Táningurinn vann 120 milljónir eftir hrun Thompson Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 09:30 Yuka Saso á röltinu með verðlaunagripinn glæsilega. Getty/Santiago Mejia Yuka Saso varð í gær fyrst Filippseyinga til að fagna sigri á risamóti í golfi þegar hún vann Opna bandaríska mótið eftir þriggja holu bráðabana. Saso, sem er aðeins 19 ára gömul, og hin japanska Nasa Hataoka léku hringina fjóra á -4 höggum hvor. Því þurfti bráðabana til að skera úr um sigurvegara, og hvor þeirra fengi eina milljón Bandaríkjadala fyrir efsta sætið, eða jafnvirði 120 milljóna króna. Hataoka fékk tæplega 50 milljónum króna minna fyrir 2. sætið. Saso tryggði sér sigurinn með þriggja metra pútti á þriðju holu bráðabanans og varð þar með annar táningurinn í sögunni til að vinna Opna bandaríska. Hin er Inbee Park sem vann mótið árið 2008. Yuka Saso var ánægð með stuðninginn sem hún fékk frá löndum sínum í Kaliforníu í gær.Getty/Ezra Shaw Byrjaði skelfilega en bætti fyrir það Hin bandaríska Lexi Thompson var í góðum málum fyrir lokadaginn en kastaði frá sér sigrinum á síðustu níu holum mótsins, þar sem hún fékk þrjá skolla og einn skramba. Hún lék síðasta hringinn því á fjórum höggum yfir pari og lauk keppni í 3. sæti, höggi á eftir Saso og Hataoka. Saso fékk sjálf tvo skramba á fyrstu þremur holunum í gær en bjargaði sér fyrir horn og fékk til að mynda tvo fugla á síðustu þremur holunum. „Ég var í raun svolítið niðurdregin,“ sagði Saso um byrjunina á lokahringnum. „En kylfuberinn minn ræddi við mig og sagði: „Haltu bara áfram. Það eru svo margar holur eftir.“ Það gerði ég,“ sagði Saso sem varð atvinnukylfingur í nóvember 2019. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna bandaríska Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Saso, sem er aðeins 19 ára gömul, og hin japanska Nasa Hataoka léku hringina fjóra á -4 höggum hvor. Því þurfti bráðabana til að skera úr um sigurvegara, og hvor þeirra fengi eina milljón Bandaríkjadala fyrir efsta sætið, eða jafnvirði 120 milljóna króna. Hataoka fékk tæplega 50 milljónum króna minna fyrir 2. sætið. Saso tryggði sér sigurinn með þriggja metra pútti á þriðju holu bráðabanans og varð þar með annar táningurinn í sögunni til að vinna Opna bandaríska. Hin er Inbee Park sem vann mótið árið 2008. Yuka Saso var ánægð með stuðninginn sem hún fékk frá löndum sínum í Kaliforníu í gær.Getty/Ezra Shaw Byrjaði skelfilega en bætti fyrir það Hin bandaríska Lexi Thompson var í góðum málum fyrir lokadaginn en kastaði frá sér sigrinum á síðustu níu holum mótsins, þar sem hún fékk þrjá skolla og einn skramba. Hún lék síðasta hringinn því á fjórum höggum yfir pari og lauk keppni í 3. sæti, höggi á eftir Saso og Hataoka. Saso fékk sjálf tvo skramba á fyrstu þremur holunum í gær en bjargaði sér fyrir horn og fékk til að mynda tvo fugla á síðustu þremur holunum. „Ég var í raun svolítið niðurdregin,“ sagði Saso um byrjunina á lokahringnum. „En kylfuberinn minn ræddi við mig og sagði: „Haltu bara áfram. Það eru svo margar holur eftir.“ Það gerði ég,“ sagði Saso sem varð atvinnukylfingur í nóvember 2019. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira