Hættum að rífast og byrjum að vinna Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. júní 2021 10:31 Álag á samgöngukerfið á Íslandi hefur aukist mikið á síðasta áratug en sérfræðingar hafa nú greint flæði umferðar, skipulags- og uppbyggingaráætlanir og lagt fram heildaráætlun sem birtist í höfuðborgarsáttmálanum sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu ásamt ríkinu. Í sáttmálanum er horft til ljósastýringar, stofnvegaframkvæmda, eflingu almenningssamgangan og hjólreiðastíga. Heildstæð lausn sem mun gagnast okkur öllum. Sundabraut er ekki hluti af höfuðborgarsáttmálanum en er engu að síður mikilvæg samgöngubót bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. Minna kolefnisfótspor með Sundabraut Sundabraut styttir vegalengdina á milli Kjalarness og miðborgarinnar og bætir umferðaraðgengi frá Vestur- og Norðurlandi að borginni. Þá léttir Sundabraut á umferð um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ. Sundabraut sparar akstur og þungaflutninga og mun þannig spara kolefnisfótspor. Hún er mikilvæg tenging við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins og með henni verður til bætt tenging Grafarvogshverfis við gatnakerfi borgarinnar og töluvert myndi draga úr álagi um Ártúnsbrekku. Einkaframkvæmd er eina lausnin Kostnaður við Sundabraut er áætlaður á bilinu 70-80 milljarðar og til samanburðar eru heildarframlög til Vegagerðarinnar 30 milljarðar, þar með taldir innviðir í flugi, siglingum og vegakerfi. Það er því algjörlega óraunhæft að ætla að hægt sé að taka 70-80 milljarða, til að leggja Sundabraut, úr ríkissjóði. Það myndi kalla á að ekkert annað yrði gert í viðhaldi eða uppbyggingu annarra samgöngumannvirkja eða að fjármagn yrði tekið úr öðrum mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, löggæslu o.s.frv. Hér þarf einfaldlega aðrar lausnir. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Í mörg ár hefur verið bent á möguleika á samstarfsverkefni einkaaðila og hins opinbera, svokölluð PPP-verkefni, og eru Hvalfjarðargöng besta dæmið um slíkt. Ég lagði ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktun þar sem lagt er til að Sundabraut verði boðin út í einkaframkvæmd og er sannfærð um að það sé raunhæf leið til að sjá þessa samgöngubót verða að veruleika. Ég er sannfærð um að lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar sem horfa til lengri tíma telji Sundabraut arðbæran og álitlegan fjárfestingakost. Hættum að rífast um þetta og byrjum að vinna! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri dagana 10.-12. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Álag á samgöngukerfið á Íslandi hefur aukist mikið á síðasta áratug en sérfræðingar hafa nú greint flæði umferðar, skipulags- og uppbyggingaráætlanir og lagt fram heildaráætlun sem birtist í höfuðborgarsáttmálanum sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu ásamt ríkinu. Í sáttmálanum er horft til ljósastýringar, stofnvegaframkvæmda, eflingu almenningssamgangan og hjólreiðastíga. Heildstæð lausn sem mun gagnast okkur öllum. Sundabraut er ekki hluti af höfuðborgarsáttmálanum en er engu að síður mikilvæg samgöngubót bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. Minna kolefnisfótspor með Sundabraut Sundabraut styttir vegalengdina á milli Kjalarness og miðborgarinnar og bætir umferðaraðgengi frá Vestur- og Norðurlandi að borginni. Þá léttir Sundabraut á umferð um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ. Sundabraut sparar akstur og þungaflutninga og mun þannig spara kolefnisfótspor. Hún er mikilvæg tenging við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins og með henni verður til bætt tenging Grafarvogshverfis við gatnakerfi borgarinnar og töluvert myndi draga úr álagi um Ártúnsbrekku. Einkaframkvæmd er eina lausnin Kostnaður við Sundabraut er áætlaður á bilinu 70-80 milljarðar og til samanburðar eru heildarframlög til Vegagerðarinnar 30 milljarðar, þar með taldir innviðir í flugi, siglingum og vegakerfi. Það er því algjörlega óraunhæft að ætla að hægt sé að taka 70-80 milljarða, til að leggja Sundabraut, úr ríkissjóði. Það myndi kalla á að ekkert annað yrði gert í viðhaldi eða uppbyggingu annarra samgöngumannvirkja eða að fjármagn yrði tekið úr öðrum mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, löggæslu o.s.frv. Hér þarf einfaldlega aðrar lausnir. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Í mörg ár hefur verið bent á möguleika á samstarfsverkefni einkaaðila og hins opinbera, svokölluð PPP-verkefni, og eru Hvalfjarðargöng besta dæmið um slíkt. Ég lagði ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktun þar sem lagt er til að Sundabraut verði boðin út í einkaframkvæmd og er sannfærð um að það sé raunhæf leið til að sjá þessa samgöngubót verða að veruleika. Ég er sannfærð um að lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar sem horfa til lengri tíma telji Sundabraut arðbæran og álitlegan fjárfestingakost. Hættum að rífast um þetta og byrjum að vinna! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri dagana 10.-12. júní.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun