Aðeins helmingur keppenda á heimsleikunum fær að keppa á lokadeginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 12:30 Æfingafélagarnir Chandler Smith og KatrínTanja Davíðsdóttir ætla sér bæði stóra hluti á heimsleikunum í ár. Instagram/@katrintanja Nú hefur verið tilkynnt um það hvernig niðurskurðinum verður háttað á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Madison á miðvikudaginn. Dave Castro, hæstráðandi hjá CrossFit, tilkynnti um það á samfélagssíðum samtakanna hvernig verður skorið niður á heimsleikunum að þessu sinni en fjörutíu bestu karlar og fjörutíu bestu konur heimsins keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Keppnin hefst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudaginn. Keppnisdagarnir eru samt bara fjórir því fimmtudagurinn er hvíldardagur. Allir fjörutíu keppendurnir fá að keppa í öllum greinunum á miðvikudaginn og föstudaginn en fyrsti niðurskurðurinn verður eftir lokagrein á föstudaginn. Þá verður fækkað um tíu keppendur. Hópurinn verður ekki lengi í þrjátíu því skorið verður aftur niður tíu keppendur eftir fyrstu grein á laugardaginn. Með því verður öllum niðurskurði hætt og tuttugu karlar og tuttugu konur klára því allar greinarnar sem eftir eru. Hér fyrir ofan má sjá umræddan Dave Castro fara yfir fyrirkomulag niðurskurðarins. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, á nokkra fulltrúa á heimsleikunum og hann er ekki ánægður með niðurskurðinn. Snorri Barón er ekki síst óánægður með það hversu seint þessi yfirlýsing kom frá CrossFit samtökunum. Íþróttafólkið þarf að kosta miklu til svo að það komist til Madison og nú rétt fyrir keppni kemur í ljós að aðeins tuttugu þeirra frá að klára keppnina. Íþróttafólkið stendur eitt að öllum kostnaði. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu færslu frá Snorra Barón og það er mikið til í henni. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira
Dave Castro, hæstráðandi hjá CrossFit, tilkynnti um það á samfélagssíðum samtakanna hvernig verður skorið niður á heimsleikunum að þessu sinni en fjörutíu bestu karlar og fjörutíu bestu konur heimsins keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Keppnin hefst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudaginn. Keppnisdagarnir eru samt bara fjórir því fimmtudagurinn er hvíldardagur. Allir fjörutíu keppendurnir fá að keppa í öllum greinunum á miðvikudaginn og föstudaginn en fyrsti niðurskurðurinn verður eftir lokagrein á föstudaginn. Þá verður fækkað um tíu keppendur. Hópurinn verður ekki lengi í þrjátíu því skorið verður aftur niður tíu keppendur eftir fyrstu grein á laugardaginn. Með því verður öllum niðurskurði hætt og tuttugu karlar og tuttugu konur klára því allar greinarnar sem eftir eru. Hér fyrir ofan má sjá umræddan Dave Castro fara yfir fyrirkomulag niðurskurðarins. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, á nokkra fulltrúa á heimsleikunum og hann er ekki ánægður með niðurskurðinn. Snorri Barón er ekki síst óánægður með það hversu seint þessi yfirlýsing kom frá CrossFit samtökunum. Íþróttafólkið þarf að kosta miklu til svo að það komist til Madison og nú rétt fyrir keppni kemur í ljós að aðeins tuttugu þeirra frá að klára keppnina. Íþróttafólkið stendur eitt að öllum kostnaði. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu færslu frá Snorra Barón og það er mikið til í henni. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira