PSG raðar inn stjörnum Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júlí 2021 07:01 Sergio Ramos er á leið til Parísar. EPA-EFE/ANDY RAIN Forráðamenn franska fótboltaliðsins Paris Saint-Germain eru í vígahug eftir að stórveldið sá eftir franska meistaratitlinum í hendur Lille í vor. Þrír leikmenn munu semja við félagið í vikunni samkvæmt erlendum miðlum. Fréttamaðurinn Fabrizio Romano fullyrti í gær að Spánverjinn Sergio Ramos muni skrifa undir tveggja ára samning við franska liðið á næstu tveimur vikum, franski miðillinn L'Équipe sagði svipaða sögu. Samningur Ramos við Real Madrid, hvar hann hefur verið á mála frá árinu 2004, rann út um mánaðarmótin síðustu og hefur hann leitað sér nýs félags síðan. Manchester United hefur verið nefnt til sögunnar í því samhengi en nú stefnir allt í að hann haldi til Parísar. Achraf Hakimi arrive au PSG, Sergio Ramos s'en rapproche https://t.co/LQuaqwSDdl pic.twitter.com/Fckuv2Hg0u— L'ÉQUIPE (@lequipe) July 4, 2021 Annar leikmaður sem er laus á samningi, ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, ku þá einnig vera á leið til frönsku höfuðborgarinnar eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á stöðu Keylor Navas hjá liðinu en Spánverjinn Sergio Rico er einnig á mála hjá PSG, líkt og Alphonse Areola, sem lék á láni hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Timing will be confirmed soon. Sergio Ramos, Achraf Hakimi and Gianluigi Donnarumma will be announced this month as new Paris Saint-Germain players. #PSGRamos, medicals scheduled and set to sign until June 2023.Hakimi, signed until 2026.Donnarumma, signed until June 2026. https://t.co/MS6xjoFcz9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2021 PSG mun þá kaupa Marokkómanninn Achraf Hakimi frá Inter Milan en sá hefur einnig verið orðaður við Chelsea á Englandi. Báðir munu þeir skrifa undir samning til ársins 2026. PSG hefur þegar fengið einn leikmann í sínar raðir í sumar en Georginio Wijnaldum kom frítt til félagsins frá Liverpool eftir að samningur hans rann út. Alessandro Florenzi og Moise Kean eru farnir frá félaginu eftir að hafa verið á láni á síðustu leiktíð. Franski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Fréttamaðurinn Fabrizio Romano fullyrti í gær að Spánverjinn Sergio Ramos muni skrifa undir tveggja ára samning við franska liðið á næstu tveimur vikum, franski miðillinn L'Équipe sagði svipaða sögu. Samningur Ramos við Real Madrid, hvar hann hefur verið á mála frá árinu 2004, rann út um mánaðarmótin síðustu og hefur hann leitað sér nýs félags síðan. Manchester United hefur verið nefnt til sögunnar í því samhengi en nú stefnir allt í að hann haldi til Parísar. Achraf Hakimi arrive au PSG, Sergio Ramos s'en rapproche https://t.co/LQuaqwSDdl pic.twitter.com/Fckuv2Hg0u— L'ÉQUIPE (@lequipe) July 4, 2021 Annar leikmaður sem er laus á samningi, ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, ku þá einnig vera á leið til frönsku höfuðborgarinnar eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á stöðu Keylor Navas hjá liðinu en Spánverjinn Sergio Rico er einnig á mála hjá PSG, líkt og Alphonse Areola, sem lék á láni hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Timing will be confirmed soon. Sergio Ramos, Achraf Hakimi and Gianluigi Donnarumma will be announced this month as new Paris Saint-Germain players. #PSGRamos, medicals scheduled and set to sign until June 2023.Hakimi, signed until 2026.Donnarumma, signed until June 2026. https://t.co/MS6xjoFcz9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2021 PSG mun þá kaupa Marokkómanninn Achraf Hakimi frá Inter Milan en sá hefur einnig verið orðaður við Chelsea á Englandi. Báðir munu þeir skrifa undir samning til ársins 2026. PSG hefur þegar fengið einn leikmann í sínar raðir í sumar en Georginio Wijnaldum kom frítt til félagsins frá Liverpool eftir að samningur hans rann út. Alessandro Florenzi og Moise Kean eru farnir frá félaginu eftir að hafa verið á láni á síðustu leiktíð.
Franski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira