Yfirmaður hjá Alibaba sakaður um að nauðga starfsmanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2021 07:12 Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með. epa/Alex Plavevski Forsvarsmenn kínverska netsölurisans Alibaba hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast vinna með lögreglu að rannsókn meintrar nauðgunar eins af yfirmönnum fyrirtækisins. Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu hefur umræddum einstakling verið sagt upp störfum en talsmenn Alibaba segja kynferðisbrot ekki verða liðin innan fyrirtækisins. Kínverskir miðlar birtu um helgina brot úr ásökunum kvenkyns starfsmanns Alibaba, sem sakar yfirmann sinn og viðskiptavin um að hafa brotið gegn sér í vinnuferð til borgarinnar Jinan í Shandong-héraði. Myllumerki sem stofnað var til að halda utan um ásakanirnar fór á flug á kínverskum samfélagsmiðlum í gær og var meðal mest notuðu myllumerkjanna á Weibo. Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist til muna í Kína eftir að þarlendir femínistar komu af stað innlendri #metoo-bylgju árið 2018. Eitt stærsta málið sem komið hefur upp á yfirborðið í kjölfarið eru ásakanir á hendur kínversk-kanadísku poppstjörnunni Kris Wu, sem handtekinn var af lögreglu grunaður um nauðgun. Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með en þau hafa freistað þess að koma böndum á umsvif og áhrif innlendra tæknirisa. Fyrirtækið var sektað um milljarða í apríl síðastliðnum vegna samkeppnisbrota. Kína MeToo Tengdar fréttir Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu hefur umræddum einstakling verið sagt upp störfum en talsmenn Alibaba segja kynferðisbrot ekki verða liðin innan fyrirtækisins. Kínverskir miðlar birtu um helgina brot úr ásökunum kvenkyns starfsmanns Alibaba, sem sakar yfirmann sinn og viðskiptavin um að hafa brotið gegn sér í vinnuferð til borgarinnar Jinan í Shandong-héraði. Myllumerki sem stofnað var til að halda utan um ásakanirnar fór á flug á kínverskum samfélagsmiðlum í gær og var meðal mest notuðu myllumerkjanna á Weibo. Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist til muna í Kína eftir að þarlendir femínistar komu af stað innlendri #metoo-bylgju árið 2018. Eitt stærsta málið sem komið hefur upp á yfirborðið í kjölfarið eru ásakanir á hendur kínversk-kanadísku poppstjörnunni Kris Wu, sem handtekinn var af lögreglu grunaður um nauðgun. Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með en þau hafa freistað þess að koma böndum á umsvif og áhrif innlendra tæknirisa. Fyrirtækið var sektað um milljarða í apríl síðastliðnum vegna samkeppnisbrota.
Kína MeToo Tengdar fréttir Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29