Börn og foreldrar eru besta fjárfestingin! Ásmundur Einar Daðason skrifar 19. ágúst 2021 08:01 Vellíðan og velsæld barna ættu alltaf að vera okkar helsta keppikefli. Þótt við séum flest sammála um það eru kappsmálin hins vegar fleiri og áherslan á börnin á það til að vera víkjandi í önnum okkar og amstri. Við eigum það líka til að ruglast á velmegun og velsæld. Velmegun snýst um neyslu, tekjur, auð og efnislegar þarfir. Velsældin ristir dýpra og snertir ást og umhyggju í uppeldi, andlegt jafnvægi, sjálfstraust og aðstæður til þess að þroskast og takast á við lífið. Velferð sem felst í góðu atlæti og örvun er auðlind sem hefur mikil áhrif á þjóðarhag til lengri tíma . Ný velferðarþjónusta fyrir börn og foreldra Hugsuðurinn Benjamín Franklín sagði eitt sinn að fjárfesting í menntun skilaði mesta arðinum. Það er ein leið til þess að segja að fjárfesting í fólki sé sú arðbærasta sem völ er á. Um þetta er ég sannfærður og hef því leitt vinnu undanfarin þrjú árvið að reisa undirstöður nýrrar velsældarþjónustu fyrir börn á Íslandi. Markmið hennar er að tryggja börnum og fjölskyldum stuðning um leið og vandi kemur fram og einfalda leið þeirra að úrlausn. Hljómar auðvelt en er í raun risavaxið verkefni. Hér tel ég óhætt að fullyrða að um sé að ræða mestu umbætur í þessum málaflokki í áratugi. Áföll í æsku kosta 100 milljarða árlega Það segir sig sjálft að lífsgæði barna aukast með því að þau fái þjónustu við hæfi, þegar á þarf að halda. En hefur slíkt inngrip mögulega einnig fjárhagslegan ávinning fyrir samfélagið? Við létum meta fyrirhugaðar breytingar á velferðarþjónustu og auknum snemmtækum stuðningi fyrir börn með tilliti til kostnaðar og ávinnings til lengri tíma. Niðurstöður utanaðkomandi hagfræðings voru sláandi: Kostnaður samfélags okkar af því, sem rekja má til áfalla í æsku, nemur tæplega 100 milljörðum króna árlega. Slík áföll geta haft mikil áhrif á börn. Rannsóknir sýna að þau geta orsakað sjúkdóma og örorku síðar á lífsleiðinni ásamt því að valda öðrum samfélagslegum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Áfallakostnaður sést í auknum útgjöldum opinberrar þjónustu. Þar er um að ræða allt að 45 milljarða króna árlega í ýmsum þjónustukerfum. Auknar tilfærslur í félagslega kerfinu nema um 20 milljörðum króna árlega. Þessu til viðbótar má ætla að fjarvera þeirra sem orðið hafa fyrir áföllum í æsku, frá vinnumarkaði, leiði til lægri skatttekna sem talið er að nemi um 30 milljörðum króna árlega. Með fyrirbyggjandi aðgerðum og forvörnum, sem miða að því að koma í veg fyrir áföll og erfiðleika í uppvexti, getum við dregið verulega úr þessum gríðarlega 100 milljarða króna kostnaði á ári. Í sjálfu sér ætti umhyggja og metnaður fyrir velsæld barna að vera nægur rökstuðningur fyrir því að verja meira fé til nýrrar velferðarþjónustu í þágu þeirra. En nú bætist það við að hægt er að sýna svart á hvítu fram á að um er að ræða eina bestu fjárfestingu sem við sem samfélag eigum kost á. Við þurfum breytta hugsun! Þörf er fyrir umbyltingu á nálgun okkar við velferðarmál. Við þurfum að nálgast velferðarkerfið okkar út frá fjárfestingahugsun, viðurkenna að betri og árangursríkari þjónusta sé fjárfesting sem skilar sér margfalt til samfélagsins með margvíslegum hætti. Um leið þurfum við að endurskoða hvernig við mælum árangur samfélagsins og þá er ekki nóg að líta eingöngu til efnislegra þátta líkt og vikið var að í upphafi þessarar greinar. Stjórnmál 21. aldarinnar þurfa að snúast um fjárfestingu í fólki, um að tryggja því fullnægjandi þjónustu, valdeflingu og aukið sjálfstæði. Við höfum stigið fyrstu skrefin á kjörtímabilinu en betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að við breytum um stefnu að þessu leyti. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, í því liggja gríðarleg verðmæti bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið allt. Við erum nefnilega rétt að byrja! Höfundur er félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður við næstu Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Vellíðan og velsæld barna ættu alltaf að vera okkar helsta keppikefli. Þótt við séum flest sammála um það eru kappsmálin hins vegar fleiri og áherslan á börnin á það til að vera víkjandi í önnum okkar og amstri. Við eigum það líka til að ruglast á velmegun og velsæld. Velmegun snýst um neyslu, tekjur, auð og efnislegar þarfir. Velsældin ristir dýpra og snertir ást og umhyggju í uppeldi, andlegt jafnvægi, sjálfstraust og aðstæður til þess að þroskast og takast á við lífið. Velferð sem felst í góðu atlæti og örvun er auðlind sem hefur mikil áhrif á þjóðarhag til lengri tíma . Ný velferðarþjónusta fyrir börn og foreldra Hugsuðurinn Benjamín Franklín sagði eitt sinn að fjárfesting í menntun skilaði mesta arðinum. Það er ein leið til þess að segja að fjárfesting í fólki sé sú arðbærasta sem völ er á. Um þetta er ég sannfærður og hef því leitt vinnu undanfarin þrjú árvið að reisa undirstöður nýrrar velsældarþjónustu fyrir börn á Íslandi. Markmið hennar er að tryggja börnum og fjölskyldum stuðning um leið og vandi kemur fram og einfalda leið þeirra að úrlausn. Hljómar auðvelt en er í raun risavaxið verkefni. Hér tel ég óhætt að fullyrða að um sé að ræða mestu umbætur í þessum málaflokki í áratugi. Áföll í æsku kosta 100 milljarða árlega Það segir sig sjálft að lífsgæði barna aukast með því að þau fái þjónustu við hæfi, þegar á þarf að halda. En hefur slíkt inngrip mögulega einnig fjárhagslegan ávinning fyrir samfélagið? Við létum meta fyrirhugaðar breytingar á velferðarþjónustu og auknum snemmtækum stuðningi fyrir börn með tilliti til kostnaðar og ávinnings til lengri tíma. Niðurstöður utanaðkomandi hagfræðings voru sláandi: Kostnaður samfélags okkar af því, sem rekja má til áfalla í æsku, nemur tæplega 100 milljörðum króna árlega. Slík áföll geta haft mikil áhrif á börn. Rannsóknir sýna að þau geta orsakað sjúkdóma og örorku síðar á lífsleiðinni ásamt því að valda öðrum samfélagslegum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Áfallakostnaður sést í auknum útgjöldum opinberrar þjónustu. Þar er um að ræða allt að 45 milljarða króna árlega í ýmsum þjónustukerfum. Auknar tilfærslur í félagslega kerfinu nema um 20 milljörðum króna árlega. Þessu til viðbótar má ætla að fjarvera þeirra sem orðið hafa fyrir áföllum í æsku, frá vinnumarkaði, leiði til lægri skatttekna sem talið er að nemi um 30 milljörðum króna árlega. Með fyrirbyggjandi aðgerðum og forvörnum, sem miða að því að koma í veg fyrir áföll og erfiðleika í uppvexti, getum við dregið verulega úr þessum gríðarlega 100 milljarða króna kostnaði á ári. Í sjálfu sér ætti umhyggja og metnaður fyrir velsæld barna að vera nægur rökstuðningur fyrir því að verja meira fé til nýrrar velferðarþjónustu í þágu þeirra. En nú bætist það við að hægt er að sýna svart á hvítu fram á að um er að ræða eina bestu fjárfestingu sem við sem samfélag eigum kost á. Við þurfum breytta hugsun! Þörf er fyrir umbyltingu á nálgun okkar við velferðarmál. Við þurfum að nálgast velferðarkerfið okkar út frá fjárfestingahugsun, viðurkenna að betri og árangursríkari þjónusta sé fjárfesting sem skilar sér margfalt til samfélagsins með margvíslegum hætti. Um leið þurfum við að endurskoða hvernig við mælum árangur samfélagsins og þá er ekki nóg að líta eingöngu til efnislegra þátta líkt og vikið var að í upphafi þessarar greinar. Stjórnmál 21. aldarinnar þurfa að snúast um fjárfestingu í fólki, um að tryggja því fullnægjandi þjónustu, valdeflingu og aukið sjálfstæði. Við höfum stigið fyrstu skrefin á kjörtímabilinu en betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að við breytum um stefnu að þessu leyti. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, í því liggja gríðarleg verðmæti bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið allt. Við erum nefnilega rétt að byrja! Höfundur er félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður við næstu Alþingiskosningar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun