Treyjusala jókst um 2400% vegna endurkomu Benzema Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 10:00 Benzema mun klæðast frönsku treyjunni í fyrsta sinn í sex ár í sumar. vísir/getty Frakkar eru yfir sig spenntir fyrir Evrópumótinu í fótbolta sem fram fer víðs vegar um Evrópu í sumar. Endurkoma Karim Benzema, leikmanns Real Madrid, í liðið hefur ýtt rækilega undir áhuga á liðinu. Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá árinu 2015 vegna meintrar aðkomu hans að fjárkúgun á þáverandi liðsfélaga hans í landsliðinu, Mathieu Valbuena, þar sem kynlífsmyndband af þeim síðarnefnda á að hafa komið við sögu. Ekki hefur verið dæmt í málinu en vegna málsins var Benzema tekinn út úr landsliðinu og hefur verið útlegð síðan. Þar til nú. Benzema var í 26 manna landsliðshópi Didier Deschamps sem tilkynntur var í vikunni og verður hann því í eldlínunni í sumar. Benzema hefur spilað frábærlega síðustu tvö tímabil með Real Madrid á Spáni og ekki er útilokað að lítill spiltími Olivier Giroud hjá Chelsea, sem hefur verið aðalframherji Frakka síðustu ár, spili þar inn í. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að áhuginn á franska landsliðinu hafi aukist gríðarlega með kalli Benzema í hópinn. Sölur á treyjum liðsins hafi aukist um heil 2400% frá því að tilkynnt var um endurkomu hans. Við það má þó bæta að hinir 25 leikmennirnir sem fara á EM voru tilkynntir samtímis og að franski búningurinn er nýlega kominn á markað. Það mun þó vera spennandi að sjá Benzema í franska búningum á ný í sumar þar sem Frakkar freista þess að leika eigið afrek frá aldamótunum eftir. Frakkar unnu þá HM 1998 og EM 2000 og voru handhafar beggja titla samtímis. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps vann báða þá titla sem leikmaður og fyrirliði liðsins, en hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði mótin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frakka bíður þó strembið verkefni frá upphafi. Þeir eru í F-riðli keppninnar ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala, heimsmeisturum ársins 2014 í Þýskalandi auk Íslandsbana Ungverjalands, sem leika á heimavelli, líkt og Þjóðverjar en riðillinn er leikinn í Búdepest og München dagana 15.-23. júní. Þeir verða allir í beinni útsendingu á stöðvum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá árinu 2015 vegna meintrar aðkomu hans að fjárkúgun á þáverandi liðsfélaga hans í landsliðinu, Mathieu Valbuena, þar sem kynlífsmyndband af þeim síðarnefnda á að hafa komið við sögu. Ekki hefur verið dæmt í málinu en vegna málsins var Benzema tekinn út úr landsliðinu og hefur verið útlegð síðan. Þar til nú. Benzema var í 26 manna landsliðshópi Didier Deschamps sem tilkynntur var í vikunni og verður hann því í eldlínunni í sumar. Benzema hefur spilað frábærlega síðustu tvö tímabil með Real Madrid á Spáni og ekki er útilokað að lítill spiltími Olivier Giroud hjá Chelsea, sem hefur verið aðalframherji Frakka síðustu ár, spili þar inn í. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að áhuginn á franska landsliðinu hafi aukist gríðarlega með kalli Benzema í hópinn. Sölur á treyjum liðsins hafi aukist um heil 2400% frá því að tilkynnt var um endurkomu hans. Við það má þó bæta að hinir 25 leikmennirnir sem fara á EM voru tilkynntir samtímis og að franski búningurinn er nýlega kominn á markað. Það mun þó vera spennandi að sjá Benzema í franska búningum á ný í sumar þar sem Frakkar freista þess að leika eigið afrek frá aldamótunum eftir. Frakkar unnu þá HM 1998 og EM 2000 og voru handhafar beggja titla samtímis. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps vann báða þá titla sem leikmaður og fyrirliði liðsins, en hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði mótin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frakka bíður þó strembið verkefni frá upphafi. Þeir eru í F-riðli keppninnar ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala, heimsmeisturum ársins 2014 í Þýskalandi auk Íslandsbana Ungverjalands, sem leika á heimavelli, líkt og Þjóðverjar en riðillinn er leikinn í Búdepest og München dagana 15.-23. júní. Þeir verða allir í beinni útsendingu á stöðvum Stöðvar 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15