Eflum heilsugæsluna Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:00 Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. Þjóðin eldist og það er auðvitað hið besta mál. Kvíðvænlegt er hins vegar að þeim fækkar þá líka hlutfallslega sem yngri eru og virkir á vinnumarkaði. Færri og færri vinnandi höndum er ætlað að standa undir kerfinu þegar horft er einungis fáeina áratugi fram í tímann. Þessa áskorun verðum við að taka alvarlega. Verkefni næstu ára og áratuga eru ærin og ljóst að sitthvað þarf að breytast. Landspítalinn sendir út skilaboð nánast á hverjum degi um að þar sé starfsemin við þolmörk og ekkert megi út af bregða svo neyðarástand skapist. Hvað þýðir það ef rétt er? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við leysum ekki verkefni morgundagsins í heilbrigðiskerfinu án samvinnu hins opinbera og einkareksturs. Landspítali Háskólasjúkrahús verður alltaf hryggjarstykkið í íslensku heilbrigðiskerfi og miklar vonir eru bundnar við að með nýjum spítala náist hagræðing og betri aðstæður skapist bæði fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Þar með er ekki öll sagan sögð, það þarf jafnframt að styrkja sjálfan grunninn í kerfinu sem er heilsugæslan hringinn í kringum landið. Aðeins þannig drögum við um leið úr álagi á Landspítalanum. Það á að hvetja en ekki letja heilbrigðistarfsfólk sem vill láta til sín taka og vinna á sjálfstæðum heilsugæslustöðvum. Við höfum mörg dæmi um farsælan einkarekstur heilsugæslu sem starfar við hlið opinberra stöðva. Nú nýlega birtust fréttir af því að einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hefðu komið best út úr þjónustukönnunum. Og um það á heilsugæslan að snúast, ánægju og traust sjúklinga. Vert er að benda á að annars staðar á Norðurlöndunum er fyrirkomulag heilsugæslu með öðrum hætti en hér á landi. Í Danmörku er heilsugæslan að öllu leyti einkarekin, í Noregi eru yfir 90% heilsugæslustarfseminnar einkarekin og í Svíþjóð og Finnlandi er blandað kerfi einkareksturs og opinbers rekstur. Á Íslandi eru hlutföllin allt önnur. Innan við 10% heilsugæslunnar eru í einkarekstri en rúmlega 90% í opinberum rekstri. Alls staðar á Norðurlöndum er heilsugæslan fjármögnuð á sama hátt, með sköttum og svo greiðslum beint frá sjúklingum. Oft er vísað til Norðurlandanna sem mekka velferðarþjónustu á heimsvísu og íslenskir stjórnmálaflokkar líta til gjarnan þangað eftir fordæmi. Af hverju að gera undantekningu hér? Þetta fyrirkomulag einkarekstrar gengur vel annars staðar og engin ástæða er til að ætla að einkarekstur íslensks heilbrigðisstarfsfólks verði ekki farsæll líka í sama umfangi og gerist og gengur í norrænu grannríkjunum. Við höfum þar að auki fjölmörg dæmi hér heima um að slíkt rekstrarform gefist vel í mörgum greinum heilbrigðiskerfisins. Þar má nefna þjónustu tannlækna, sjúkraþjálfara, sjálfstætt starfandi ljósmæður og fleiri hópa. Því miður er það svo að sjúklingum er í mörgum tilvikum haldið sárkvöldum misserum saman í biðröðum eftir aðgerðum í opinbera kerfinu frekar en kaupa þjónustu einkarekinna stöðva. Meira að segja eru sjúklingar fluttir til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma á Íslandi. Hvaða vit er nú í því? Er ekki mál að linni? Leyfum þeim sem þurfa á þjónustunni að halda að eiga valið. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir því af krafti á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. Þjóðin eldist og það er auðvitað hið besta mál. Kvíðvænlegt er hins vegar að þeim fækkar þá líka hlutfallslega sem yngri eru og virkir á vinnumarkaði. Færri og færri vinnandi höndum er ætlað að standa undir kerfinu þegar horft er einungis fáeina áratugi fram í tímann. Þessa áskorun verðum við að taka alvarlega. Verkefni næstu ára og áratuga eru ærin og ljóst að sitthvað þarf að breytast. Landspítalinn sendir út skilaboð nánast á hverjum degi um að þar sé starfsemin við þolmörk og ekkert megi út af bregða svo neyðarástand skapist. Hvað þýðir það ef rétt er? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við leysum ekki verkefni morgundagsins í heilbrigðiskerfinu án samvinnu hins opinbera og einkareksturs. Landspítali Háskólasjúkrahús verður alltaf hryggjarstykkið í íslensku heilbrigðiskerfi og miklar vonir eru bundnar við að með nýjum spítala náist hagræðing og betri aðstæður skapist bæði fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Þar með er ekki öll sagan sögð, það þarf jafnframt að styrkja sjálfan grunninn í kerfinu sem er heilsugæslan hringinn í kringum landið. Aðeins þannig drögum við um leið úr álagi á Landspítalanum. Það á að hvetja en ekki letja heilbrigðistarfsfólk sem vill láta til sín taka og vinna á sjálfstæðum heilsugæslustöðvum. Við höfum mörg dæmi um farsælan einkarekstur heilsugæslu sem starfar við hlið opinberra stöðva. Nú nýlega birtust fréttir af því að einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hefðu komið best út úr þjónustukönnunum. Og um það á heilsugæslan að snúast, ánægju og traust sjúklinga. Vert er að benda á að annars staðar á Norðurlöndunum er fyrirkomulag heilsugæslu með öðrum hætti en hér á landi. Í Danmörku er heilsugæslan að öllu leyti einkarekin, í Noregi eru yfir 90% heilsugæslustarfseminnar einkarekin og í Svíþjóð og Finnlandi er blandað kerfi einkareksturs og opinbers rekstur. Á Íslandi eru hlutföllin allt önnur. Innan við 10% heilsugæslunnar eru í einkarekstri en rúmlega 90% í opinberum rekstri. Alls staðar á Norðurlöndum er heilsugæslan fjármögnuð á sama hátt, með sköttum og svo greiðslum beint frá sjúklingum. Oft er vísað til Norðurlandanna sem mekka velferðarþjónustu á heimsvísu og íslenskir stjórnmálaflokkar líta til gjarnan þangað eftir fordæmi. Af hverju að gera undantekningu hér? Þetta fyrirkomulag einkarekstrar gengur vel annars staðar og engin ástæða er til að ætla að einkarekstur íslensks heilbrigðisstarfsfólks verði ekki farsæll líka í sama umfangi og gerist og gengur í norrænu grannríkjunum. Við höfum þar að auki fjölmörg dæmi hér heima um að slíkt rekstrarform gefist vel í mörgum greinum heilbrigðiskerfisins. Þar má nefna þjónustu tannlækna, sjúkraþjálfara, sjálfstætt starfandi ljósmæður og fleiri hópa. Því miður er það svo að sjúklingum er í mörgum tilvikum haldið sárkvöldum misserum saman í biðröðum eftir aðgerðum í opinbera kerfinu frekar en kaupa þjónustu einkarekinna stöðva. Meira að segja eru sjúklingar fluttir til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma á Íslandi. Hvaða vit er nú í því? Er ekki mál að linni? Leyfum þeim sem þurfa á þjónustunni að halda að eiga valið. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir því af krafti á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun