„Hann kenndi mér svo margt á svo skömmum tíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 10:32 Ari Fenger er nýjasti gestur hlaðvarpsins Normið, sem birtist vikulega hér á Vísi og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Samsett „Ég vissi miklu meira en ég áttaði mig á, segir Ari Fenger um það hvernig það var að byrja að vinna fyrst hjá fjölskyldufyrirtækinu 1912. Ari Fenger tók við fyrirtækinu í hruninu eftir að faðir hans greindist með krabbamein. Í dag er forstjóri og einn eigandi fyrirtækisins ásamt því að vera stjórnarformaður Viðskiptaráðs. Hann ætlaði sér samt aldrei að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu. „Ég klára Verslunarskólann árið 2001 og fljótlega fer ég að vinna hjá Nathan & Olsen. Ég ætlaði nú aldrei að starfa hjá fyrirtækinu, á unglingsárum sagði ég að ég myndi aldrei vinna þar og ætlaði að vera bóndi á tímabili og smiður. Vilhjálmur faðir Ara var þá forstjóri fyrirtækisins og gaf honum skemmtilegt fyrsta verkefni sem vörumerkjastjóri. Þá var Ari fljótur að skipta um skoðun. „Ég hafði mjög gaman af þessu og fann mig mjög mikið í þessu hlutverki.“ Algjört brjálæði Aðeins 22 ára spurði Ari föður sinn, hvað þarf ég að gera til þess að verða framkvæmdastjóri? „Það er svolítið magnað að horfa til baka. Pabbi ákveður 2006 að ég væri bara algjörlega maðurinn til að verða framkvæmdastjóri fyrir Nathan & Olsen.“ Hann tók við því hlutverki aðeins 26 ára gamall. „Mér fannst það bara sjálfsagt, ég var bara algjörlega maðurinn í þetta. Eftir á hyggja var þetta algjörlega brjálæði.“ Ari ræddi föðurmissinn, ferilinn sinn, morgunrútínuna og margt fleira í viðtali í nýjasta þætti Sylvíu og Evu af hlaðvarpinu Normið. Ari viðurkennir að hann hafi verið upptekin af aldri sínum til að byrja með og réði inn eldri og reyndari starfsmenn með sér. Snemma árið 2008 greindist faðir Ara með krabbamein og fékk hann þá enn stærra hlutverk og byrjar að reka 1912. „Pabbi fellur frá 21. október 2008, í miðju bankahruninu.“ Náðu mörgum góðum árum Ari segir að honum hafi varla gefist tími til þess að átta sig á því hvernig það yrði að takast á við þetta áfall og taka við þessari nýju stöðu og miklu ábyrgð í vinnunni. Vilhjálmur var aðeins 56 ára þegar hann lést. „Það var enginn tími til að hugsa hvernig manni liði. Ég var í París á sýningu þegar pabbi fellur frá og ég fæ símtalið. Ég næ að koma mér það kvöld til baka og kveðja hann, svo var ég bara mættur til vinnu morguninn eftir. Ég er ekki að segja að það hafi verið einhver hetjudáð. Þannig var bara tíðarandinn líka. Við vorum með sjötíu til áttatíu manns í vinnu og áttum alveg erfitt sem fyrirtæki þarna, það vissi enginn hvernig næstu ár eða mánuðir myndu verða og það var mikil hræðsla, hjá mér líka.“ Ari segir að það hafi verið mikilvægt í sorginni að minnast alls þess góða sem faðir hans hafði. „Við vorum miklir vinir og gerðum eiginlega allt saman. Við náðum mörgum góðum árum og hann kenndi mér svo margt á skömmum tíma.“ Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið svona ungur, sem reyndist svo fyrirtækinu mikið heillaskref. Ari segir að hann hafi alltaf haft fullt traust föður síns og það hafi gefið honum mikið sjálfstraust. „Hann hafði óbilandi trú.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Ari Fenger tók við fyrirtækinu í hruninu eftir að faðir hans greindist með krabbamein. Í dag er forstjóri og einn eigandi fyrirtækisins ásamt því að vera stjórnarformaður Viðskiptaráðs. Hann ætlaði sér samt aldrei að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu. „Ég klára Verslunarskólann árið 2001 og fljótlega fer ég að vinna hjá Nathan & Olsen. Ég ætlaði nú aldrei að starfa hjá fyrirtækinu, á unglingsárum sagði ég að ég myndi aldrei vinna þar og ætlaði að vera bóndi á tímabili og smiður. Vilhjálmur faðir Ara var þá forstjóri fyrirtækisins og gaf honum skemmtilegt fyrsta verkefni sem vörumerkjastjóri. Þá var Ari fljótur að skipta um skoðun. „Ég hafði mjög gaman af þessu og fann mig mjög mikið í þessu hlutverki.“ Algjört brjálæði Aðeins 22 ára spurði Ari föður sinn, hvað þarf ég að gera til þess að verða framkvæmdastjóri? „Það er svolítið magnað að horfa til baka. Pabbi ákveður 2006 að ég væri bara algjörlega maðurinn til að verða framkvæmdastjóri fyrir Nathan & Olsen.“ Hann tók við því hlutverki aðeins 26 ára gamall. „Mér fannst það bara sjálfsagt, ég var bara algjörlega maðurinn í þetta. Eftir á hyggja var þetta algjörlega brjálæði.“ Ari ræddi föðurmissinn, ferilinn sinn, morgunrútínuna og margt fleira í viðtali í nýjasta þætti Sylvíu og Evu af hlaðvarpinu Normið. Ari viðurkennir að hann hafi verið upptekin af aldri sínum til að byrja með og réði inn eldri og reyndari starfsmenn með sér. Snemma árið 2008 greindist faðir Ara með krabbamein og fékk hann þá enn stærra hlutverk og byrjar að reka 1912. „Pabbi fellur frá 21. október 2008, í miðju bankahruninu.“ Náðu mörgum góðum árum Ari segir að honum hafi varla gefist tími til þess að átta sig á því hvernig það yrði að takast á við þetta áfall og taka við þessari nýju stöðu og miklu ábyrgð í vinnunni. Vilhjálmur var aðeins 56 ára þegar hann lést. „Það var enginn tími til að hugsa hvernig manni liði. Ég var í París á sýningu þegar pabbi fellur frá og ég fæ símtalið. Ég næ að koma mér það kvöld til baka og kveðja hann, svo var ég bara mættur til vinnu morguninn eftir. Ég er ekki að segja að það hafi verið einhver hetjudáð. Þannig var bara tíðarandinn líka. Við vorum með sjötíu til áttatíu manns í vinnu og áttum alveg erfitt sem fyrirtæki þarna, það vissi enginn hvernig næstu ár eða mánuðir myndu verða og það var mikil hræðsla, hjá mér líka.“ Ari segir að það hafi verið mikilvægt í sorginni að minnast alls þess góða sem faðir hans hafði. „Við vorum miklir vinir og gerðum eiginlega allt saman. Við náðum mörgum góðum árum og hann kenndi mér svo margt á skömmum tíma.“ Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið svona ungur, sem reyndist svo fyrirtækinu mikið heillaskref. Ari segir að hann hafi alltaf haft fullt traust föður síns og það hafi gefið honum mikið sjálfstraust. „Hann hafði óbilandi trú.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira