Göngugötur Regnbogans Líf Magneudóttir skrifar 7. september 2021 16:01 Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál. Það er því vel skiljanlegt að hinsegin samfélaginu finnst komið aftan að sér með nýrri forhönnun að stækkun göngusvæðisins í miðborginni, þar sem ekki var hugað að regnboganum í forsendum hönnunar. Þetta hefði auðvitað átt að fara saman og hefur umræðan undanfarna daga enn og aftur sýnt okkur hversu sterkt og mikilvægt tákn regnboginn er í hugum fólks. Og fallegt kennileiti í Reykjavík. Göngugötur eru í mínum huga líka táknrænar eins og regnboginn og lýsandi fyrir þær áherslur sem stjórnvöld standa fyrir. Á göngugötum er fólk og umhverfi þess í öndvegi. Þar eigum við öll að geta komið saman – hvernig sem við erum – í öllum okkar fjölbreytileika – eins og allir litir regnbogans og fleiri til. Nýja hönnunin á Skólavörðustíg sem göngugötu þarf ekki að útiloka regnbogann, nema síður sé. Þær fögru og frábæru hugmyndir sem hönnunarteymið vann fyrir Reykjavík eru listaverk út af fyrir sig þar sem tekið var tillit til flest allra þeirra mikilvægu þátta sem huga þarf að í hönnun göngugatna og við borgarhönnun. Hafi þeir hrós fyrir. Ég er jafnframt þeirrrar skoðunar og sannfærðari en nokkru sinni fyrr að það hefði átt að stækka göngugötusvæðið allt upp eftir Skólavörðustígnum. Regnboginnn hefði mátt flæða upp eftir og til hliðar, umlykja gamla hegningarhúsið þar sem Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur glímukappi, var árið 1924 kærður og sendur í fangelsi fyrir að hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er okkur fjarstæðukennt á Íslandi í dag sem betur fer og til vitnis um hvað hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks – barátta sem hefur verið háð upp á líf og dauða – barátta háð fyrir tilverurétti hinsegin fólks og samfélagi fjölbreytileikans. Framkvæmdir við Skólavörðustíginn og gerð göngugatna eru ekki hafnar. Hugmyndir um útfærslu göngusvæðisins eru aftur á móti komnar fram. Við skulum hafa skoðanir á þeim og rýna þær til gagns og ræða þær. Næst á dagskrá er að eiga samtal um regnbogann yfir göngusvæðinu við hinsegin samfélagið, borgarhönnuðina, stjórnvöld og íbúa borgarinnar. Ég er sannfærð um að slíkt samtal skili okkur útkomu sem við getum öll verið ánægð með og stolt af. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Hinsegin Göngugötur Borgarstjórn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál. Það er því vel skiljanlegt að hinsegin samfélaginu finnst komið aftan að sér með nýrri forhönnun að stækkun göngusvæðisins í miðborginni, þar sem ekki var hugað að regnboganum í forsendum hönnunar. Þetta hefði auðvitað átt að fara saman og hefur umræðan undanfarna daga enn og aftur sýnt okkur hversu sterkt og mikilvægt tákn regnboginn er í hugum fólks. Og fallegt kennileiti í Reykjavík. Göngugötur eru í mínum huga líka táknrænar eins og regnboginn og lýsandi fyrir þær áherslur sem stjórnvöld standa fyrir. Á göngugötum er fólk og umhverfi þess í öndvegi. Þar eigum við öll að geta komið saman – hvernig sem við erum – í öllum okkar fjölbreytileika – eins og allir litir regnbogans og fleiri til. Nýja hönnunin á Skólavörðustíg sem göngugötu þarf ekki að útiloka regnbogann, nema síður sé. Þær fögru og frábæru hugmyndir sem hönnunarteymið vann fyrir Reykjavík eru listaverk út af fyrir sig þar sem tekið var tillit til flest allra þeirra mikilvægu þátta sem huga þarf að í hönnun göngugatna og við borgarhönnun. Hafi þeir hrós fyrir. Ég er jafnframt þeirrrar skoðunar og sannfærðari en nokkru sinni fyrr að það hefði átt að stækka göngugötusvæðið allt upp eftir Skólavörðustígnum. Regnboginnn hefði mátt flæða upp eftir og til hliðar, umlykja gamla hegningarhúsið þar sem Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur glímukappi, var árið 1924 kærður og sendur í fangelsi fyrir að hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er okkur fjarstæðukennt á Íslandi í dag sem betur fer og til vitnis um hvað hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks – barátta sem hefur verið háð upp á líf og dauða – barátta háð fyrir tilverurétti hinsegin fólks og samfélagi fjölbreytileikans. Framkvæmdir við Skólavörðustíginn og gerð göngugatna eru ekki hafnar. Hugmyndir um útfærslu göngusvæðisins eru aftur á móti komnar fram. Við skulum hafa skoðanir á þeim og rýna þær til gagns og ræða þær. Næst á dagskrá er að eiga samtal um regnbogann yfir göngusvæðinu við hinsegin samfélagið, borgarhönnuðina, stjórnvöld og íbúa borgarinnar. Ég er sannfærð um að slíkt samtal skili okkur útkomu sem við getum öll verið ánægð með og stolt af. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun