„Þú ert ekki foreldri, þið eruð ekki fjölskylda“ Lúðvík Júlíusson skrifar 8. júní 2021 12:00 Stjórnvöld eru mjög sérstök í barnamálum. Allt á að gera fyrir fjölskyldur. Í stjórnarskrá eru réttindi barna tryggð(1), í lögum eru réttindi fjölskyldna tryggð, í reglum fá fjölskyldur þjónustu og svo framvegis. Alþingi vill gera allt fyrir fjölskyldur Á Alþingi hafa verið samþykkt frumvörp sem gagnast eiga fjölskyldum. Til dæmis leikskólalög, grunnskólalög, lög um þjónustu við fatlað fólk(2), barnasáttmáli SÞ(3)(4) og barnalög(5). Alþingismenn tala oft um nauðsyn þess að aðstoða barnafjölskyldur, hækkun barnabóta, skóla án aðgreiningar og svo framvegis. Allt skal gera fyrir barnafjölskyldur. Samfélagábyrgð og hagaðilar Samfélagsábyrgð vísar til þess að þegar ákvarðanir eru teknar að þá skuli ekki aðeins horfa til eigin nærtækustu hagsmuna heldur líta til allra aðila sem ákvörðunin hefur áhrif á, hvort sem þeir eru tengdir þeim sem tekur ákvörðunina eða ekki.(6) Þegar ákvarðanir eru teknar eða lög eru sett sem varða börn þá eru bæði börn og foreldrar hagaðilar. Það er því samfélagsábyrgð að líta til þess hvaða áhrif ákvörðunin eða lagasetningin hefur á daglegt líf þeirra. Alþingi ætti því að meta áhrif lagasetninga á líf barna og foreldra. Börn eftir skilnað Nú gerist það nokkuð oft að foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa foreldrar að taka ákvörðum um lögheimili barns, forsjá(sameiginleg eða ekki) og umgengni. Þetta eru þrjú atriði sem þarf að taka ákvörðun um. Lögheimili snýst um skráða búsetu í Þjóðskrá og fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera, forsjá snýst um ábyrgð og umgengni um samveru með barni eftir skilnað. Þú ert ekki fjölskylda barnsins Þegar foreldrar skilja þá þurfa foreldrar einnig að ákveða hvort þeirra skuli vera fjölskylda barnsins. Þetta gera þeir oftast óafvitandi. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins er ekki lengur fjölskylda barnsins. Þegar barn fer til foreldris og ættingja sinna þá er það ekki að fara til fjölskyldu sinnar heldur til einhleyps barnslauss einstaklings. Merkilegt. Á Íslandi á 21. öldinni þá getur barn aðeins tilheyrt einni fjölskyldu búi foreldrar ekki saman. Þjónusta til fjölskyldu barnsins Öll þjónusta hins opinbera, réttindi, aðild, stuðningur, aðstoð og fleira sem veita á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglum fer til fjölskyldu barnsins. Það þýðir að annað foreldrið er án allra réttinda og barnið er í lakari stöðu á því heimili en börn almennt. Leyfi til að vera með þýðir ekki það sama og hafa réttindi. Oft mega báðir foreldrar vera með en þegar á reynir þá eru engin lög sem tryggja þátttöku þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins þrátt fyrir að forsjá sé sameiginleg. Það er ekki talin stjórnvaldsákvörðun að útiloka annað foreldri barnsins. Þetta telja stjórnvöld og eftirlitsaðilar vera í lagi. „Þú ert ekki foreldri barnsins, þú ert ekki fjölskylda barnsins“ Þegar foreldri barns með mikla fötlun(andlega og/eða líkamlega) óskar eftir aðgangi að málastjóra/tengilið, þjónustu, stuðningi, aðild og að fá upplýsingar með eðlilegum hætti þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki foreldri barnsins.“ Þegar foreldrið segir að það sé nú foreldri samkvæmt barnalögum(5) þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki fjölskylda barnsins.“ Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis hafa ekki gagnrýnt þessa túlkun stjórnvalda. Aldrei er litið til þarfa barnsins, til réttinda barnsins, til stjórnarskrárinnar, laga eða barnasáttmála SÞ. Þetta virðast marklaus plögg þegar kemur að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum. Réttindi fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum eru því mun lakari en annarra barna. Staðan er næstum því vonlaus. Styrkur foreldris Treysta þarf á styrk, úthald, úrræðasemi og getu foreldra til að aðstoða barnið því enga aðstoð er að fá. Barnið er sett í geymslu í hvert skipti sem það fer í umgengni. Þetta finnst alþingismönnum almennt bara fínt. Getur einhver sagt mér hvernig þetta getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvernig svona framkoma getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvað er barnvænt við þetta? Hvað ef foreldri getur ekki sinnt barni sínu án aðstoðar? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn flokkur á þingi vill breyta þessu og vinna í þágu barna? Nú er tækifæri til breytinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna“.(7) Með því að bæta við skilgreiningu um foreldra í lögunum sem þá sem fara með „forsjá barna sinna eða hafa reglulega umgengni“ þá fá öll börn fá viðeigandi stuðning, allir foreldrar fá að styðja barnið sitt og barn verður þungamiðja þjónustu. Ég skora á þingmenn að taka frumkvæðið, setja börn í fyrsta sætið og í þungamiðju þjónustu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru mjög sérstök í barnamálum. Allt á að gera fyrir fjölskyldur. Í stjórnarskrá eru réttindi barna tryggð(1), í lögum eru réttindi fjölskyldna tryggð, í reglum fá fjölskyldur þjónustu og svo framvegis. Alþingi vill gera allt fyrir fjölskyldur Á Alþingi hafa verið samþykkt frumvörp sem gagnast eiga fjölskyldum. Til dæmis leikskólalög, grunnskólalög, lög um þjónustu við fatlað fólk(2), barnasáttmáli SÞ(3)(4) og barnalög(5). Alþingismenn tala oft um nauðsyn þess að aðstoða barnafjölskyldur, hækkun barnabóta, skóla án aðgreiningar og svo framvegis. Allt skal gera fyrir barnafjölskyldur. Samfélagábyrgð og hagaðilar Samfélagsábyrgð vísar til þess að þegar ákvarðanir eru teknar að þá skuli ekki aðeins horfa til eigin nærtækustu hagsmuna heldur líta til allra aðila sem ákvörðunin hefur áhrif á, hvort sem þeir eru tengdir þeim sem tekur ákvörðunina eða ekki.(6) Þegar ákvarðanir eru teknar eða lög eru sett sem varða börn þá eru bæði börn og foreldrar hagaðilar. Það er því samfélagsábyrgð að líta til þess hvaða áhrif ákvörðunin eða lagasetningin hefur á daglegt líf þeirra. Alþingi ætti því að meta áhrif lagasetninga á líf barna og foreldra. Börn eftir skilnað Nú gerist það nokkuð oft að foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa foreldrar að taka ákvörðum um lögheimili barns, forsjá(sameiginleg eða ekki) og umgengni. Þetta eru þrjú atriði sem þarf að taka ákvörðun um. Lögheimili snýst um skráða búsetu í Þjóðskrá og fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera, forsjá snýst um ábyrgð og umgengni um samveru með barni eftir skilnað. Þú ert ekki fjölskylda barnsins Þegar foreldrar skilja þá þurfa foreldrar einnig að ákveða hvort þeirra skuli vera fjölskylda barnsins. Þetta gera þeir oftast óafvitandi. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins er ekki lengur fjölskylda barnsins. Þegar barn fer til foreldris og ættingja sinna þá er það ekki að fara til fjölskyldu sinnar heldur til einhleyps barnslauss einstaklings. Merkilegt. Á Íslandi á 21. öldinni þá getur barn aðeins tilheyrt einni fjölskyldu búi foreldrar ekki saman. Þjónusta til fjölskyldu barnsins Öll þjónusta hins opinbera, réttindi, aðild, stuðningur, aðstoð og fleira sem veita á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglum fer til fjölskyldu barnsins. Það þýðir að annað foreldrið er án allra réttinda og barnið er í lakari stöðu á því heimili en börn almennt. Leyfi til að vera með þýðir ekki það sama og hafa réttindi. Oft mega báðir foreldrar vera með en þegar á reynir þá eru engin lög sem tryggja þátttöku þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins þrátt fyrir að forsjá sé sameiginleg. Það er ekki talin stjórnvaldsákvörðun að útiloka annað foreldri barnsins. Þetta telja stjórnvöld og eftirlitsaðilar vera í lagi. „Þú ert ekki foreldri barnsins, þú ert ekki fjölskylda barnsins“ Þegar foreldri barns með mikla fötlun(andlega og/eða líkamlega) óskar eftir aðgangi að málastjóra/tengilið, þjónustu, stuðningi, aðild og að fá upplýsingar með eðlilegum hætti þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki foreldri barnsins.“ Þegar foreldrið segir að það sé nú foreldri samkvæmt barnalögum(5) þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki fjölskylda barnsins.“ Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis hafa ekki gagnrýnt þessa túlkun stjórnvalda. Aldrei er litið til þarfa barnsins, til réttinda barnsins, til stjórnarskrárinnar, laga eða barnasáttmála SÞ. Þetta virðast marklaus plögg þegar kemur að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum. Réttindi fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum eru því mun lakari en annarra barna. Staðan er næstum því vonlaus. Styrkur foreldris Treysta þarf á styrk, úthald, úrræðasemi og getu foreldra til að aðstoða barnið því enga aðstoð er að fá. Barnið er sett í geymslu í hvert skipti sem það fer í umgengni. Þetta finnst alþingismönnum almennt bara fínt. Getur einhver sagt mér hvernig þetta getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvernig svona framkoma getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvað er barnvænt við þetta? Hvað ef foreldri getur ekki sinnt barni sínu án aðstoðar? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn flokkur á þingi vill breyta þessu og vinna í þágu barna? Nú er tækifæri til breytinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna“.(7) Með því að bæta við skilgreiningu um foreldra í lögunum sem þá sem fara með „forsjá barna sinna eða hafa reglulega umgengni“ þá fá öll börn fá viðeigandi stuðning, allir foreldrar fá að styðja barnið sitt og barn verður þungamiðja þjónustu. Ég skora á þingmenn að taka frumkvæðið, setja börn í fyrsta sætið og í þungamiðju þjónustu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun