Vann sitt fyrsta risamót tveimur vikum eftir að hafa greinst með veiruna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 07:30 Jon Rahm fagnar. Hann er fyrsti Spánverjinn sem vinnur Opna bandaríska meistaramótið í golfi. getty/Keyur Khamar Jon Rahm hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti á ferlinum. Aðeins þrjár vikur eru síðan Rahm þurfti að draga sig úr keppni á Memorial mótinu eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Hann fékk að vita af því á lokaholunni en hann var þá með sex högga forystu. Rahm sýndi mikla yfirvegun á lokahring mótsins í gær og tapaði ekki höggi á seinni níu holunum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugla á síðustu tveimur holunum. Hann er fyrsti sigurvegarinn á Opna bandaríska sem afrekar það síðan Tom Watson 1982. An absolutely LEGENDARY finish!@JonRahmPGA closes birdie-birdie on 17 and 18 to become the 121st #USOpen champion! pic.twitter.com/pfKmYlIAYe— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 21, 2021 Rahm lauk leik á sex höggum undir pari, einu höggi á undan Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen. Þetta er annað risamótið í röð þar sem hann endar í 2. sæti en hann varð einnig annar á PGA meistaramótinu í síðasta mánuði. Rahm, sem er 26 ára, er fyrsti Spánverjinn sem vinnur Opna bandaríska. Hann tileinkaði landa sínum, Seve Ballesteros heitnum, sigurinn en hann vann fimm risamót á ferlinum. Opna bandaríska fór fram á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu. Rahm vann sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á sama velli fyrir fjórum árum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna bandaríska Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aðeins þrjár vikur eru síðan Rahm þurfti að draga sig úr keppni á Memorial mótinu eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Hann fékk að vita af því á lokaholunni en hann var þá með sex högga forystu. Rahm sýndi mikla yfirvegun á lokahring mótsins í gær og tapaði ekki höggi á seinni níu holunum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugla á síðustu tveimur holunum. Hann er fyrsti sigurvegarinn á Opna bandaríska sem afrekar það síðan Tom Watson 1982. An absolutely LEGENDARY finish!@JonRahmPGA closes birdie-birdie on 17 and 18 to become the 121st #USOpen champion! pic.twitter.com/pfKmYlIAYe— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 21, 2021 Rahm lauk leik á sex höggum undir pari, einu höggi á undan Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen. Þetta er annað risamótið í röð þar sem hann endar í 2. sæti en hann varð einnig annar á PGA meistaramótinu í síðasta mánuði. Rahm, sem er 26 ára, er fyrsti Spánverjinn sem vinnur Opna bandaríska. Hann tileinkaði landa sínum, Seve Ballesteros heitnum, sigurinn en hann vann fimm risamót á ferlinum. Opna bandaríska fór fram á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu. Rahm vann sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á sama velli fyrir fjórum árum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira