Skoðun

PR-ráðgjöf til Samherja

Sveinn Waage skrifar

Yfirlýsing:

„Ok, við erum í bullinu. Það er nokkuð ljóst. Og öllum ljóst. Nú er mál að linni. Við leggjum spilin á borðið, opnum bókhaldið og endurskoðum öll okkar viðskipti og starfsferla. Við viðurkennum og horfumst í augu við mistök og brot á lögum og reglum. Við svörum til saka og tökum ábyrgð á gjörðum okkar og framkomu. Markmið okkar héðan í frá er að nýta þá auðlind sem okkur er treyst fyrir af skynsemi og ábyrgð, okkar starfsfólki, byggðarlögum og þjóðinni til heilla.“

Já, þetta er hægt. Þetta verður ekki auðvelt í byrjun, mikil tiltekt og sjálfsskoðun en strax mun landslagið breytast, traust og viðhorf færast í rétta átt, að því gefnu að heiðarlegt uppgjör fari fram. Til langtíma mun þessi vegferð skila Samherja árangri í viðskiptum og allri umræðu. Samfélsagsábyrgð, viðskiptahættir og framkoma lögaðila er beintengdur árangri. Það er mikil sammsýni að halda öðru fram. Einnig er það vísindaleg staðreynd í dag að þeir sem leiða fyrirtæki með gleði og auðmýkt, ná betri árangri. Alveg satt.

Bið að heilsa vinum mínum fyrir Norðan. Er í símaskránni.

Bestu kveðjur,

Sveinn Waage,

Dipl.í markaðssamskiptum og almannatengslum frá HR.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×