Gerendameðvirkni Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 14. júní 2021 17:30 Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi. Við erum alin upp í gerendameðvirkni. Við erum alin upp við að hugsa að gott fólk geri ekki vonda hluti. En staðreyndin er sú að allir, séu þeir í ákveðnum aðstæðum, eru færir um vonda hluti. Við erum fljót að stökkva til og dæma, breyta fólki í skrímsli en það er hættulegt. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og þegar við gerum okkur grein fyrir þessari skrímslavæðingu okkar getum við farið að takast almennilega á við það. Ef við dæmum fólk skrímsli vegna gjörða sinna eiga vinir og vandamenn þeirra erfiðara með að taka undir að þau hafi gert eitthvað rangt. Við þurfum að hætta að hylma yfir með fólki og sætta okkur við að fólkið okkar getur gert eitthvað af sér. Við erum öll fær um ofbeldi. Ég held að það verði auðveldara að láta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og að samborgarar hætti að reyna að hylma yfir og réttlæta gjörðir þeirra af því að þetta er ,,venjulega” svo gott fólk. Ég held líka að um leið og við förum almennt að krefjast þess að fólk beri ábyrgð og takist á við afleiðingar þess að beita ofbeldi að þá muni ofbeldið minnka. Við þurfum gagngera kerfis- og hugsanabreytingu. Við þurfum að átta okkur á að gott fólk getur verið vont líka. Við þurfum að átta okkur á að lífið er ekki svart og hvítt. Við þurfum að takast á við ofbeldi og afleiðingar þess og ekki byrja að vorkenna öllum nema þolandanum. Menn eru fljótir að vorkenna gerandanum og fólkinu hans fyrir fyrir að mannorðið hafi beðið hnekki en vorkenna ekki manneskju sem hefur orðið fyrir ofbeldi heldur líta jafnvel á hana sem skítuga og viðbjóðslega og líta á allar ásakanir sem uppspuna og lygar. Þótt ástvinur þinn beiti einhvern ofbeldi þá gerir það hann ekki að skrímsli, hann er ennþá ástvinur þinn. Þér má þykja vænt um hann. En ástvinur þinn þarf samt að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Annars verða engar breytingar og ofbeldi heldur áfram að dafna og grassera. Ég trúi þolendum. Ég vil að við trúum öll þolendum og því að þó menn séu góðir yfirleitt þá geti þeir líka beitt ofbeldi. Við í sósíalistaflokknum viljum gagngera kerfisbreytingu. Við viljum þolendavænna kerfi og viljum meðal annars setja á laggirnar ofbeldiseftirlit. Kenna fólki að taka eftir ofbeldi í kringum sig. Hjálpa fólki að átta sig á að það er „venjulegt“ fólk sem beitir ofbeldi. Eins og segir í lokaorðum stefnunnar þá er þetta „hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“ Stjórnmálaflokkar geta ekki breytt því hvernig fólk hugsar eða hegðar sér en þeir geta breytt kerfinu og hvernig það virkar. Ofbeldi er alltaf óásættanlegt en við þurfum að átta okkur á því að það eru ekki bara skrímsli sem beita ofbeldi. Þetta er fólk í kringum okkur. Fólk sem við þekkjum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi. Við erum alin upp í gerendameðvirkni. Við erum alin upp við að hugsa að gott fólk geri ekki vonda hluti. En staðreyndin er sú að allir, séu þeir í ákveðnum aðstæðum, eru færir um vonda hluti. Við erum fljót að stökkva til og dæma, breyta fólki í skrímsli en það er hættulegt. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og þegar við gerum okkur grein fyrir þessari skrímslavæðingu okkar getum við farið að takast almennilega á við það. Ef við dæmum fólk skrímsli vegna gjörða sinna eiga vinir og vandamenn þeirra erfiðara með að taka undir að þau hafi gert eitthvað rangt. Við þurfum að hætta að hylma yfir með fólki og sætta okkur við að fólkið okkar getur gert eitthvað af sér. Við erum öll fær um ofbeldi. Ég held að það verði auðveldara að láta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og að samborgarar hætti að reyna að hylma yfir og réttlæta gjörðir þeirra af því að þetta er ,,venjulega” svo gott fólk. Ég held líka að um leið og við förum almennt að krefjast þess að fólk beri ábyrgð og takist á við afleiðingar þess að beita ofbeldi að þá muni ofbeldið minnka. Við þurfum gagngera kerfis- og hugsanabreytingu. Við þurfum að átta okkur á að gott fólk getur verið vont líka. Við þurfum að átta okkur á að lífið er ekki svart og hvítt. Við þurfum að takast á við ofbeldi og afleiðingar þess og ekki byrja að vorkenna öllum nema þolandanum. Menn eru fljótir að vorkenna gerandanum og fólkinu hans fyrir fyrir að mannorðið hafi beðið hnekki en vorkenna ekki manneskju sem hefur orðið fyrir ofbeldi heldur líta jafnvel á hana sem skítuga og viðbjóðslega og líta á allar ásakanir sem uppspuna og lygar. Þótt ástvinur þinn beiti einhvern ofbeldi þá gerir það hann ekki að skrímsli, hann er ennþá ástvinur þinn. Þér má þykja vænt um hann. En ástvinur þinn þarf samt að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Annars verða engar breytingar og ofbeldi heldur áfram að dafna og grassera. Ég trúi þolendum. Ég vil að við trúum öll þolendum og því að þó menn séu góðir yfirleitt þá geti þeir líka beitt ofbeldi. Við í sósíalistaflokknum viljum gagngera kerfisbreytingu. Við viljum þolendavænna kerfi og viljum meðal annars setja á laggirnar ofbeldiseftirlit. Kenna fólki að taka eftir ofbeldi í kringum sig. Hjálpa fólki að átta sig á að það er „venjulegt“ fólk sem beitir ofbeldi. Eins og segir í lokaorðum stefnunnar þá er þetta „hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“ Stjórnmálaflokkar geta ekki breytt því hvernig fólk hugsar eða hegðar sér en þeir geta breytt kerfinu og hvernig það virkar. Ofbeldi er alltaf óásættanlegt en við þurfum að átta okkur á því að það eru ekki bara skrímsli sem beita ofbeldi. Þetta er fólk í kringum okkur. Fólk sem við þekkjum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun