Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 20:33 Talibanar hafa aftur náð völdum í Afganistan, tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott. EPA/JALIL REZAYEE Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. Talibanar hafa endanlega náð yfirráðum í Afganistan á nýjan leik eftir að hermenn á þeirra vegum tóku yfir höfuðborgina Kabúl. Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Þúsundir manna flykktust að flugvellinum í þeirri von að geta flúið land. Friðrik Jónsson, núverandi formaður BHM starfaði í Afganistan fyrir Atlantshafsbandalagið og Sameinuðu þjóðirnar. Hann ræddi stöðuna í Afganistan í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þróunin næstu daga verður væntanlega þannig að örvænting, ringulreið og kaos, sérstaklega á meðal afgönsku þjóðarinnar, heldur áfram,“ sagði Friðrik. Líklegt væri að Talibanar myndu hleypa starfsmönnum alþjóðasamtaka og sendiráða úr landi, svo að þeir gætu klárað að mynda nýja stjórn. Þegar Talibanar voru við völd í Afganistan á árunum 1996-2001 var staða kvenna afar bágborin. Friðrik reiknar ekki með öðru en að það sama verði upp á teningnum nú. „Hvað varðar stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan þá bíður þeirra ekkert gott. Talsmenn Talibana hafa haldið því fram að þeir ætli nú að vera skárri núna en síðast en það hljómar svona svolítið eins og ofbeldismaki úr sambandi sem lofar bót og betrun. Ég verð að játa því miður að ég hef ekki mikla trú á því að það verði neitt skárra en síðast þegar þeir verði við völd,“ sagði Friðrik. Þannig að þú sérð fyrir þér ofbeldi og grimmd? „Já, það eru vörumerki Talibana. Það er þannig sem þeir halda völdum. Þeir hafa alltaf rekið ógnarstjórn. Það er þannig sem þessi í raun fáliðaði miðað við fjölda stjórnarhersins hefur komist upp með það sem þeir hafa komist upp með.“ Afganistan Tengdar fréttir Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Talibanar hafa endanlega náð yfirráðum í Afganistan á nýjan leik eftir að hermenn á þeirra vegum tóku yfir höfuðborgina Kabúl. Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Þúsundir manna flykktust að flugvellinum í þeirri von að geta flúið land. Friðrik Jónsson, núverandi formaður BHM starfaði í Afganistan fyrir Atlantshafsbandalagið og Sameinuðu þjóðirnar. Hann ræddi stöðuna í Afganistan í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þróunin næstu daga verður væntanlega þannig að örvænting, ringulreið og kaos, sérstaklega á meðal afgönsku þjóðarinnar, heldur áfram,“ sagði Friðrik. Líklegt væri að Talibanar myndu hleypa starfsmönnum alþjóðasamtaka og sendiráða úr landi, svo að þeir gætu klárað að mynda nýja stjórn. Þegar Talibanar voru við völd í Afganistan á árunum 1996-2001 var staða kvenna afar bágborin. Friðrik reiknar ekki með öðru en að það sama verði upp á teningnum nú. „Hvað varðar stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan þá bíður þeirra ekkert gott. Talsmenn Talibana hafa haldið því fram að þeir ætli nú að vera skárri núna en síðast en það hljómar svona svolítið eins og ofbeldismaki úr sambandi sem lofar bót og betrun. Ég verð að játa því miður að ég hef ekki mikla trú á því að það verði neitt skárra en síðast þegar þeir verði við völd,“ sagði Friðrik. Þannig að þú sérð fyrir þér ofbeldi og grimmd? „Já, það eru vörumerki Talibana. Það er þannig sem þeir halda völdum. Þeir hafa alltaf rekið ógnarstjórn. Það er þannig sem þessi í raun fáliðaði miðað við fjölda stjórnarhersins hefur komist upp með það sem þeir hafa komist upp með.“
Afganistan Tengdar fréttir Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35
Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01