Heilbrigðiskerfið er ekki aðeins í Reykjavík Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 6. ágúst 2021 11:30 Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? Fjöldi á biðlistum eftir algengum aðgerðum hefur margfaldast frá því í október 2017 til dagsins í dag. Samningar hafa verið í uppnámi við fjölmargar stéttir innan heilbrigðiskerfisins sem hefur leitt af sér óvissu og óöryggi allra þeirra sem reiða sig á þessa sömu þjónustu. Það bætist við biðlistana. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum er einnig haldið í óvissu, allt í nafni kerfisins, þess marxíska. Þúsundir kvenna bíða milli vonar og ótta um örlög sín vegna klúðurs í meðferð leghálsskimunarsýna. Allir sérfræðingar hafa bent á hversu hættulegt það er að halda áfram á sömu braut. Nú hefur verið ákveðið að Landspítali taki við greiningum þessara sýna en sú tilhögun verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um næstu áramót. Nú þarf að semja við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að taka að sér (aftur) greiningu sýna til þess að eyða þessari óvissu sem svo sannarlega er enn uppi. Munum að Krabbameinsfélag Íslands hefur starfsemi um allt land og veita félögin framúrskarandi aðstoð og þjónustu. Skýrsla um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, sem Alþingi óskaði eftir kom fram á endanum en mikilvægir þættir voru skildir eftir, nægir að nefna aðkomu og mikilvægar ábendingar Persónuverndar. Það varð til þess að Læknafélag Íslands ákvað að ráðast í eigin rannsókn á framkvæmdinni. Undanfarna daga hafa læknar og starfsfólk á Landspítalans sagt að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Ályktanir hafa verið sendar út vegna þessa. Aðstæður á geðsviði Landspítala eru engum bjóðandi, hvorki starfsfólki né þeim sem þangað leita. Það sama má segja um geðheilbrigðismálin í allri sinni heild, bæði þeir sem þurfa á þjónustunni að halda og þeir sem starfa innan hennar hafa bent á það lengi. Biðlisti eftir viðtölum við heilsugæslulækna er talinn í vikum, jafnvel mánuðum. Sjúkraþjálfarar og sálfræðingar fá ekki raunverulega að starfa nema þá að ráða sig á stærri stofur eða stofnanir. Endurhæfing fjölda manns er í uppnámi. Þúsundir Íslendinga líða óþarfaþjáningar á hverjum degi vegna þessa ástands, þar með talið starfsfólk sem er ætlað að hlaupa hraðar á styttri tíma vinnuvikunnar. Enn þarf fólk að ferðast um langan veg til að sækja sér nauðsynlega þjónustu, oftast er þjónustan aðeins veitt á Landspítala. Ríkið skammtar svo hverjum og einum hversu oft á ári. Ekki er að sjá að koma eigi til móts við þá sem þurfa um þennan langa veg, þvert á móti. Það er stórundarlegt að ekki sé hugað að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði jafnsett Sjúkrahúsinu í Reykjavík. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna í boði Sjálfstæðisflokksins. En svar ríkisstjórnarinnar er að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu til að friða fólkið úti á landi, svo hægt sé að segja að verið sé að veita öllum sömu þjónustu. Þannig er íbúum þessa lands mismunað. Og til að toppa allt saman þá boðaði heilbrigðisráðherra svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fyrir nokkrum mánuðum. Það er engin ástæða fyrir því að viðhalda þessu ástandi þegar við höfum kost á að grípa til aðgerða og bæta það. Semja þarf til lengri tíma nú þegar við alla þá sem hafa hingað til veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Það kom skýrt fram í könnun BSRB frá því í maí í ár að um helmingur Íslendinga vill frekar að heilbrigðiskerfið samanstandi að blönduðu kerfi, valmöguleikar þurfa því að vera fyrir hendi. Lykilatriðið er að allir hafi jafnan aðgang að gæðaþjónustu og að þeir sem veita þjónustuna geti vitað að hverju þeir ganga. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? Fjöldi á biðlistum eftir algengum aðgerðum hefur margfaldast frá því í október 2017 til dagsins í dag. Samningar hafa verið í uppnámi við fjölmargar stéttir innan heilbrigðiskerfisins sem hefur leitt af sér óvissu og óöryggi allra þeirra sem reiða sig á þessa sömu þjónustu. Það bætist við biðlistana. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum er einnig haldið í óvissu, allt í nafni kerfisins, þess marxíska. Þúsundir kvenna bíða milli vonar og ótta um örlög sín vegna klúðurs í meðferð leghálsskimunarsýna. Allir sérfræðingar hafa bent á hversu hættulegt það er að halda áfram á sömu braut. Nú hefur verið ákveðið að Landspítali taki við greiningum þessara sýna en sú tilhögun verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um næstu áramót. Nú þarf að semja við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að taka að sér (aftur) greiningu sýna til þess að eyða þessari óvissu sem svo sannarlega er enn uppi. Munum að Krabbameinsfélag Íslands hefur starfsemi um allt land og veita félögin framúrskarandi aðstoð og þjónustu. Skýrsla um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, sem Alþingi óskaði eftir kom fram á endanum en mikilvægir þættir voru skildir eftir, nægir að nefna aðkomu og mikilvægar ábendingar Persónuverndar. Það varð til þess að Læknafélag Íslands ákvað að ráðast í eigin rannsókn á framkvæmdinni. Undanfarna daga hafa læknar og starfsfólk á Landspítalans sagt að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Ályktanir hafa verið sendar út vegna þessa. Aðstæður á geðsviði Landspítala eru engum bjóðandi, hvorki starfsfólki né þeim sem þangað leita. Það sama má segja um geðheilbrigðismálin í allri sinni heild, bæði þeir sem þurfa á þjónustunni að halda og þeir sem starfa innan hennar hafa bent á það lengi. Biðlisti eftir viðtölum við heilsugæslulækna er talinn í vikum, jafnvel mánuðum. Sjúkraþjálfarar og sálfræðingar fá ekki raunverulega að starfa nema þá að ráða sig á stærri stofur eða stofnanir. Endurhæfing fjölda manns er í uppnámi. Þúsundir Íslendinga líða óþarfaþjáningar á hverjum degi vegna þessa ástands, þar með talið starfsfólk sem er ætlað að hlaupa hraðar á styttri tíma vinnuvikunnar. Enn þarf fólk að ferðast um langan veg til að sækja sér nauðsynlega þjónustu, oftast er þjónustan aðeins veitt á Landspítala. Ríkið skammtar svo hverjum og einum hversu oft á ári. Ekki er að sjá að koma eigi til móts við þá sem þurfa um þennan langa veg, þvert á móti. Það er stórundarlegt að ekki sé hugað að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði jafnsett Sjúkrahúsinu í Reykjavík. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna í boði Sjálfstæðisflokksins. En svar ríkisstjórnarinnar er að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu til að friða fólkið úti á landi, svo hægt sé að segja að verið sé að veita öllum sömu þjónustu. Þannig er íbúum þessa lands mismunað. Og til að toppa allt saman þá boðaði heilbrigðisráðherra svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fyrir nokkrum mánuðum. Það er engin ástæða fyrir því að viðhalda þessu ástandi þegar við höfum kost á að grípa til aðgerða og bæta það. Semja þarf til lengri tíma nú þegar við alla þá sem hafa hingað til veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Það kom skýrt fram í könnun BSRB frá því í maí í ár að um helmingur Íslendinga vill frekar að heilbrigðiskerfið samanstandi að blönduðu kerfi, valmöguleikar þurfa því að vera fyrir hendi. Lykilatriðið er að allir hafi jafnan aðgang að gæðaþjónustu og að þeir sem veita þjónustuna geti vitað að hverju þeir ganga. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun