Traust forysta VG! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 18:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er. Hér eftir sem hingað til er lýðheilsa þjóðarinnar í fyrirrúmi. Faraldurinn heldur okkur enn við efnið og mikilvægt að halda ró, taka yfirvegaðar ákvarðanir í samráði við okkar færustu vísindamenn. Nú er þorri þjóðarinnar bólusettur en óútreiknanlegri veiru og nýjum afbrigðum fylgja nýjar áskoranir. Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki setið auðum höndum, þvert á móti hefur hún komið í gegn fjölda framfaramála sem munu gera samfélagið betra og aðlaga það nútímakröfum um sanngjarnt og réttlátara þjóðfélag. Komið hefur verið á þriggja þrepa skattkerfi sem gagnast þeim tekjulægri, Fæðingarorlof hefur verið lengt í 12 mánuði sem nýtist barna fólki og býr til fjölskylduvænna samfélag, Þá hefur verið komið á hlutdeildarlánum og hafist handa uppbyggingu leiguíbúða sem nýtist ungu fólki og tekjulágum. Nýr menntasjóður námsmanna býður upp á nútímalegt námslán þar sem hluti lánsins breytist í styrk. Felld voru niður komugjöld fyrir aldraða og öryrkja á heilsugæslur og tannlæknakostnaður þessara hópa sömuleiðis lækkaður. Allt eru þetta þjóðþrifamál sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu og langt í frá að allt sé upptalið. Við Vinstri græn höfum sýnt og sannað í verki að við erum leiðandi afl sem ætlum okkur að halda áfram að gera samfélagið betra. Við munum halda áfram að byggja upp réttlátara og sterkara samfélag. Það er varanlegt verkefni og alltaf munu birtast nýjar áskoranir sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Þess vegna skiptir máli hver stjórnar. Vinstri græn eru traustsins verð og við leitum eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og skipar annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er. Hér eftir sem hingað til er lýðheilsa þjóðarinnar í fyrirrúmi. Faraldurinn heldur okkur enn við efnið og mikilvægt að halda ró, taka yfirvegaðar ákvarðanir í samráði við okkar færustu vísindamenn. Nú er þorri þjóðarinnar bólusettur en óútreiknanlegri veiru og nýjum afbrigðum fylgja nýjar áskoranir. Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki setið auðum höndum, þvert á móti hefur hún komið í gegn fjölda framfaramála sem munu gera samfélagið betra og aðlaga það nútímakröfum um sanngjarnt og réttlátara þjóðfélag. Komið hefur verið á þriggja þrepa skattkerfi sem gagnast þeim tekjulægri, Fæðingarorlof hefur verið lengt í 12 mánuði sem nýtist barna fólki og býr til fjölskylduvænna samfélag, Þá hefur verið komið á hlutdeildarlánum og hafist handa uppbyggingu leiguíbúða sem nýtist ungu fólki og tekjulágum. Nýr menntasjóður námsmanna býður upp á nútímalegt námslán þar sem hluti lánsins breytist í styrk. Felld voru niður komugjöld fyrir aldraða og öryrkja á heilsugæslur og tannlæknakostnaður þessara hópa sömuleiðis lækkaður. Allt eru þetta þjóðþrifamál sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu og langt í frá að allt sé upptalið. Við Vinstri græn höfum sýnt og sannað í verki að við erum leiðandi afl sem ætlum okkur að halda áfram að gera samfélagið betra. Við munum halda áfram að byggja upp réttlátara og sterkara samfélag. Það er varanlegt verkefni og alltaf munu birtast nýjar áskoranir sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Þess vegna skiptir máli hver stjórnar. Vinstri græn eru traustsins verð og við leitum eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og skipar annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar