Hvers vegna ekki Viðreisn? Þór Saari skrifar 13. september 2021 15:02 Það þarf kannski ekki að viðhafa sérstaklega mörg orð um Viðreisn sem stjórnmálaflokk, enda frekar sérkennilegt dæmi og alls ekki á hreinu fyrir hvað hann stendur. Forsaga flokksins, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, er þó í grunnin sú að að Evrópusinnaðir og þar með alþjóðasinnaðir Sjálfstæðismenn, voru mjög ónægðir með þjóðrembingslega einangrunarstefnu flokksins og vildu að flokkurinn tæki fulla afstöðu til þeirra gilda sem Evrópusambandið stæði fyrir og viðurkenndu, það sem þeim fannst, að Íslandi yrði betur borgið sem fullgildur aðili að ESB. Íslenskum hreppapólitíkusum í Sjálfstæðisflokknum óaði við þessu vegna ótta við að hér yrði tekið upp eðlilegra stjórnarfar og efnahagsumhverfi og til varð Viðreisn. Viðreisn fór hins vegar ekki vel af stað og bæði fyrsti formaður og sá núverandi eru misheppnuð sem leiðtogar. Sá fyrsti vegna sérlega lélegs kjörþokka og afneitunar á eina stefnumáli flokksins þegar hann var í ríkisstjórn, og þótt greindur sé þá náði hann alls ekki að matreiða Viðreisn sem eitthvað annað en lúinn eftirrétt með engu bragði. Núverandi formaður er svo misheppnuð vegna aðgerða, og aðgerðaleysis, sem leiddu til Hrunsins 2008 og hennar eigin tekjuöflunar samhliða því. Viðreisn er nefnilega með sanni ekkert annað en aukabátur í Sjálfstæðisflokknum sem er mannaður með ESB sinnum, nema þegar flokkurinn er í ríkisstjórn með þeim, eins og hann var um hríð árið 2017 og þingmennirnir „gleymdu“ ESB. Þá einhvern veginn var ESB aðildin orðin að aukaatriði. Þegar flokkur með eitt stefnumál selur það fyrir ráðherrastóla er allur trúverðugleiki að sjálfsögðu farinn og hann hefur ekki tekist að endurvekja. Þótt núverandi formaður sé á margan hátt skelegg, var hún áður varaformaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins á mesta hörmungarskeiði hans undir forystu Geirs H. Haarde í Hruninu 2008. Hún eignaðist og mikið af hlutabréfum með mjög skringilegum hætti í Kaupþingi í gegnum eiginmann sinn, en hann var einn af æðstu stjórnendunum þar á bæ. Þegar sá loftkastali hrundi kom í ljós að þau hjónin skulduðu 1.700 milljónir króna, jamm, segi og skrifa 1,7 milljarða, sem þau hafa aldrei borgað til baka. Hún vissi strax snemma árs 2008, ásamt öðrum innvígðum, að hrun bankakerfisins var óumflýjanlegt á komandi mánuðum, en eins og margir aðrir þagði hún þunnu hljóði og hvatti landsmenn til að taka áfram erlend og verðtryggð lán og kostaði þar með fjölmargar fjölskyldur aleiguna. Einskær og yfirgengilegur hroki hennar í garð þeirra sem dirfðust að velta vöngum yfir því að þessi fjármálabóla gæti sprungið, hefur enn ekki gleymst. Viðreisn hefur líka verið í ríkisstjórn sem hafnaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Núverandi formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði svo sjálf orðrétt á Alþingi þann 6. júlí síðastliðin: "Ég get ekki tekið undir að það eigi að innleiða hina svokölluðu nýju stjórnarskrá, ég hef ekki verið þeirrar skoðunar og hef ekki breytt þeirri skoðun minni." Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Viðreisn hefur því í orði, sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari. Það er því fullkominn skortur á trúverðugleika Viðreisnar sem stjórnaálafls, sem gerir það að verkum að það er fráleitt að kjósa flokkinn. Viðreisn hefur svikið eina stefnumál sitt fyrir ráðherrastóla, er andsnúinn lýðræði sem stjórnarfari, og er fullkomlega ótrúverðugur í efnahagsmálum með núverandi formann sem kaftein. Þetta er í raun bara gerviflokkur fyrir þröngan hagsmunahóp fólks sem er að reyna að troða sér að alsnægtarborði Sjálfstæðisflokksins með von um brauðmola fyrir sjálft sig. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Viðreisn. Það er bara ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það þarf kannski ekki að viðhafa sérstaklega mörg orð um Viðreisn sem stjórnmálaflokk, enda frekar sérkennilegt dæmi og alls ekki á hreinu fyrir hvað hann stendur. Forsaga flokksins, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, er þó í grunnin sú að að Evrópusinnaðir og þar með alþjóðasinnaðir Sjálfstæðismenn, voru mjög ónægðir með þjóðrembingslega einangrunarstefnu flokksins og vildu að flokkurinn tæki fulla afstöðu til þeirra gilda sem Evrópusambandið stæði fyrir og viðurkenndu, það sem þeim fannst, að Íslandi yrði betur borgið sem fullgildur aðili að ESB. Íslenskum hreppapólitíkusum í Sjálfstæðisflokknum óaði við þessu vegna ótta við að hér yrði tekið upp eðlilegra stjórnarfar og efnahagsumhverfi og til varð Viðreisn. Viðreisn fór hins vegar ekki vel af stað og bæði fyrsti formaður og sá núverandi eru misheppnuð sem leiðtogar. Sá fyrsti vegna sérlega lélegs kjörþokka og afneitunar á eina stefnumáli flokksins þegar hann var í ríkisstjórn, og þótt greindur sé þá náði hann alls ekki að matreiða Viðreisn sem eitthvað annað en lúinn eftirrétt með engu bragði. Núverandi formaður er svo misheppnuð vegna aðgerða, og aðgerðaleysis, sem leiddu til Hrunsins 2008 og hennar eigin tekjuöflunar samhliða því. Viðreisn er nefnilega með sanni ekkert annað en aukabátur í Sjálfstæðisflokknum sem er mannaður með ESB sinnum, nema þegar flokkurinn er í ríkisstjórn með þeim, eins og hann var um hríð árið 2017 og þingmennirnir „gleymdu“ ESB. Þá einhvern veginn var ESB aðildin orðin að aukaatriði. Þegar flokkur með eitt stefnumál selur það fyrir ráðherrastóla er allur trúverðugleiki að sjálfsögðu farinn og hann hefur ekki tekist að endurvekja. Þótt núverandi formaður sé á margan hátt skelegg, var hún áður varaformaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins á mesta hörmungarskeiði hans undir forystu Geirs H. Haarde í Hruninu 2008. Hún eignaðist og mikið af hlutabréfum með mjög skringilegum hætti í Kaupþingi í gegnum eiginmann sinn, en hann var einn af æðstu stjórnendunum þar á bæ. Þegar sá loftkastali hrundi kom í ljós að þau hjónin skulduðu 1.700 milljónir króna, jamm, segi og skrifa 1,7 milljarða, sem þau hafa aldrei borgað til baka. Hún vissi strax snemma árs 2008, ásamt öðrum innvígðum, að hrun bankakerfisins var óumflýjanlegt á komandi mánuðum, en eins og margir aðrir þagði hún þunnu hljóði og hvatti landsmenn til að taka áfram erlend og verðtryggð lán og kostaði þar með fjölmargar fjölskyldur aleiguna. Einskær og yfirgengilegur hroki hennar í garð þeirra sem dirfðust að velta vöngum yfir því að þessi fjármálabóla gæti sprungið, hefur enn ekki gleymst. Viðreisn hefur líka verið í ríkisstjórn sem hafnaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Núverandi formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði svo sjálf orðrétt á Alþingi þann 6. júlí síðastliðin: "Ég get ekki tekið undir að það eigi að innleiða hina svokölluðu nýju stjórnarskrá, ég hef ekki verið þeirrar skoðunar og hef ekki breytt þeirri skoðun minni." Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Viðreisn hefur því í orði, sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari. Það er því fullkominn skortur á trúverðugleika Viðreisnar sem stjórnaálafls, sem gerir það að verkum að það er fráleitt að kjósa flokkinn. Viðreisn hefur svikið eina stefnumál sitt fyrir ráðherrastóla, er andsnúinn lýðræði sem stjórnarfari, og er fullkomlega ótrúverðugur í efnahagsmálum með núverandi formann sem kaftein. Þetta er í raun bara gerviflokkur fyrir þröngan hagsmunahóp fólks sem er að reyna að troða sér að alsnægtarborði Sjálfstæðisflokksins með von um brauðmola fyrir sjálft sig. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Viðreisn. Það er bara ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun