Hefur ekki keypt áfengi af netverslun og skoðar hvort starfsemin standist lög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2021 21:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun. Þetta kom fram í máli hennar þegar rætt var við fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrr í dag kom fram að erindi FA væri ósvarað, tveimur vikum eftir að það var sent á fjármála- og efnahagsráðuneytið, en síðar áframsent á dómsmálaráðuneytið. „Þessu erindi var beint til tveggja ráðuneyta og það er bara í vinnslu, svarið við því,“ sagði Áslaug Arna. Hún hafi á þessu kjörtímabili talið, og telji raunar enn, að farsælasta lausnin í málinu sé að breyta löggjöfinni á þá leið að íslenskum netverslunum verði heimilt að selja áfengi, en þeim er það óheimilt eins og sakir standa. „Sem myndi þá skýra þetta mun betur, varðandi bæði aldur og eftirlit og fleira. Það er auðvitað staðan að erlendum netverslunum er heimilt að selja áfengi, ég vildi jafna þessa stöðu og hyggst enn þá beita mér fyrir því.“ Meðal netverslana sem selja vín hér á landi er Sante, sem er með lager á Íslandi, og Nýja Vínbúðin, en eigandi hennar segir verslunina með vöruhús í Evrópu sem sent er frá. Í júlí lagði ÁTVR fram kæru á hendur Sante, ásamt eigandanum Arnari Sigurðssyni, til lögreglu og Skattsins og taldi fyrirtækið ekki standa skil á innheimtum virðisaukaskatti. Aðspurð sagðist Áslaug sjálf ekki hafa keypt áfengi af netverslun sem bjóði upp á slíka þjónustu hér á landi. Finnst þér starfsemi verslananna núna vera vafasöm samkvæmt lögunum? „Það er það sem ráðuneytið er að skoða,“ svaraði Áslaug. Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta kom fram í máli hennar þegar rætt var við fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrr í dag kom fram að erindi FA væri ósvarað, tveimur vikum eftir að það var sent á fjármála- og efnahagsráðuneytið, en síðar áframsent á dómsmálaráðuneytið. „Þessu erindi var beint til tveggja ráðuneyta og það er bara í vinnslu, svarið við því,“ sagði Áslaug Arna. Hún hafi á þessu kjörtímabili talið, og telji raunar enn, að farsælasta lausnin í málinu sé að breyta löggjöfinni á þá leið að íslenskum netverslunum verði heimilt að selja áfengi, en þeim er það óheimilt eins og sakir standa. „Sem myndi þá skýra þetta mun betur, varðandi bæði aldur og eftirlit og fleira. Það er auðvitað staðan að erlendum netverslunum er heimilt að selja áfengi, ég vildi jafna þessa stöðu og hyggst enn þá beita mér fyrir því.“ Meðal netverslana sem selja vín hér á landi er Sante, sem er með lager á Íslandi, og Nýja Vínbúðin, en eigandi hennar segir verslunina með vöruhús í Evrópu sem sent er frá. Í júlí lagði ÁTVR fram kæru á hendur Sante, ásamt eigandanum Arnari Sigurðssyni, til lögreglu og Skattsins og taldi fyrirtækið ekki standa skil á innheimtum virðisaukaskatti. Aðspurð sagðist Áslaug sjálf ekki hafa keypt áfengi af netverslun sem bjóði upp á slíka þjónustu hér á landi. Finnst þér starfsemi verslananna núna vera vafasöm samkvæmt lögunum? „Það er það sem ráðuneytið er að skoða,“ svaraði Áslaug.
Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira