Að ræna komandi kynslóðir Guðbrandur Einarsson skrifar 11. ágúst 2021 09:31 Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess? Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftirá með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd. Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna. Velferðarkerfi framtíðarinnar Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Skattar og tollar Lífeyrissjóðir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess? Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftirá með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd. Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna. Velferðarkerfi framtíðarinnar Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun