldrei verið í þeirri stöðu að hafa átta flokka á Alþingi og við vitum í sjálfu sér ekki hvort það verði staðan næst eða ekki,“ segir Bjarni. „Það er engin trygging fyrir því að breyting sem við gerðum núna myndi leysa það mál, segjum margar kosningar fram í tímann.“ Vill tvöfalda kjördæmin á landsbyggðinni Bjarni segir tíma til kominn að kosningalöggjöfin öll og kjördæmaskipan verði tekin til grundvallarendurskoðunar. Hann segist þeirrar skoðunar að skipta mætti kjördæmum landsbyggðarinnar upp í smærri kjördæmi og setur spurningamerki við það að Reykjavík sé skipt í tvö kjördæmi. Klippa: Bjarni vill grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni „Ég finn til dæmis fyrir því þegar ég fer um landið að fólki finnst kjördæmin of stór og ef ég nefni þar að skera landsbyggðarkjördæmin upp í tvennt, að tvöfalda fjölda þeirra, fellur það mönnum mjög vel í geð,“ segir Bjarni. „Menn fengju þannig meiri nálægð við sína fulltrúa á þingi og það fyndist mér alveg koma til greina. Eins hérna á höfuðborgarsvæðinu má spyrja sig: hvaða vit er í því að vera með Reykjavík í tveimur kjördæmum? Mér finnst það ekkert sérstaklega praktískt.“ Að færa þingmenn nær fólkinu yrði til góðs Hann segir að verði kjördæmin minnkuð myndi það færa þingmenn nær fólkinu í landinu. „Ég er búinn að mynda mér þá skoðun eftir mörg ár á þingi að þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með í dag sé ekkert svakalega heppilegt. Það var ágætis breyting á sínum tíma en mér finnst komin tími til að taka það upp til endurskoðunar,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið, það þýðir ekkert endilega fleiri þingmenn, sérstaklega ekki ef við förum að hreyfa við atkvæðavæginu. En það myndi færa þingmennina nær fólkinu og yrði til góðs að mínu áliti.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28
Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30
Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30