Opna 800 fermetra rafíþróttahöll við Hallveigarstíg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 10:01 Rafíróttahöllin Heimavöllur verður til húsa í kjallaranum að Hallveigarstíg 1. Geirix/Getty Reynsluboltar úr atvinnulífinu hafa sameinað krafta sína í opnun nýs rafíþróttastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Boðið verður upp á aðstöðu til æfinga, keppni og skemmtun í rafíþróttum, ásamt bar þar sem hægt verður að fylgjast með stærstu rafíþróttamótum heims. Staðurinn verður til húsa á Hallveigarstíg 1 og mun bera nafnið Heimavöllur. Staðurinn verður í kjallaranum á Hallveigarstíg, þar sem áður var veislusalur, og standa nú yfir miklar framkvæmdir við breytingar á staðnum. „Draumurinn er að opna í haust og við erum að vinna á fullu að því,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar. „Það er búið að bæta aðgengið að kjallaranum þannig að það verður aðgengi fyrir alla. Það eru tveir salir í kjallaranum sem við erum að taka við. Barinn er í sérrými, innst inni í rýminu þannig að barinn verður ekki í sama rými og tölvurnar,“ segir Gunnar. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar.Aðsend/ Geirix Að stofnun Heimavallar koma margir reynsluboltar úr atvinnulífinu, þar á meðal Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Heimavallar og eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ. Með honum í stjórn eru Melína Kolka Guðmundsdóttir, varaformaður Rafíþróttasamtaka Íslands og stofnandi Tölvuleikjasambands íslenskra kvenna, Gestur Pétursson forstjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera. Gunnar segir mikla þörf á nýrri aðstöðu fyrir rafíþróttasamfélagið enda séu öll rafíþróttafélög á Íslandi sprungin utan af sér og víða séu langir biðlistar. „Það hefur verið eftirspurn eftir því að bæði íþróttafélög og einstaklingar geti komist í alvöru aðstöðu til að spila í þægilegu andrúmslofti og vonandi keppa seinna meir,“ segir Gunnar. Býst við mikilli aukningu í rafíþróttaiðkun Hann segir markmiðið að vinna með sem flestum íþróttafélögum og bjóða þeim að koma og nýta aðstöðuna hjá Heimavelli. Stefnt er að því að hundrað tölvur verði á staðnum, bæði í lokuðum og opnum rýmum, svo hægt sé að bæði æfa og spila frjálst. „Eins og staðan er í dag er engin aðstaða til að æfa rafíþróttir af einhverri alvöru hérna heima. Íþróttafélögin hafa flest kannski verið með tíu til tuttugu tölvur og það að geta komist inn í rými þar sem pláss er fyrir fleiri og fleiri æfingar í einu getur orðið bylting hérna heima,“ segir Gunnar. Gunnar telur að mikil aukning verði í rafíþróttaiðkun á næstu árum. Í dag séu um þúsund ungmenni sem æfi rafíþróttir hér á landi og tugir þúsunda séu virkir spilarar. „Ég held að sá fjöldi sem æfir rafíþróttir í dag muni margfaldast á næstu árum. Áhorf á rafíþróttir á hverju ári er orðið meira en á rugby og golf, það eru 495 milljónir sem teljast áhorfendur á rafíþróttir. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því hvað þetta er stórt,“ segir Gunnar. Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Staðurinn verður til húsa á Hallveigarstíg 1 og mun bera nafnið Heimavöllur. Staðurinn verður í kjallaranum á Hallveigarstíg, þar sem áður var veislusalur, og standa nú yfir miklar framkvæmdir við breytingar á staðnum. „Draumurinn er að opna í haust og við erum að vinna á fullu að því,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar. „Það er búið að bæta aðgengið að kjallaranum þannig að það verður aðgengi fyrir alla. Það eru tveir salir í kjallaranum sem við erum að taka við. Barinn er í sérrými, innst inni í rýminu þannig að barinn verður ekki í sama rými og tölvurnar,“ segir Gunnar. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar.Aðsend/ Geirix Að stofnun Heimavallar koma margir reynsluboltar úr atvinnulífinu, þar á meðal Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Heimavallar og eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ. Með honum í stjórn eru Melína Kolka Guðmundsdóttir, varaformaður Rafíþróttasamtaka Íslands og stofnandi Tölvuleikjasambands íslenskra kvenna, Gestur Pétursson forstjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera. Gunnar segir mikla þörf á nýrri aðstöðu fyrir rafíþróttasamfélagið enda séu öll rafíþróttafélög á Íslandi sprungin utan af sér og víða séu langir biðlistar. „Það hefur verið eftirspurn eftir því að bæði íþróttafélög og einstaklingar geti komist í alvöru aðstöðu til að spila í þægilegu andrúmslofti og vonandi keppa seinna meir,“ segir Gunnar. Býst við mikilli aukningu í rafíþróttaiðkun Hann segir markmiðið að vinna með sem flestum íþróttafélögum og bjóða þeim að koma og nýta aðstöðuna hjá Heimavelli. Stefnt er að því að hundrað tölvur verði á staðnum, bæði í lokuðum og opnum rýmum, svo hægt sé að bæði æfa og spila frjálst. „Eins og staðan er í dag er engin aðstaða til að æfa rafíþróttir af einhverri alvöru hérna heima. Íþróttafélögin hafa flest kannski verið með tíu til tuttugu tölvur og það að geta komist inn í rými þar sem pláss er fyrir fleiri og fleiri æfingar í einu getur orðið bylting hérna heima,“ segir Gunnar. Gunnar telur að mikil aukning verði í rafíþróttaiðkun á næstu árum. Í dag séu um þúsund ungmenni sem æfi rafíþróttir hér á landi og tugir þúsunda séu virkir spilarar. „Ég held að sá fjöldi sem æfir rafíþróttir í dag muni margfaldast á næstu árum. Áhorf á rafíþróttir á hverju ári er orðið meira en á rugby og golf, það eru 495 milljónir sem teljast áhorfendur á rafíþróttir. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því hvað þetta er stórt,“ segir Gunnar.
Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira