„Make JL-húsið Great Again“ Snorri Másson skrifar 12. júní 2021 07:30 Árni Kristjánsson, Bragi Ægisson og Haukur Már Gestsson, þrír eigenda Skor í JL-húsinu. Aðsend mynd Rekstur er hafinn á enn einum pílustaðnum á höfuðborgarsvæðinu, sem út af fyrir sig væri ekki í frásögur færandi enda spretta þeir upp eins og gorkúlur nú um mundir. Pílubarinn Skor er hins vegar boðberi nýrra tíma að því leyti að eigendur hans ákváðu að koma honum á kopp í JL-húsinu við Hringbraut, á gríðarstórri jarðhæð sem staðið hefur auð í nokkur ár. „Ég held að þetta JL-hús sé bara mjög vanmetið. Ég held að það hafi kannski verið einhver neikvæðni í garð hússins en hún á ekki rétt á sér,“ segir Bragi Ægisson, framkvæmdastjóri 0101 ehf., sem rekur Skor. Það eru allir í pílu.Aðsend mynd „Nú er bara að Make JL-húsið Great Again,“ segir Bragi, sem býður einnig upp á karókí í rýminu. Áður var Skor í tímabundnu húsnæði á Hafnartorgi. Á árum áður var verslun Nóatúns lengi í húsnæðinu, alveg þar til hótelið Oddsson tók við og var með móttöku og veitingastað í rýminu. Frá dögum Oddsson eru enn innréttingar fyrir karókí, sem eru færðar í nyt í nýrri starfsemi. Hótelið hætti starfsemi á staðnum 2018. „Pílan er náttúrulega búin að vera vinsæl. Að mörgu leyti er það vegna sjónvarpsins. En hérna er þetta ekki endilega bara pílan. Þetta er bara stemning sem hentar vel fyrir hópa,“ segir Bragi. Cariokeí-málið Hóparnir finna sig einmitt einnig í karókí, eða „cariokeí“, eins og stendur utan á staðnum. Sá ritháttur hefur farið öfugt ofan í suma. Bragi: „Er þetta ekki skrifað svona? Þetta var okkar besta gisk, alla vega.“ „Við erum að tala um cariokeí,“ sagði maðurinn. Bragi útskýrir að enginn viti hvernig eigi að skrifa karókí en á það má benda að íslensk orðabók talar um „karókí“. En eigi óhefðbundinn rithátturinn að vekja athygli í þessu tilviki, hefur það ætlunarverk tekist. Staðurinn opnaði í síðustu viku og var fullur alla helgi eins og mátti búast við af Íslendingum í afléttingarfasa eftir fimbulvetur. Bragi og félagar vilja hreiðra almennilega um sig í JL-húsinu og ætla að stækka staðinn hægt og rólega, enda nægt svigrúm innan rýmisins til slíks. HVERS KONAR GLÆPUR ER ÞETTA? CARIOKEÍ? Ég er traumatized. pic.twitter.com/5ZrqOZQJS0— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) June 6, 2021 Reykjavík Pílukast Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45 XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Pílubarinn Skor er hins vegar boðberi nýrra tíma að því leyti að eigendur hans ákváðu að koma honum á kopp í JL-húsinu við Hringbraut, á gríðarstórri jarðhæð sem staðið hefur auð í nokkur ár. „Ég held að þetta JL-hús sé bara mjög vanmetið. Ég held að það hafi kannski verið einhver neikvæðni í garð hússins en hún á ekki rétt á sér,“ segir Bragi Ægisson, framkvæmdastjóri 0101 ehf., sem rekur Skor. Það eru allir í pílu.Aðsend mynd „Nú er bara að Make JL-húsið Great Again,“ segir Bragi, sem býður einnig upp á karókí í rýminu. Áður var Skor í tímabundnu húsnæði á Hafnartorgi. Á árum áður var verslun Nóatúns lengi í húsnæðinu, alveg þar til hótelið Oddsson tók við og var með móttöku og veitingastað í rýminu. Frá dögum Oddsson eru enn innréttingar fyrir karókí, sem eru færðar í nyt í nýrri starfsemi. Hótelið hætti starfsemi á staðnum 2018. „Pílan er náttúrulega búin að vera vinsæl. Að mörgu leyti er það vegna sjónvarpsins. En hérna er þetta ekki endilega bara pílan. Þetta er bara stemning sem hentar vel fyrir hópa,“ segir Bragi. Cariokeí-málið Hóparnir finna sig einmitt einnig í karókí, eða „cariokeí“, eins og stendur utan á staðnum. Sá ritháttur hefur farið öfugt ofan í suma. Bragi: „Er þetta ekki skrifað svona? Þetta var okkar besta gisk, alla vega.“ „Við erum að tala um cariokeí,“ sagði maðurinn. Bragi útskýrir að enginn viti hvernig eigi að skrifa karókí en á það má benda að íslensk orðabók talar um „karókí“. En eigi óhefðbundinn rithátturinn að vekja athygli í þessu tilviki, hefur það ætlunarverk tekist. Staðurinn opnaði í síðustu viku og var fullur alla helgi eins og mátti búast við af Íslendingum í afléttingarfasa eftir fimbulvetur. Bragi og félagar vilja hreiðra almennilega um sig í JL-húsinu og ætla að stækka staðinn hægt og rólega, enda nægt svigrúm innan rýmisins til slíks. HVERS KONAR GLÆPUR ER ÞETTA? CARIOKEÍ? Ég er traumatized. pic.twitter.com/5ZrqOZQJS0— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) June 6, 2021
Reykjavík Pílukast Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45 XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45
XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16