Eilífðarvélar hins opinbera Hildur Sverrisdóttir skrifar 24. maí 2021 23:00 Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei. Margar eilífðarvélar hafa verið upphugsaðar, þær eru spennandi og sumar mjög hugvitssamlegar, en ég veit ekki til þess að nein þeirra hafi komið að gagni. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir rúmum áratug í upphafi efnahagskreppu. Eitt af því sem varð til þess að ég ákvað að reyna að verða að gagni var orðræðan um að refsa ætti fyrirtækjum sem mest og leysa allan vanda með meiri opinberum útgjöldum. Mér blöskraði þetta, ég var í fyrsta lagi ósammála því að fyrirtækjarekstur væri skammaryrði og upphaf alls ills í samfélaginu. En aðallega skildi ég ekki hvernig við ætluðum að leysa efnahagshalla með enn meiri halla. Staða ríkissjóðs er grafalvarleg í dag en við erum svo lánsöm að hafa byggt upp traustan grunn og höfum alla burði til að komast tiltölulega hratt út úr vandanum ef við högum málum rétt. Samt heyrast aftur raddir um að við eigum að leysa hallann með því að auka opinber útgjöld og, hvort sem þið trúið því eða ekki, fjölga opinberum störfum. Frá svipuðum slóðum heyrast áköll á að stöðva alla þróun í orkumálum, algjöra uppstokkun í sjávarútvegskerfinu og að nóg sé komið af ferðamönnum. Það er sjálfsögð skylda okkar að halda úti öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi og hlúa vel að þeim sem þurfa aðstoð. Ég styð þar valfrelsi og nýsköpun og allar leiðir sem stuðla að betri þjónustu burtséð frá pólitískum kreddum, en það er önnur saga. Fyrst þurfum við nefnilega að átta okkur á því hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er nefnilega staðreynd að ríkið býr ekki til peninga. Fleiri opinber störf skapa vissulega skatttekjur, en þau kosta ríkið miklu meira en þau skila. Það er fólk og hugvitssemi þess sem býr til ávinninginn sem gerir okkur kleift að byggja upp velferðarsamfélag. Fyrirtækin á Íslandi eru almennt rekin af hörkuduglegu fólki sem býr til meira úr minna og skapar ávinning fyrir samfélagið auk allra starfanna sem standa svo undir velferðarkerfinu. Eftir því sem þeim gengur betur því meira er til skiptanna. Það besta sem ríkið getur gert til að stuðla að því er einfaldlega að þvælast ekki fyrir atvinnulífinu meira en þörf krefur. Ef við ætlum hins vegar að fjármagna uppbygginguna framundan með hærri sköttum og fleiri opinberum störfum þá er ansi hætt við að við endum jafn hissa og mennirnir við sílóið á að ekkert gangi að losna við ríkishallann. Eilífðarvélar eru nefnilega ekki til. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei. Margar eilífðarvélar hafa verið upphugsaðar, þær eru spennandi og sumar mjög hugvitssamlegar, en ég veit ekki til þess að nein þeirra hafi komið að gagni. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir rúmum áratug í upphafi efnahagskreppu. Eitt af því sem varð til þess að ég ákvað að reyna að verða að gagni var orðræðan um að refsa ætti fyrirtækjum sem mest og leysa allan vanda með meiri opinberum útgjöldum. Mér blöskraði þetta, ég var í fyrsta lagi ósammála því að fyrirtækjarekstur væri skammaryrði og upphaf alls ills í samfélaginu. En aðallega skildi ég ekki hvernig við ætluðum að leysa efnahagshalla með enn meiri halla. Staða ríkissjóðs er grafalvarleg í dag en við erum svo lánsöm að hafa byggt upp traustan grunn og höfum alla burði til að komast tiltölulega hratt út úr vandanum ef við högum málum rétt. Samt heyrast aftur raddir um að við eigum að leysa hallann með því að auka opinber útgjöld og, hvort sem þið trúið því eða ekki, fjölga opinberum störfum. Frá svipuðum slóðum heyrast áköll á að stöðva alla þróun í orkumálum, algjöra uppstokkun í sjávarútvegskerfinu og að nóg sé komið af ferðamönnum. Það er sjálfsögð skylda okkar að halda úti öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi og hlúa vel að þeim sem þurfa aðstoð. Ég styð þar valfrelsi og nýsköpun og allar leiðir sem stuðla að betri þjónustu burtséð frá pólitískum kreddum, en það er önnur saga. Fyrst þurfum við nefnilega að átta okkur á því hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er nefnilega staðreynd að ríkið býr ekki til peninga. Fleiri opinber störf skapa vissulega skatttekjur, en þau kosta ríkið miklu meira en þau skila. Það er fólk og hugvitssemi þess sem býr til ávinninginn sem gerir okkur kleift að byggja upp velferðarsamfélag. Fyrirtækin á Íslandi eru almennt rekin af hörkuduglegu fólki sem býr til meira úr minna og skapar ávinning fyrir samfélagið auk allra starfanna sem standa svo undir velferðarkerfinu. Eftir því sem þeim gengur betur því meira er til skiptanna. Það besta sem ríkið getur gert til að stuðla að því er einfaldlega að þvælast ekki fyrir atvinnulífinu meira en þörf krefur. Ef við ætlum hins vegar að fjármagna uppbygginguna framundan með hærri sköttum og fleiri opinberum störfum þá er ansi hætt við að við endum jafn hissa og mennirnir við sílóið á að ekkert gangi að losna við ríkishallann. Eilífðarvélar eru nefnilega ekki til. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun