Græn orka er lausnin Teitur Björn Einarsson skrifar 4. september 2021 08:00 Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísaði hún þar reyndar ranglega til forstjóra Landsvirkjunar máli sínu til stuðnings. Tiltók hún svo sérstaklega að það væri tímaspursmál hvenær eitt eða fleiri álver á Íslandi myndi loka og lét í það skína að þá myndu Íslendingar vera á grænni grein í orku- og loftslagsmálum. Þessi afstaða Pírata og fleiri flokka á vinstri vængnum lýsir annað hvort talsverðu skilningsleysi á eðli vandans sem við er að glíma á alþjóðavísu í loftslagsmálum eða, sem verra væri, vítaverðu áhugaleysi Pírata og fleiri á að takast raunverulega á við þetta hnattræna hættuástand með alvöru aðgerðum. Hvað þýðir lokun álvers á Íslandi? Reiknað hefur verið út að álver á Íslandi sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári sparar heiminum 3,7 milljón tonna losun af CO2 ár hvert miðað við heimsmeðaltalið en 4,8 milljón tonn af losun á ári færist starfsemin til Kína. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem loftslagsáætlun þess nær til er 2,9 milljón tonn á ári. Það væru því mjög vondar fréttir fyrir heiminn ef álver lokaði á Íslandi. Því starfsemin mun færast annað sama hvað úthrópunum vinstri manna á Íslandi líður og vera knúið mengandi orkugjöfum en ekki með grænni orku hér á Íslandi. Jákvæðar tilfærslur í loftslagsbókhaldi Íslands leysa ekki vandann. Það er eins og að ætla að læknast af hita með því einu að mæla einhvern annan heilbrigðan. Nær væri að líta svo á að heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda ætti að aukast um 3,7-4,8 milljón tonn á ári ef álver lokaði á Íslandi af því Íslendingar væru þar með ekki að leggja sitt af mörkun með heimsbyggðinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það þarf að virkja græna orku Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Til að draga umtalsvert úr losun CO2 á heimsvísu þarf að hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Íslandi taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku. Orkuskipti ná ekki einungis til bifreiða hér innanlands heldur einnig samgangna í lofti og til sjós og kalla þar með á lausnir eins og framleiðslu á rafeldsneyti, til dæmis vetni ofl. Heimurinn kallar á lausnir í loftslagsmálum og þess vegna felast tækifæri í því að ná tökum á framleiðslu vetnis á Íslandi og flytja það út til annarra landa sem skipta þá út mengandi orkugjöfum. Framlag Íslands til að draga úr útblæstri og losun á heimsvísu getur þannig stóraukist og haft verulega þýðingu samhliða efnahagslegum ávinningi um land allt. Það er stórundarlegt að flokkur eins og Vinstri græn, sem kenna sig mikið við umhverfisvernd, hafi ekki skoðað eða rætt afstöðu sína til vetnisframleiðslu á Íslandi í ljósi þess hvað það getur skipt miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til að framleiða vetni og ráðast í orkuskipti hér innanlands þarf græna orku. Hún er til en hana þarf að virkja með eins umhverfisvænum og hagkvæmum hætti og kostur er. Réttast væri að við mat á umhverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun verði horft til loftslagsáhrifa af nýtingu grænnar orku. Vinstriflokkar á villigötum Píratar, Vinstri græn og fleiri flokkar vinstrihreyfingarinnar tala hátt um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en fyrir þeim vakir eitthvað allt annað en árangur í loftslagsmálum. Stefna þeirra er sú að það megi ekki virkja heldur eigi að draga úr neyslu með boðum og bönnum, leggja á skatta og auka miðstýringu. Þeir vilja frekar algjörlega ósnerta náttúru á Íslandi í stað þess að bregðast við aðsteðjandi hættu fyrir mannkynið sem felst í loftslagsbreytingum af mannvöldum um allan heim. Þeirra stefna er röng því hún hefur enga raunverulega þýðingu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Orkumál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísaði hún þar reyndar ranglega til forstjóra Landsvirkjunar máli sínu til stuðnings. Tiltók hún svo sérstaklega að það væri tímaspursmál hvenær eitt eða fleiri álver á Íslandi myndi loka og lét í það skína að þá myndu Íslendingar vera á grænni grein í orku- og loftslagsmálum. Þessi afstaða Pírata og fleiri flokka á vinstri vængnum lýsir annað hvort talsverðu skilningsleysi á eðli vandans sem við er að glíma á alþjóðavísu í loftslagsmálum eða, sem verra væri, vítaverðu áhugaleysi Pírata og fleiri á að takast raunverulega á við þetta hnattræna hættuástand með alvöru aðgerðum. Hvað þýðir lokun álvers á Íslandi? Reiknað hefur verið út að álver á Íslandi sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári sparar heiminum 3,7 milljón tonna losun af CO2 ár hvert miðað við heimsmeðaltalið en 4,8 milljón tonn af losun á ári færist starfsemin til Kína. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem loftslagsáætlun þess nær til er 2,9 milljón tonn á ári. Það væru því mjög vondar fréttir fyrir heiminn ef álver lokaði á Íslandi. Því starfsemin mun færast annað sama hvað úthrópunum vinstri manna á Íslandi líður og vera knúið mengandi orkugjöfum en ekki með grænni orku hér á Íslandi. Jákvæðar tilfærslur í loftslagsbókhaldi Íslands leysa ekki vandann. Það er eins og að ætla að læknast af hita með því einu að mæla einhvern annan heilbrigðan. Nær væri að líta svo á að heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda ætti að aukast um 3,7-4,8 milljón tonn á ári ef álver lokaði á Íslandi af því Íslendingar væru þar með ekki að leggja sitt af mörkun með heimsbyggðinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það þarf að virkja græna orku Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Til að draga umtalsvert úr losun CO2 á heimsvísu þarf að hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Íslandi taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku. Orkuskipti ná ekki einungis til bifreiða hér innanlands heldur einnig samgangna í lofti og til sjós og kalla þar með á lausnir eins og framleiðslu á rafeldsneyti, til dæmis vetni ofl. Heimurinn kallar á lausnir í loftslagsmálum og þess vegna felast tækifæri í því að ná tökum á framleiðslu vetnis á Íslandi og flytja það út til annarra landa sem skipta þá út mengandi orkugjöfum. Framlag Íslands til að draga úr útblæstri og losun á heimsvísu getur þannig stóraukist og haft verulega þýðingu samhliða efnahagslegum ávinningi um land allt. Það er stórundarlegt að flokkur eins og Vinstri græn, sem kenna sig mikið við umhverfisvernd, hafi ekki skoðað eða rætt afstöðu sína til vetnisframleiðslu á Íslandi í ljósi þess hvað það getur skipt miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til að framleiða vetni og ráðast í orkuskipti hér innanlands þarf græna orku. Hún er til en hana þarf að virkja með eins umhverfisvænum og hagkvæmum hætti og kostur er. Réttast væri að við mat á umhverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun verði horft til loftslagsáhrifa af nýtingu grænnar orku. Vinstriflokkar á villigötum Píratar, Vinstri græn og fleiri flokkar vinstrihreyfingarinnar tala hátt um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en fyrir þeim vakir eitthvað allt annað en árangur í loftslagsmálum. Stefna þeirra er sú að það megi ekki virkja heldur eigi að draga úr neyslu með boðum og bönnum, leggja á skatta og auka miðstýringu. Þeir vilja frekar algjörlega ósnerta náttúru á Íslandi í stað þess að bregðast við aðsteðjandi hættu fyrir mannkynið sem felst í loftslagsbreytingum af mannvöldum um allan heim. Þeirra stefna er röng því hún hefur enga raunverulega þýðingu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun