8 mínútur og 39 sekúndur Una Hildardóttir skrifar 13. september 2021 07:30 Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Það er ánægjulegt að sjá áhrif aðgerða stjórnvalda síðastliðin ár staðfest með afgerandi hætti. Við sjáum loks til lands og færumst sífellt nær launajafnrétti en samt sem áður er mikilvægt að leggja ekki árar í bát. Hvers virði er ég? Þrátt fyrir að dregið hafi úr óleiðréttum launamun síðastliðin ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, t.a.m. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfu um jafnlaunavottun, er hann enn til staðar. Til þess að fá sömu laun þarf ég að vinna átta mínútum og 39 sekúndum lengur en karlmaður í sama starfi. Það eru fimm klukkutímar og 45 mínútur á viku eða næstum því 3 vinnudagar á mánuði. Hvert er þá virði mitt, virði okkar? Ef mánaðarlaun hans eru 350.000 kr væru mánaðarlaun mín 45 þúsund krónum lægri. Það eru 540 þúsund krónur á ári, sem ég fæ aldrei að sjá. Konur þurfa fjárhagslegt öryggi og virðingu á vinnumarkaði. Konur þurfa viðurkenningu á framlagi sínu og jafnrétti á vinnumarkaði. Úreltar kynjaímyndir viðhalda misrétti Launamunur segir okkur ekki alla söguna, atvinnutekjur karla eru enn töluvert hærri en kvenna og aðgerðir stjórnvalda hafa ekki beinst að leiðréttingu á launamun sem stafar af kynbundinni skiptingu vinnumarkaðsins. Kynjuð aðgreining er á milli vel launaðra karlastarfa annars vegar og illa launaðra kvennastarfa hins vegar. Kvennastörfin mætti flest öll skilgreina sem umönnunarstörf, sem konur unnu margar hverjar áður launalaust en sinna nú í láglaunastörfum. Virði framlags kvenna og hefðbundinna kvennastarfa til samfélagsins hefur lengi og er enn vanmetið á kerfislægan hátt. Við höfum viðhaldið misréttinu með gildismati sem byggir á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Nú liggja tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa í samráðsgátt. Leggur starfshópurinn til að skipaður verði aðgerðarhópur, farið verið í sérstakt þróunarverkefni um virðismat starfa og að þróuð verði aðgengileg samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga og Stéttarfélaga. Áfram af fullum krafti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að skipa aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgerðir í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og að tillögur starfshóps um virði kvennastarfa komist til framkvæmda. Fram undan kann að virðast stutt sigling en sagan segir okkur að baráttan fyrir jafnrétti og jöfnun kjörum hefur aldrei verið auðveld eða sjálfgefin. Við þurfum að brjóta niður kynjaskiptan vinnumarkað og fá störf kvenna metin rétt til launa. Við þurfum raunverulegar aðgerðir og öfluga eftirfylgni viljum við útrýma launamun kynjanna. Ég treysti engum betur en Katrínu Jakobsdóttur til þess að leiða þá vinnu innan stjórnkerfisins, því það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Það er ánægjulegt að sjá áhrif aðgerða stjórnvalda síðastliðin ár staðfest með afgerandi hætti. Við sjáum loks til lands og færumst sífellt nær launajafnrétti en samt sem áður er mikilvægt að leggja ekki árar í bát. Hvers virði er ég? Þrátt fyrir að dregið hafi úr óleiðréttum launamun síðastliðin ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, t.a.m. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfu um jafnlaunavottun, er hann enn til staðar. Til þess að fá sömu laun þarf ég að vinna átta mínútum og 39 sekúndum lengur en karlmaður í sama starfi. Það eru fimm klukkutímar og 45 mínútur á viku eða næstum því 3 vinnudagar á mánuði. Hvert er þá virði mitt, virði okkar? Ef mánaðarlaun hans eru 350.000 kr væru mánaðarlaun mín 45 þúsund krónum lægri. Það eru 540 þúsund krónur á ári, sem ég fæ aldrei að sjá. Konur þurfa fjárhagslegt öryggi og virðingu á vinnumarkaði. Konur þurfa viðurkenningu á framlagi sínu og jafnrétti á vinnumarkaði. Úreltar kynjaímyndir viðhalda misrétti Launamunur segir okkur ekki alla söguna, atvinnutekjur karla eru enn töluvert hærri en kvenna og aðgerðir stjórnvalda hafa ekki beinst að leiðréttingu á launamun sem stafar af kynbundinni skiptingu vinnumarkaðsins. Kynjuð aðgreining er á milli vel launaðra karlastarfa annars vegar og illa launaðra kvennastarfa hins vegar. Kvennastörfin mætti flest öll skilgreina sem umönnunarstörf, sem konur unnu margar hverjar áður launalaust en sinna nú í láglaunastörfum. Virði framlags kvenna og hefðbundinna kvennastarfa til samfélagsins hefur lengi og er enn vanmetið á kerfislægan hátt. Við höfum viðhaldið misréttinu með gildismati sem byggir á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Nú liggja tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa í samráðsgátt. Leggur starfshópurinn til að skipaður verði aðgerðarhópur, farið verið í sérstakt þróunarverkefni um virðismat starfa og að þróuð verði aðgengileg samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga og Stéttarfélaga. Áfram af fullum krafti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að skipa aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgerðir í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og að tillögur starfshóps um virði kvennastarfa komist til framkvæmda. Fram undan kann að virðast stutt sigling en sagan segir okkur að baráttan fyrir jafnrétti og jöfnun kjörum hefur aldrei verið auðveld eða sjálfgefin. Við þurfum að brjóta niður kynjaskiptan vinnumarkað og fá störf kvenna metin rétt til launa. Við þurfum raunverulegar aðgerðir og öfluga eftirfylgni viljum við útrýma launamun kynjanna. Ég treysti engum betur en Katrínu Jakobsdóttur til þess að leiða þá vinnu innan stjórnkerfisins, því það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar