Justin LoFranco sér bara einn Íslending fyrir sér inn á topp fimm á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 15:45 Það eru gerðar miklar væntingar til Björgvins Karls Guðmundsson á þessum heimsleikum. Instagram/@bk_gudmundsson Justin LoFranco, hæstráðandi hjá Morning Chalk Up hefur sett fram sína spá um hverjir enda í fimm efstu sætunum í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Madison í Bandaríkjunum á morgun. Það er bara einn íslenskur keppandi sem endar meðal fimm hæstu á leikunum í ár ef marka má spá LoFranco sem hefur lifað og hrærst í CrossFit heiminum í langan tíma og ætti því að hafa mikið vit á þessu. Sá Íslendingur sem hefur að hans mati burði til að enda inn á topp fimm er Hvergerðingurinn Björgvin Karl Guðmundsson. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í karlaflokki þar sem að heimsmeistari síðustu fimm ára, Matt Fraser, er hættur að keppa og því öruggt að nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn. LoFranco spáir því að Björgvin Karl verði meðal fimm efstu ásamt Kanadamanninum Jeffrey Adler, Bandaríkjamanninum Scott Panchik, Rússanum Aleksandar Ilin og Serbanum Lazar Dukic. Við Íslendingar eigum þrjá keppendur í kvennaflokki eða þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Anníe Mist Þórisdóttur og Þuríði Erlu Helgadóttur. LoFranco hefur ekki trú á neinni þeirra, ekki einu sinni Katrínu Tönju sem endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Það eru samt sem áður tveir Norðurlandabúar á lista hans eða hin norska Kristin Holte og hin sænska Emma Tall. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, er auðvitað á listanum hans og þar er líka hin ástralska Kara Saunders og hin bandaríska Bethany Shadburne. Shadburne greindist með kórónuveiruna í gær og verður því ekki með á leikunum. Fyrir utan Toomey þá lítur LoFranco alveg framhjá þeim sem voru í fimm kvenna ofurúrslitunum í fyrra en það voru auk Katrínar Tönju þær Kari Pearce, Haley Adams og Brooke Wells. Það er ekkert auðvelt að spá fyrir um lokaröðina í væntanlega mjög jafnri keppni. Það er fyrir öllu að lifa af niðurskurðinn á föstudag og laugardag og fá að keppa á lokadeginum. Takist það er allt mögulegt. Nú er það okkar kvenna að afsanna þessa spá. Allar eru þær miklir keppnismenn sem hafa náð frábærum árangri á heimsmeistaramótinu. CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira
Það er bara einn íslenskur keppandi sem endar meðal fimm hæstu á leikunum í ár ef marka má spá LoFranco sem hefur lifað og hrærst í CrossFit heiminum í langan tíma og ætti því að hafa mikið vit á þessu. Sá Íslendingur sem hefur að hans mati burði til að enda inn á topp fimm er Hvergerðingurinn Björgvin Karl Guðmundsson. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í karlaflokki þar sem að heimsmeistari síðustu fimm ára, Matt Fraser, er hættur að keppa og því öruggt að nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn. LoFranco spáir því að Björgvin Karl verði meðal fimm efstu ásamt Kanadamanninum Jeffrey Adler, Bandaríkjamanninum Scott Panchik, Rússanum Aleksandar Ilin og Serbanum Lazar Dukic. Við Íslendingar eigum þrjá keppendur í kvennaflokki eða þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Anníe Mist Þórisdóttur og Þuríði Erlu Helgadóttur. LoFranco hefur ekki trú á neinni þeirra, ekki einu sinni Katrínu Tönju sem endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Það eru samt sem áður tveir Norðurlandabúar á lista hans eða hin norska Kristin Holte og hin sænska Emma Tall. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, er auðvitað á listanum hans og þar er líka hin ástralska Kara Saunders og hin bandaríska Bethany Shadburne. Shadburne greindist með kórónuveiruna í gær og verður því ekki með á leikunum. Fyrir utan Toomey þá lítur LoFranco alveg framhjá þeim sem voru í fimm kvenna ofurúrslitunum í fyrra en það voru auk Katrínar Tönju þær Kari Pearce, Haley Adams og Brooke Wells. Það er ekkert auðvelt að spá fyrir um lokaröðina í væntanlega mjög jafnri keppni. Það er fyrir öllu að lifa af niðurskurðinn á föstudag og laugardag og fá að keppa á lokadeginum. Takist það er allt mögulegt. Nú er það okkar kvenna að afsanna þessa spá. Allar eru þær miklir keppnismenn sem hafa náð frábærum árangri á heimsmeistaramótinu.
CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira