Þegar kerfið bregst brotaþolum Eva Hauksdóttir skrifar 11. september 2021 17:00 Af hverju taka konur sig saman um að segja frá kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum í stað þess að kæra til lögreglu? Það stendur ekki á svörum: Af því að það er tilgangslaust fyrir fórnarlömb kynferðisbrota að leita réttar síns. Af því að samfélagið er gegnsýrt af nauðgunarmenningu og brotaþolum ekki trúað nema ef þær skipta tugum sem benda á sama þrjótinn. Af því brotaþolar búa við þöggun en gerendur hafa aftur á móti greiðan aðgang að fjölmiðlum. Af því að allt heila helvítis kerfið er handónýtt, lögin sniðin að hagsmunum feðraveldisins, lögreglan gerendavæn, ríkissaksóknari harðbrjósta möppudýr og dómarar upp til hópa nauðgaravinir. Nauðganir eru ekki kærðar af því að brotaþolar upplifa aðra nauðgun af hálfu réttarvörslukerfisins. Kynferðisbrotamál eru ekkert rannsökuð heldur felld niður að geðþótta lögreglu. Nauðgarar eru nánast aldrei sakfelldir. Þá sjaldan að þeir eru sakfelldir fá þeir væga dóma, venjulega skilorðsbundna. Ef ódámurinn er á annað borð sakfelldur eru brotaþola skammtaðar svo nánasarlegar miskabætur að það tekur því varla einu sinni að reyna. Ofan á allt saman eiga brotaþolar svo á hættu að vera ákærðir og refsað fyrir rangar sakargiftir eða dæmdir til að greiða miskabætur vegna meiðyrða. Þetta er myndin sem dregin er upp. Sem betur fer stenst hún ekki skoðun. Ég ætla ekki að ræða meinta þöggun fjölmiðla og gerendasamúð almennings að sinni en bendi á nokkur atriði tengd réttarkerfinu. Það er ekki rétt, sem oft er haldið fram, að dómar í kynferðisbrotamálum séu venjulega skilorðsbundnir. Það er sjaldgæft að dómar vegna kynferðisbrota séu að öllu leyti skilorðsbundnir, það er þá helst þegar um mjög væg brot er að ræða og gerandinn barnungur. Ég hef enga úttekt séð sem styður þá kenningu að skilorðsbundnir dómar séu algengari í þessum brotaflokki en öðrum. Dómar vegna nauðgana hafa þyngst á síðustu áratugum. Algengur dómur fyrir nauðgun án líkamsmeiðinga er á bilinu 18-24 mánaða fangelsi. Hvort það telst hæfilegt er auðvitað matsatriði en sú hugmynd sem virðist algeng - að dæmdir nauðgarar fái nokkurra mánaða skilorðsbundna dóma - er ekki í takti við veruleikann. Miskabætur á Íslandi eru almennt lágar en í kynferðisbrotamálum eru þær með skárra móti. Margir rugla saman miskabótum og skaðabótum vegna fjártjóns og halda t.d. að æra þess sem er rekinn úr starfi sé meira metin en áfall konu sem hefur verið nauðgað. Í slíkum tilvikum eru bætur starfsmannsins að verulegu leyti vegna launamissis. Venjulega er ekkert fjártjón í kynferðisbrotamálum og bæturnar því að öllu leyti vegna miska, hugmyndin um að nauðgun sé en öðrum misgjörðum ódýrari byggir þannig á misskilningi. Brotaþolar eiga ekki á hættu að vera sakfelldir fyrir rangar sakargiftir þótt þeir leiti réttar síns. Í sakamálum er gengið út frá sakleysi sakbornings. Það er ákæruvaldið sem þarf að sanna að sá sem sætir rannsókn vegna rangra sakargifta hafi vísvitandi farið með ósannindi, til þess að með réttu sé hægt að sakfella hann. Brotaþoliá heldur ekki á hættu að vera sakfelldur í meiðyrðamáli. Það stendur upp á stefnanda að sýna fram á að hann hafi í raun orðið fyrir ærumeiðingum og það telst ekki ærumeiðing að segja sannleikann. Ef orð stendur gegn orði og engar aðrar sannanir fyrir hendi er ekki með neinum rétti hægt að sakfella þann sem segist hafa orðið fyrir broti eða orðið vitni að því. Það er aftur á móti hægt að sakfella þann sem ekki var í góðri trú um sannleiksgildi orða sinna og það telst ekki góð trú í skilningi laga að trúa alltaf brotaþola eða trúa öllu illu upp á einhvern vegna orðspors hans eða vegna þess að hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Stuðningsmenn brotaþola geta því átt sakfellingu á hættu en ekki brotaþoli sjálfur. Kerfið sem brást Hefur réttarkerfið brugðist þolendum kynferðisbrota? Svarið er því miður já. Þessar hugmyndir um hræðilega stöðu fórnarlamba kynferðisbrota eiga sér rót í veruleika sem er eldri kynslóðum í fersku minni. Viðhorf til ofbeldis hafa breyst mikið á einum mannsaldri og það á við um alla flokka ofbeldis. Það þótti venjulega ekki tilefni til lögreglurannsóknar, fyrir 60 árum, þótt maður nefbrotnaði í slagsmálum á sveitaballi. Starfsmanni datt ekki í hug að sækja rétt sinn þótt yfirmaðurinn niðurlægði hann og hefði í hótunum við hann. Einelti á skólalóðinni var ekki talið vandamál skólans og foreldrar máttu nota flengingar sem uppeldisaðferð. Biðraðakáfkallaði kannski á viðbrögðin "hættu þessu ógjóiðþitt" en dóninn var ekki rekinn úr vinnunni, hvað þá landsliðinu. Vitaskuld endurspeglaði réttarkerfið ríkjandi viðhorf til ofbeldis og kynferðisbrota. Ömurlegt dæmi er dómur vegna hópnauðgunar sem framin var á Skagaströnd árið 1970. Unglingsstrákar tóku sig saman um að nauðga 15 ára stúlku, ekki reyndar í fyrsta sinn, en þetta var í fyrsta sinn sem ákæra var gefin út. Dómarinn velktist ekki í vafa um að nauðgun hefði sannarlega átt sér stað en þótti rétt að skilorðsbinda dóminn, ekki aðeins vegna aldurs sakborninga heldur líka á þeirri forsendu að piltarnir hefðu nauðgað stúlkunni svo oft áður að þeir hefðu litið á það sem "hversdagslegan atburð, sem hefði engin eftirköst". Einnig nefndi dómarinn að hann hefði heyrt “við rannsókn málsins af fullorðnu fólki, að vísu tengt þeim ákærðu, að stúlkan væri allra gagn, jafn drengja, sem fullorðinna” en tók þó fram að það ætti ekki að hafa þýðingu hvort þolandinn hefði á sér óorð. Ekki fylgdu því neinar skýringar hvaða tilgangi þessi athugasemd í dómi átti þá að þjóna. Engan skyldi undra þótt konur sem bjuggu við þetta réttarástand hafi verið tregar til að kæra kynferðisbrot. Hvað er til ráða? Hvað er til ráða þegar réttarkerfið bregst? Það er hægt að gefa skít í kerfið. Brotaþolar geta sótt sitt réttlæti sjálfir með því að fara fram hjá þessu morkna kerfi, stofnað til réttarhalda á samfélagsmiðlum og búið til svarta lista með tilmælum um að sniðganga þá sem þar eru til sýnis. Það er ekki í boði að setja brotamenn í gapastokk í bókstaflegri merkingu en það er hægt að koma við opinberri smánun án þess að eiga á hættu að þetta ónothæfa réttarkerfi komi æðandi og refsi þolendum fyrir að grípa til fullkomlegra sanngjarnra hefnda. Það er líka hægt að berjast fyrir bættu kerfi. Og viti menn - það hefur einmitt verið gert og sú barátta hefur skilað árangri. Í sumum tilvikum hefur viðleitnin til að bæta réttarstöðu þeirra sem verða fyrir ofbeldi og öðru hróplegu ranglæti orðið til hagsbóta fyrir þolendur ofbeldis almennt. Í sumum tilvikum snúa umbætur sérstaklega að stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum. Svo helstu dæmi séu nefnd: Rekin er sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Gefinn er út bæklingur um réttarstöðu brotaþola (ekki aðeins í kynferðisbrotamálum) til þess að auðvelda brotaþola að átta sig á rétti sínum og sækja hann. Brotaþolar kynferðisbrota eiga alltaf rétt á því að fá skipaðan réttargæslumann sér að kostnaðarlausu. Í líkamsárásarmálum fer það eftir því hvort árásin er líkleg til að hafa valdið brotaþola skaða en gengið er út frá því að kynferðisbrot valdi alltaf skaða. Hlutverk réttargæslumanns er m.a. það að upplýsa brotaþola um stöðu sína, vera honum til halds og trausts t.d. í skýrslutökum hjá lögreglu, og setja fram bótakröfu ef ákæra er gefin út. Innan lögreglunnar starfar sérstök kynferðisbrotadeild með sérhæfðu starfsfólki. Þar vinnur fólk sem er sérhæft í rannsókn kynferðisbrota. Fólk sem hefur fengið sérþjálfun í samskiptum við fólk í áfalli. Fólk sem hefur sérþekkingu á afleiðingum kynferðisbrota. Fólk sem hefur sérþekkingu á málum barna sem verða fyrir kynferðisglæpum. Brotaþolar (ekki bara í kynferðisbrotamálum) geta sett fram bótakröfur í sakamáli og losnað þannig við þá fjárhagslegu áhættu sem fylgir því að höfða einkamál. Þegar sektardómur fellur greiðir ríkissjóður brotaþolum bætur að vissu marki (ekki aðeins í kynferðisbrotamálum) það veltur því ekki eingöngu á greiðslugetu gerandans hvort brotaþoli fær bætur. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um kynferðisbrot, sérstaklega með því markmiði að bæta réttarstöðu brotaþola og greiða fyrir sakfellingum. Einnig hefur verið tekin upp í hegningarlög grein sem lýtur að ofbeldi í nánum samböndum, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Mætti gera betur? Að sjálfsögðu - en það er ekki með nokkurri sanngirni hægt að halda því fram að réttarkerfið vinni beinlínis gegn þolendum kynferðisbrota og að enginn vilji sé til þess að koma til móts við þarfir þeirra. Þrátt fyrir ýmsar réttarbætur á síðustu áratugum er reiðin yfir hrópandi ranglæti í garð þolenda kynferðisbrota ekkert að réna. Fullyrðingum um ónýtt réttarkerfi fylgja þó sjaldan skýringar á því hvar gallarnir liggi eða hvað þurfi að breytast. Gagnrýnin beinist yfirleitt ekki að neyðarmóttökunni, réttargæslumönnum eða starfsliði kynferðisbrotadeildar nema þá helst að hvað varðar málshraða en tafir á lögreglurannsókn eru vandamál í flestum ef ekki öllum flokkum afbrota. Reiðin virðist helst beinast að ákæruvaldi og dómstólum. Fólki svíður það að ákæra sé ekki gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum og finnst svívirðilegt að sekir menn séu sýknaðir vegna skorts á sönnun. Krafan virðist vera sú að lögregla og ákæruvald trúi brotaþolum og hagi störfum sínum eftir því og að dómarar dæmi eftir þeirri siðareglu en ekki sönnunargögnum. Hvað vilja menn meira? Hvað þarf þá að gera til að réttarkerfið gagnist brotaþolum? Uppi eru hugmyndir um að veita brotaþolum aðild að sakamálum, líkt og gert er t.d. í Svíþjóð og Finnlandi. Eins og staðan er á Íslandi nú er brotaþolum aðeins veitt aðild að þeim hluta máls sem snýr að afleiðingum verknaðarins. Brotaþoli getur þannig lagt fram sönnun fyrir tjóni sínu og krafist bóta vegna þess á einkaréttarlegum grundvelli. Hann á aftur á móti ekki aðild að rannsókn sakamálsins og kemur ekkert að henni nema sem vitni. Brotaþoli á heldur engan þátt í ákvörðun um saksókn og getur ekki haft áhrif á það undir hvaða lagaákvæði brot er fellt eða hvaða viðurlaga er krafist. Það helsta sem mælir með því að veita brotaþolum aðild að sakamálum eru líðan brotaþola og rannsóknarhagsmunir. Annarsvegar gæti það dregið úr áfallinu við þær fréttir að mál sé fellt niður ef brotaþoli hefur fengið að fylgjast almennilega með rannsókn og sannfærst um að henni hafi verið sinnt af kostgæfni. Hinsvegar hafa brotaþolar algera sérstöðu sem vitni. Ætla má t.d. að ef brotaþoli hefði betri tök á að fylgjast með rannsókn máls gæti hann bent á atriði í framburði sakbornings sem ástæða er til að rannsaka nánar. Það eru einnig til rök sem mæla gegn því að brotaþolar fái aðild að sakamálum en ég ætla ekki að fara út í þau að þessu sinni. Setjum sem svo að þessi leið verði farin á Íslandi. Mun það verða til þess að brotaþolar fari að treysta kerfinu? Ég held ekki. Ég held að stóra ástæðan fyrir því að brotaþolar treysta ekki kerfinu sé ekki gagnleysi þess og fjandskapur í garð brotaþola, heldur linnulaus áróður um að lögin séu gölluð, réttarvörslukerfið ónýtt, fjölmiðlar stuðli að þöggun kynferðisbrota og að samúð almennings sé með nauðgaranum en ekki fórnarlambinu. Ég held að eina aðgerð ríksvaldsins sem gæti komið þeim sem leiða umræðuna um kynferðisbrot á þá skoðun að brotaþolar í kynferðisbrotamálum njóti réttlætis væri sú að leggja sönnunarbyrðina í slíkum málum á sakborning. Sú leið er andstæð grundvallarreglum réttaríkisins og verður því ekki farin án stórkostlegra breytinga á stjórnarskránni og helstu mannréttindasáttmálum. Og þessvegna fara réttarhöldin fram á samfélagsmiðlum; það eru ekki lögin eða réttarvörslukerfið, heldur réttarríkið sjálft, sem er handónýtt og ósanngjarnt gagnvart þolendum kynferðisbrota. Að baki býr sú hugmynd að eina raunhæfa leiðin í stöðunni sé sú að afnema réttarríkið og setja löggjöf, rannsókn, ákæruvald, dómsvald og framkvæmdarvald í hendur almennings. Ég held ekki að formleg skref verði tekin í þá átt á næstunni en menn fara nú þegar fram hjá réttarkerfinu til að ná fram hefndum. Sú þróun hefur orðið án nokkurrar viðspyrnu af hálfu löggjafa, framkvæmdarvalds eða dómstóla. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Dómstólar Eva Hauksdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Af hverju taka konur sig saman um að segja frá kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum í stað þess að kæra til lögreglu? Það stendur ekki á svörum: Af því að það er tilgangslaust fyrir fórnarlömb kynferðisbrota að leita réttar síns. Af því að samfélagið er gegnsýrt af nauðgunarmenningu og brotaþolum ekki trúað nema ef þær skipta tugum sem benda á sama þrjótinn. Af því brotaþolar búa við þöggun en gerendur hafa aftur á móti greiðan aðgang að fjölmiðlum. Af því að allt heila helvítis kerfið er handónýtt, lögin sniðin að hagsmunum feðraveldisins, lögreglan gerendavæn, ríkissaksóknari harðbrjósta möppudýr og dómarar upp til hópa nauðgaravinir. Nauðganir eru ekki kærðar af því að brotaþolar upplifa aðra nauðgun af hálfu réttarvörslukerfisins. Kynferðisbrotamál eru ekkert rannsökuð heldur felld niður að geðþótta lögreglu. Nauðgarar eru nánast aldrei sakfelldir. Þá sjaldan að þeir eru sakfelldir fá þeir væga dóma, venjulega skilorðsbundna. Ef ódámurinn er á annað borð sakfelldur eru brotaþola skammtaðar svo nánasarlegar miskabætur að það tekur því varla einu sinni að reyna. Ofan á allt saman eiga brotaþolar svo á hættu að vera ákærðir og refsað fyrir rangar sakargiftir eða dæmdir til að greiða miskabætur vegna meiðyrða. Þetta er myndin sem dregin er upp. Sem betur fer stenst hún ekki skoðun. Ég ætla ekki að ræða meinta þöggun fjölmiðla og gerendasamúð almennings að sinni en bendi á nokkur atriði tengd réttarkerfinu. Það er ekki rétt, sem oft er haldið fram, að dómar í kynferðisbrotamálum séu venjulega skilorðsbundnir. Það er sjaldgæft að dómar vegna kynferðisbrota séu að öllu leyti skilorðsbundnir, það er þá helst þegar um mjög væg brot er að ræða og gerandinn barnungur. Ég hef enga úttekt séð sem styður þá kenningu að skilorðsbundnir dómar séu algengari í þessum brotaflokki en öðrum. Dómar vegna nauðgana hafa þyngst á síðustu áratugum. Algengur dómur fyrir nauðgun án líkamsmeiðinga er á bilinu 18-24 mánaða fangelsi. Hvort það telst hæfilegt er auðvitað matsatriði en sú hugmynd sem virðist algeng - að dæmdir nauðgarar fái nokkurra mánaða skilorðsbundna dóma - er ekki í takti við veruleikann. Miskabætur á Íslandi eru almennt lágar en í kynferðisbrotamálum eru þær með skárra móti. Margir rugla saman miskabótum og skaðabótum vegna fjártjóns og halda t.d. að æra þess sem er rekinn úr starfi sé meira metin en áfall konu sem hefur verið nauðgað. Í slíkum tilvikum eru bætur starfsmannsins að verulegu leyti vegna launamissis. Venjulega er ekkert fjártjón í kynferðisbrotamálum og bæturnar því að öllu leyti vegna miska, hugmyndin um að nauðgun sé en öðrum misgjörðum ódýrari byggir þannig á misskilningi. Brotaþolar eiga ekki á hættu að vera sakfelldir fyrir rangar sakargiftir þótt þeir leiti réttar síns. Í sakamálum er gengið út frá sakleysi sakbornings. Það er ákæruvaldið sem þarf að sanna að sá sem sætir rannsókn vegna rangra sakargifta hafi vísvitandi farið með ósannindi, til þess að með réttu sé hægt að sakfella hann. Brotaþoliá heldur ekki á hættu að vera sakfelldur í meiðyrðamáli. Það stendur upp á stefnanda að sýna fram á að hann hafi í raun orðið fyrir ærumeiðingum og það telst ekki ærumeiðing að segja sannleikann. Ef orð stendur gegn orði og engar aðrar sannanir fyrir hendi er ekki með neinum rétti hægt að sakfella þann sem segist hafa orðið fyrir broti eða orðið vitni að því. Það er aftur á móti hægt að sakfella þann sem ekki var í góðri trú um sannleiksgildi orða sinna og það telst ekki góð trú í skilningi laga að trúa alltaf brotaþola eða trúa öllu illu upp á einhvern vegna orðspors hans eða vegna þess að hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Stuðningsmenn brotaþola geta því átt sakfellingu á hættu en ekki brotaþoli sjálfur. Kerfið sem brást Hefur réttarkerfið brugðist þolendum kynferðisbrota? Svarið er því miður já. Þessar hugmyndir um hræðilega stöðu fórnarlamba kynferðisbrota eiga sér rót í veruleika sem er eldri kynslóðum í fersku minni. Viðhorf til ofbeldis hafa breyst mikið á einum mannsaldri og það á við um alla flokka ofbeldis. Það þótti venjulega ekki tilefni til lögreglurannsóknar, fyrir 60 árum, þótt maður nefbrotnaði í slagsmálum á sveitaballi. Starfsmanni datt ekki í hug að sækja rétt sinn þótt yfirmaðurinn niðurlægði hann og hefði í hótunum við hann. Einelti á skólalóðinni var ekki talið vandamál skólans og foreldrar máttu nota flengingar sem uppeldisaðferð. Biðraðakáfkallaði kannski á viðbrögðin "hættu þessu ógjóiðþitt" en dóninn var ekki rekinn úr vinnunni, hvað þá landsliðinu. Vitaskuld endurspeglaði réttarkerfið ríkjandi viðhorf til ofbeldis og kynferðisbrota. Ömurlegt dæmi er dómur vegna hópnauðgunar sem framin var á Skagaströnd árið 1970. Unglingsstrákar tóku sig saman um að nauðga 15 ára stúlku, ekki reyndar í fyrsta sinn, en þetta var í fyrsta sinn sem ákæra var gefin út. Dómarinn velktist ekki í vafa um að nauðgun hefði sannarlega átt sér stað en þótti rétt að skilorðsbinda dóminn, ekki aðeins vegna aldurs sakborninga heldur líka á þeirri forsendu að piltarnir hefðu nauðgað stúlkunni svo oft áður að þeir hefðu litið á það sem "hversdagslegan atburð, sem hefði engin eftirköst". Einnig nefndi dómarinn að hann hefði heyrt “við rannsókn málsins af fullorðnu fólki, að vísu tengt þeim ákærðu, að stúlkan væri allra gagn, jafn drengja, sem fullorðinna” en tók þó fram að það ætti ekki að hafa þýðingu hvort þolandinn hefði á sér óorð. Ekki fylgdu því neinar skýringar hvaða tilgangi þessi athugasemd í dómi átti þá að þjóna. Engan skyldi undra þótt konur sem bjuggu við þetta réttarástand hafi verið tregar til að kæra kynferðisbrot. Hvað er til ráða? Hvað er til ráða þegar réttarkerfið bregst? Það er hægt að gefa skít í kerfið. Brotaþolar geta sótt sitt réttlæti sjálfir með því að fara fram hjá þessu morkna kerfi, stofnað til réttarhalda á samfélagsmiðlum og búið til svarta lista með tilmælum um að sniðganga þá sem þar eru til sýnis. Það er ekki í boði að setja brotamenn í gapastokk í bókstaflegri merkingu en það er hægt að koma við opinberri smánun án þess að eiga á hættu að þetta ónothæfa réttarkerfi komi æðandi og refsi þolendum fyrir að grípa til fullkomlegra sanngjarnra hefnda. Það er líka hægt að berjast fyrir bættu kerfi. Og viti menn - það hefur einmitt verið gert og sú barátta hefur skilað árangri. Í sumum tilvikum hefur viðleitnin til að bæta réttarstöðu þeirra sem verða fyrir ofbeldi og öðru hróplegu ranglæti orðið til hagsbóta fyrir þolendur ofbeldis almennt. Í sumum tilvikum snúa umbætur sérstaklega að stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum. Svo helstu dæmi séu nefnd: Rekin er sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Gefinn er út bæklingur um réttarstöðu brotaþola (ekki aðeins í kynferðisbrotamálum) til þess að auðvelda brotaþola að átta sig á rétti sínum og sækja hann. Brotaþolar kynferðisbrota eiga alltaf rétt á því að fá skipaðan réttargæslumann sér að kostnaðarlausu. Í líkamsárásarmálum fer það eftir því hvort árásin er líkleg til að hafa valdið brotaþola skaða en gengið er út frá því að kynferðisbrot valdi alltaf skaða. Hlutverk réttargæslumanns er m.a. það að upplýsa brotaþola um stöðu sína, vera honum til halds og trausts t.d. í skýrslutökum hjá lögreglu, og setja fram bótakröfu ef ákæra er gefin út. Innan lögreglunnar starfar sérstök kynferðisbrotadeild með sérhæfðu starfsfólki. Þar vinnur fólk sem er sérhæft í rannsókn kynferðisbrota. Fólk sem hefur fengið sérþjálfun í samskiptum við fólk í áfalli. Fólk sem hefur sérþekkingu á afleiðingum kynferðisbrota. Fólk sem hefur sérþekkingu á málum barna sem verða fyrir kynferðisglæpum. Brotaþolar (ekki bara í kynferðisbrotamálum) geta sett fram bótakröfur í sakamáli og losnað þannig við þá fjárhagslegu áhættu sem fylgir því að höfða einkamál. Þegar sektardómur fellur greiðir ríkissjóður brotaþolum bætur að vissu marki (ekki aðeins í kynferðisbrotamálum) það veltur því ekki eingöngu á greiðslugetu gerandans hvort brotaþoli fær bætur. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um kynferðisbrot, sérstaklega með því markmiði að bæta réttarstöðu brotaþola og greiða fyrir sakfellingum. Einnig hefur verið tekin upp í hegningarlög grein sem lýtur að ofbeldi í nánum samböndum, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Mætti gera betur? Að sjálfsögðu - en það er ekki með nokkurri sanngirni hægt að halda því fram að réttarkerfið vinni beinlínis gegn þolendum kynferðisbrota og að enginn vilji sé til þess að koma til móts við þarfir þeirra. Þrátt fyrir ýmsar réttarbætur á síðustu áratugum er reiðin yfir hrópandi ranglæti í garð þolenda kynferðisbrota ekkert að réna. Fullyrðingum um ónýtt réttarkerfi fylgja þó sjaldan skýringar á því hvar gallarnir liggi eða hvað þurfi að breytast. Gagnrýnin beinist yfirleitt ekki að neyðarmóttökunni, réttargæslumönnum eða starfsliði kynferðisbrotadeildar nema þá helst að hvað varðar málshraða en tafir á lögreglurannsókn eru vandamál í flestum ef ekki öllum flokkum afbrota. Reiðin virðist helst beinast að ákæruvaldi og dómstólum. Fólki svíður það að ákæra sé ekki gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum og finnst svívirðilegt að sekir menn séu sýknaðir vegna skorts á sönnun. Krafan virðist vera sú að lögregla og ákæruvald trúi brotaþolum og hagi störfum sínum eftir því og að dómarar dæmi eftir þeirri siðareglu en ekki sönnunargögnum. Hvað vilja menn meira? Hvað þarf þá að gera til að réttarkerfið gagnist brotaþolum? Uppi eru hugmyndir um að veita brotaþolum aðild að sakamálum, líkt og gert er t.d. í Svíþjóð og Finnlandi. Eins og staðan er á Íslandi nú er brotaþolum aðeins veitt aðild að þeim hluta máls sem snýr að afleiðingum verknaðarins. Brotaþoli getur þannig lagt fram sönnun fyrir tjóni sínu og krafist bóta vegna þess á einkaréttarlegum grundvelli. Hann á aftur á móti ekki aðild að rannsókn sakamálsins og kemur ekkert að henni nema sem vitni. Brotaþoli á heldur engan þátt í ákvörðun um saksókn og getur ekki haft áhrif á það undir hvaða lagaákvæði brot er fellt eða hvaða viðurlaga er krafist. Það helsta sem mælir með því að veita brotaþolum aðild að sakamálum eru líðan brotaþola og rannsóknarhagsmunir. Annarsvegar gæti það dregið úr áfallinu við þær fréttir að mál sé fellt niður ef brotaþoli hefur fengið að fylgjast almennilega með rannsókn og sannfærst um að henni hafi verið sinnt af kostgæfni. Hinsvegar hafa brotaþolar algera sérstöðu sem vitni. Ætla má t.d. að ef brotaþoli hefði betri tök á að fylgjast með rannsókn máls gæti hann bent á atriði í framburði sakbornings sem ástæða er til að rannsaka nánar. Það eru einnig til rök sem mæla gegn því að brotaþolar fái aðild að sakamálum en ég ætla ekki að fara út í þau að þessu sinni. Setjum sem svo að þessi leið verði farin á Íslandi. Mun það verða til þess að brotaþolar fari að treysta kerfinu? Ég held ekki. Ég held að stóra ástæðan fyrir því að brotaþolar treysta ekki kerfinu sé ekki gagnleysi þess og fjandskapur í garð brotaþola, heldur linnulaus áróður um að lögin séu gölluð, réttarvörslukerfið ónýtt, fjölmiðlar stuðli að þöggun kynferðisbrota og að samúð almennings sé með nauðgaranum en ekki fórnarlambinu. Ég held að eina aðgerð ríksvaldsins sem gæti komið þeim sem leiða umræðuna um kynferðisbrot á þá skoðun að brotaþolar í kynferðisbrotamálum njóti réttlætis væri sú að leggja sönnunarbyrðina í slíkum málum á sakborning. Sú leið er andstæð grundvallarreglum réttaríkisins og verður því ekki farin án stórkostlegra breytinga á stjórnarskránni og helstu mannréttindasáttmálum. Og þessvegna fara réttarhöldin fram á samfélagsmiðlum; það eru ekki lögin eða réttarvörslukerfið, heldur réttarríkið sjálft, sem er handónýtt og ósanngjarnt gagnvart þolendum kynferðisbrota. Að baki býr sú hugmynd að eina raunhæfa leiðin í stöðunni sé sú að afnema réttarríkið og setja löggjöf, rannsókn, ákæruvald, dómsvald og framkvæmdarvald í hendur almennings. Ég held ekki að formleg skref verði tekin í þá átt á næstunni en menn fara nú þegar fram hjá réttarkerfinu til að ná fram hefndum. Sú þróun hefur orðið án nokkurrar viðspyrnu af hálfu löggjafa, framkvæmdarvalds eða dómstóla. Höfundur er lögmaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun