Orð og kyn Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 24. júní 2021 14:15 Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. Það er margt skrýtið í þessari grein og margar þversagnirnar. Kristján fjallar einkum um svonefndan nýfemínisma sem hann segir vera öfgatrú sem reyni m.a. að afbaka málið og ráðast að körlum, m.a. með því að „grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl.“ Og karlinn virðist skekinn því hann heldur áfram og segir að „reynt er að gera lítið úr heimi karlaveldisins.“ Það er ekki auðvelt að skilja hvað Kristjáni þykir miður við að ryk sé dustað af stöku konu sem hefur legið í láginni. Kristján segist hallur undir kynjatvíhyggju: „Hugmyndin um að kasta kynjatvíhyggju á glæ og taka upp eitthvað annað, er alltaf dæmd til að mistakast.“ Hann færir rök fyrir skoðun sinni með því að nefna hefðbundin kynhlutverk, og tekur þar dæmi af foreldrum sínum sem hefðu aldrei getað leikið hlutverk hvors annars. Ég get einnig vel tekið dæmi af foreldrum mínum sem voru fædd 1920 og 1921. Hún var mjög skýr verkaskiptingin á heimilinu og meira að segja svo að pabbi vissi ekki hvar fötin hans voru geymd í skápunum. Þegar mamma var orðin veikburða gekk hann í öll hennar störf, eldaði, skúraði og sá um þvottinn og fórst það nokkuð vel úr hendi. En það er víst furðusaga, segir Kristján, „að kynhlutverk þurfi ekki að vera til.“ Þá er komið að máli málanna og það sem ég gapti mest yfir en það er umfjöllun Kristjáns um orðræðuna. Hann virðist æfur yfir því að konur séu að reyna að breyta henni. Hann er stóryrtur og kallar þetta m.a. heimskulega kvenvæðingu. Enn er vegið að „heimi karlaveldisins“ sem Kristjáni er mjög annt um. Hann segir að „með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið.“ Þetta er undarlegt sjónarhorn. Það er ævinlega verið að smíða nýyrði, ljá gömlum orðum nýja merkingu, taka orð úr öðrum tungumálum og laga þau að okkar málkerfi auk þess að notaðar eru slettur og slangur. Íslenskan er lifandi tungumál sem tekur breytingum og lagar sig að nýjum tímum. Það þykir eðlileg þróun. „Hugsunin heldur sínu striki“, segir Kristján en hugsuninni þarf að finna búning orða. Ef tungumálið gagnast ekki notendum þá telst það dautt og ónothæft. Málið þjónar notendum sem geta notað það að vild og leikið sér með það, líkt og Skerjafjarðarskáldið er nú þekkt af. Sjálfsagt vonar Kristján að ljóð hans hrífi, að ádeilan skili sér og hafi áhrif. Tungumálið er nefnilega valdatæki og því skiptir miklu hvernig það er notað. Það vill svo til að íslenskan er afar karllægt tungumál og því kalla breyttir tímar, þar sem konur og kynsegin hafa fengið meira rými, á breytingar á tungumálinu. Á einum stað í grein Kristjáns segir hann að heiminum verði breytt með „virðingu, umburðarlyndi, jafnrétti, réttlátri skiptingu og sanngirni.“ Það verður þó ekki sagt að grein hans beri merki þessa. Þvert á móti opinberar hann íhaldssamar og forpokaðar skoðanir þar sem hann dásamar kynjatvíhyggju og hefðbundin kynhlutverk í heimi karlaveldis sem hvergi má raska. Lokaorð Kristjáns eru þó ágæt, þar sem hann segir að heiminum verði ekki breytt með nöldri um orð og kyn. Það má sannarlega til sanns vegar færa og hefði Kristján vel mátt fara að eigin ráðleggingum og sleppa þessu nöldri sínu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Íslensk tunga Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. Það er margt skrýtið í þessari grein og margar þversagnirnar. Kristján fjallar einkum um svonefndan nýfemínisma sem hann segir vera öfgatrú sem reyni m.a. að afbaka málið og ráðast að körlum, m.a. með því að „grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl.“ Og karlinn virðist skekinn því hann heldur áfram og segir að „reynt er að gera lítið úr heimi karlaveldisins.“ Það er ekki auðvelt að skilja hvað Kristjáni þykir miður við að ryk sé dustað af stöku konu sem hefur legið í láginni. Kristján segist hallur undir kynjatvíhyggju: „Hugmyndin um að kasta kynjatvíhyggju á glæ og taka upp eitthvað annað, er alltaf dæmd til að mistakast.“ Hann færir rök fyrir skoðun sinni með því að nefna hefðbundin kynhlutverk, og tekur þar dæmi af foreldrum sínum sem hefðu aldrei getað leikið hlutverk hvors annars. Ég get einnig vel tekið dæmi af foreldrum mínum sem voru fædd 1920 og 1921. Hún var mjög skýr verkaskiptingin á heimilinu og meira að segja svo að pabbi vissi ekki hvar fötin hans voru geymd í skápunum. Þegar mamma var orðin veikburða gekk hann í öll hennar störf, eldaði, skúraði og sá um þvottinn og fórst það nokkuð vel úr hendi. En það er víst furðusaga, segir Kristján, „að kynhlutverk þurfi ekki að vera til.“ Þá er komið að máli málanna og það sem ég gapti mest yfir en það er umfjöllun Kristjáns um orðræðuna. Hann virðist æfur yfir því að konur séu að reyna að breyta henni. Hann er stóryrtur og kallar þetta m.a. heimskulega kvenvæðingu. Enn er vegið að „heimi karlaveldisins“ sem Kristjáni er mjög annt um. Hann segir að „með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið.“ Þetta er undarlegt sjónarhorn. Það er ævinlega verið að smíða nýyrði, ljá gömlum orðum nýja merkingu, taka orð úr öðrum tungumálum og laga þau að okkar málkerfi auk þess að notaðar eru slettur og slangur. Íslenskan er lifandi tungumál sem tekur breytingum og lagar sig að nýjum tímum. Það þykir eðlileg þróun. „Hugsunin heldur sínu striki“, segir Kristján en hugsuninni þarf að finna búning orða. Ef tungumálið gagnast ekki notendum þá telst það dautt og ónothæft. Málið þjónar notendum sem geta notað það að vild og leikið sér með það, líkt og Skerjafjarðarskáldið er nú þekkt af. Sjálfsagt vonar Kristján að ljóð hans hrífi, að ádeilan skili sér og hafi áhrif. Tungumálið er nefnilega valdatæki og því skiptir miklu hvernig það er notað. Það vill svo til að íslenskan er afar karllægt tungumál og því kalla breyttir tímar, þar sem konur og kynsegin hafa fengið meira rými, á breytingar á tungumálinu. Á einum stað í grein Kristjáns segir hann að heiminum verði breytt með „virðingu, umburðarlyndi, jafnrétti, réttlátri skiptingu og sanngirni.“ Það verður þó ekki sagt að grein hans beri merki þessa. Þvert á móti opinberar hann íhaldssamar og forpokaðar skoðanir þar sem hann dásamar kynjatvíhyggju og hefðbundin kynhlutverk í heimi karlaveldis sem hvergi má raska. Lokaorð Kristjáns eru þó ágæt, þar sem hann segir að heiminum verði ekki breytt með nöldri um orð og kyn. Það má sannarlega til sanns vegar færa og hefði Kristján vel mátt fara að eigin ráðleggingum og sleppa þessu nöldri sínu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun