Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. september 2021 07:01 Herdís Pála Pálsdóttir. Vísir/Vilhelm „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. Herdís segir þessar tölur segja okkur allt um það, hversu mikilvægt það er að sinna mannauðsmálum mjög vel. „Með þennan mikla kostnað er eins gott að huga vel að því hvernig við getum fengið sem best út úr mannauðnum og þessum kostnaði, þó þannig að við séum á sama tíma að huga að velsæld starfsfólks.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um helstu áherslur í mannauðsmálum og niðurstöður nýrrar könnunar á vinnumarkaði sem sýna meðal annars nýja samræmda mælikvarða. Engin skömm að því að tala um líðan Að sögn Herdísar Pálu er líklegt að andleg heilsa verði fyrirferðarmikil í mannauðsmálum næstu misserin. Mörg fyrirtæki hafa reyndar lengi hugað vel að heilsu síns fólks. Til dæmis boðið upp á heilsufarsmælingar, góð mötuneyti, fyrirlestra um svefn og fleira. Þetta verður mikilvægt til að að sporna við kulnunartilfellum en í kjölfar Covid má einnig búast við að enn betur þurfi að huga að þessum málum. Að ræða andlega heilsu er þó áskorun út af fyrir sig. Á vinnustöðum þurfum við að þora að tala um hvernig okkur líður án þess að því fylgi einhver skömm. Á sama tíma þurfa stjórnendur að læra betur að þekkja fyrstu einkenni og hver geta verið fyrstu viðbrögð, ef bera fer á því að andleg heilsa einhverra starfsmanna sé kannski ekki nógu góð,“ segir Herdís Pála. Þá telur hún líklegt að vinnustaðir fari að gera meira í því að skapa góða upplifun og stemningu meðal starfsfólks þannig að starfsfólki upplifi enn sterkar, og vilji einnig, tilheyra vinnustaðnum. „Það eru ákveðin viðbrögð við því að almennt er fólk farið að stoppa styttra á hverjum vinnustað en líka eykst þörfin fyrir þetta samhliða aukinni fjarvinnu, að á vinnustaðnum upplifi starfsmaður að hann tilheyri góðri heild með skýran tilgang, þannig að þráðurinn á milli slitni ekki þó unnið sé í fjarvinnu.“ Stjórnendur þurfa þjálfun Herdís segir jákvætt að sjá í niðurstöðum könnunarinnar að það er fjölgun í verkefnum tengdum sjálfvirknivæðingu. Þau verkefni virðast ekki endilega hafa verið að leiða til fækkunar starfsfólks. „Þannig að fyrirtækin eru að nota tæknina frábærlega til að auka virði, en ekki bara til að spara kostnað.“ Í þessu samhengi þarf samt að minna á vaxandi mikilvægi þess að starfsfólk fái endur- og símenntun. Þjálfa þurfi fólk til að búa það undir framtíðina, aukna tækni og breytingu á því hvernig við vinnum. Þjálfun sem þessi, eigi þó líka við um stjórnendur. „Stjórnendur þurfa sérstaka þjálfun í því sem við köllum soft skills, sem eru þá þættir eins og hlustun, tilfinningagreind, samskiptafærni og fleira.“ Þá segir Herdís Pála stjórnendur þurfa þjálfun í breyttum stjórnunaraðferðum samhliða aukinni fjarvinnu og breyttu vinnulagi. Það getur kallað á hugrekki hjá mörgum stjórnendum að þora að fara að beita nýjum stjórnunaraðferðum en það er alveg ljóst að eftir því sem vinnulag og vinnuumhverfi breytist að þá er það ekki vænlegt til mikils árangurs að halda áfram að beita sömu stjórnunaraðferðunum og lengi hefur verið gert, jafnvel aðferðum sem rekja má til annarrar iðnbyltingar, nú þegar við erum að lifa fjórðu iðnbyltinguna.“ Sem dæmi nefnir Herdís Pála hvernig við ráðum og tökum á móti nýju fólki, hvernig við metum frammistöðu, hvernig og hversu oft við veitum endurgjöf, hvetjum og svo framvegis. „Í stærra samhengi verð ég líka að nefna, vegna niðurstaðna sem komu fram í nýlegri rannsókn sem ég gerði með dr. Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, við skrif okkar á bókinni Völundarhús tækifæra, að fjölbreytni ráðningarsambanda er að aukast, sem mun breyta heilmiklu varðandi mannauðsmál vinnustaða. Þetta mun kalla á breytingar í stefnum vinnustaða þegar kemur að mannauðsstjórnun,“ segir Herdís Pála. Er starfsmannavelta að aukast? Eins og fram kom í umfjöllun Atvinnulífsins í gær er mikill munur á starfsmannaveltu í einkageiranum, til samanburðar við opinbera geirann. Í einkageiranum var starfsmannaveltan ríflega 13% en í opinbera geiranum 6%. Þennan mun er ekki aðeins hægt að skrifa á heimsfaraldurinn því árið 2019 mældist starfsmannavelta í einkageiranum 17% en 6% í opinbera geiranum. Að mati Herdísar Pálu eru því ýmsar vísbendingar um að starfsmannavelta sé að aukast í einkageiranum og verði jafnvel enn meiri árið 2021 en var í fyrra. Fólk sé einfaldlega að færa sig til í starfi og leitar þá frekar í vinnustaði, störf og verkefni sem bjóða upp á sveigjanleika og þann lífsstíl sem fólk vill hafa. En eru vinnustaðir vel undirbúnir undir þær breytingar sem framundan eru? „Ég held að það séu margir vinnustaðir mjög vel undirbúnir og aðrir sem eru bara alls ekki nægjanlega vel undirbúnir, því miður,“ segir Herdís Pála. Hún mælir með því að vinnustaðir byrji að undirbúa sig strax undir breytta tíma. Því framtíðin byrji strax á morgun. „Það er aldrei laus tími í undirbúning og pælingar, það þarf að forgangsraða tíma í það, hreinlega að taka tíma í það.“ Þá mælir Herdís Pála með því að vinnustaðir fái utanaðkomandi aðstoð. „Reynsla fólks til að undirbúa þessar breytingar er kannski mismikil eða ekki á því sviði sem helst þarf á að halda,“ segir Herdís Pála og bendir því á að oft sé gott fyrir vinnustaði að fá tímabundna utanaðkomandi aðstoð frá aðilum sem hafa meiri þekkingu eða reynslu í þessu samhengi. „Fá kannski tímabundið inn einhverja sem hafa meiri þekkingu og/eða gagnlega reynslu í þessu samhengi annars staðar frá eða geta komið inn með ferskt sjónarhorn sem er ekki litað af því hvernig hlutirnir hafa alltaf verið gerðir, vinatengslum á vinnustaðnum eða ríkjandi vinnustaðarmenningu.“ Stjórnun Heilsa Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Leiðir til að lokka starfsfólk aftur á vinnustaðinn Sitt sýnist hverjum um ágæti fjarvinnu. Sumir hreinlega elska þessa nýju veröld á meðan aðrir óska þess heitast að allt verði eins og það var fyrir Covid. Þá sérstaklega eru vinnuveitendur margir sagðir uggandi yfir því hversu áhugalaust fólk er um að mæta aftur til vinnu á vinnustaðinn sjálfan! 3. september 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Vinnustaðir fyrir og eftir Covid Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid. 27. ágúst 2021 07:00 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 „Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Sjá meira
Herdís segir þessar tölur segja okkur allt um það, hversu mikilvægt það er að sinna mannauðsmálum mjög vel. „Með þennan mikla kostnað er eins gott að huga vel að því hvernig við getum fengið sem best út úr mannauðnum og þessum kostnaði, þó þannig að við séum á sama tíma að huga að velsæld starfsfólks.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um helstu áherslur í mannauðsmálum og niðurstöður nýrrar könnunar á vinnumarkaði sem sýna meðal annars nýja samræmda mælikvarða. Engin skömm að því að tala um líðan Að sögn Herdísar Pálu er líklegt að andleg heilsa verði fyrirferðarmikil í mannauðsmálum næstu misserin. Mörg fyrirtæki hafa reyndar lengi hugað vel að heilsu síns fólks. Til dæmis boðið upp á heilsufarsmælingar, góð mötuneyti, fyrirlestra um svefn og fleira. Þetta verður mikilvægt til að að sporna við kulnunartilfellum en í kjölfar Covid má einnig búast við að enn betur þurfi að huga að þessum málum. Að ræða andlega heilsu er þó áskorun út af fyrir sig. Á vinnustöðum þurfum við að þora að tala um hvernig okkur líður án þess að því fylgi einhver skömm. Á sama tíma þurfa stjórnendur að læra betur að þekkja fyrstu einkenni og hver geta verið fyrstu viðbrögð, ef bera fer á því að andleg heilsa einhverra starfsmanna sé kannski ekki nógu góð,“ segir Herdís Pála. Þá telur hún líklegt að vinnustaðir fari að gera meira í því að skapa góða upplifun og stemningu meðal starfsfólks þannig að starfsfólki upplifi enn sterkar, og vilji einnig, tilheyra vinnustaðnum. „Það eru ákveðin viðbrögð við því að almennt er fólk farið að stoppa styttra á hverjum vinnustað en líka eykst þörfin fyrir þetta samhliða aukinni fjarvinnu, að á vinnustaðnum upplifi starfsmaður að hann tilheyri góðri heild með skýran tilgang, þannig að þráðurinn á milli slitni ekki þó unnið sé í fjarvinnu.“ Stjórnendur þurfa þjálfun Herdís segir jákvætt að sjá í niðurstöðum könnunarinnar að það er fjölgun í verkefnum tengdum sjálfvirknivæðingu. Þau verkefni virðast ekki endilega hafa verið að leiða til fækkunar starfsfólks. „Þannig að fyrirtækin eru að nota tæknina frábærlega til að auka virði, en ekki bara til að spara kostnað.“ Í þessu samhengi þarf samt að minna á vaxandi mikilvægi þess að starfsfólk fái endur- og símenntun. Þjálfa þurfi fólk til að búa það undir framtíðina, aukna tækni og breytingu á því hvernig við vinnum. Þjálfun sem þessi, eigi þó líka við um stjórnendur. „Stjórnendur þurfa sérstaka þjálfun í því sem við köllum soft skills, sem eru þá þættir eins og hlustun, tilfinningagreind, samskiptafærni og fleira.“ Þá segir Herdís Pála stjórnendur þurfa þjálfun í breyttum stjórnunaraðferðum samhliða aukinni fjarvinnu og breyttu vinnulagi. Það getur kallað á hugrekki hjá mörgum stjórnendum að þora að fara að beita nýjum stjórnunaraðferðum en það er alveg ljóst að eftir því sem vinnulag og vinnuumhverfi breytist að þá er það ekki vænlegt til mikils árangurs að halda áfram að beita sömu stjórnunaraðferðunum og lengi hefur verið gert, jafnvel aðferðum sem rekja má til annarrar iðnbyltingar, nú þegar við erum að lifa fjórðu iðnbyltinguna.“ Sem dæmi nefnir Herdís Pála hvernig við ráðum og tökum á móti nýju fólki, hvernig við metum frammistöðu, hvernig og hversu oft við veitum endurgjöf, hvetjum og svo framvegis. „Í stærra samhengi verð ég líka að nefna, vegna niðurstaðna sem komu fram í nýlegri rannsókn sem ég gerði með dr. Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, við skrif okkar á bókinni Völundarhús tækifæra, að fjölbreytni ráðningarsambanda er að aukast, sem mun breyta heilmiklu varðandi mannauðsmál vinnustaða. Þetta mun kalla á breytingar í stefnum vinnustaða þegar kemur að mannauðsstjórnun,“ segir Herdís Pála. Er starfsmannavelta að aukast? Eins og fram kom í umfjöllun Atvinnulífsins í gær er mikill munur á starfsmannaveltu í einkageiranum, til samanburðar við opinbera geirann. Í einkageiranum var starfsmannaveltan ríflega 13% en í opinbera geiranum 6%. Þennan mun er ekki aðeins hægt að skrifa á heimsfaraldurinn því árið 2019 mældist starfsmannavelta í einkageiranum 17% en 6% í opinbera geiranum. Að mati Herdísar Pálu eru því ýmsar vísbendingar um að starfsmannavelta sé að aukast í einkageiranum og verði jafnvel enn meiri árið 2021 en var í fyrra. Fólk sé einfaldlega að færa sig til í starfi og leitar þá frekar í vinnustaði, störf og verkefni sem bjóða upp á sveigjanleika og þann lífsstíl sem fólk vill hafa. En eru vinnustaðir vel undirbúnir undir þær breytingar sem framundan eru? „Ég held að það séu margir vinnustaðir mjög vel undirbúnir og aðrir sem eru bara alls ekki nægjanlega vel undirbúnir, því miður,“ segir Herdís Pála. Hún mælir með því að vinnustaðir byrji að undirbúa sig strax undir breytta tíma. Því framtíðin byrji strax á morgun. „Það er aldrei laus tími í undirbúning og pælingar, það þarf að forgangsraða tíma í það, hreinlega að taka tíma í það.“ Þá mælir Herdís Pála með því að vinnustaðir fái utanaðkomandi aðstoð. „Reynsla fólks til að undirbúa þessar breytingar er kannski mismikil eða ekki á því sviði sem helst þarf á að halda,“ segir Herdís Pála og bendir því á að oft sé gott fyrir vinnustaði að fá tímabundna utanaðkomandi aðstoð frá aðilum sem hafa meiri þekkingu eða reynslu í þessu samhengi. „Fá kannski tímabundið inn einhverja sem hafa meiri þekkingu og/eða gagnlega reynslu í þessu samhengi annars staðar frá eða geta komið inn með ferskt sjónarhorn sem er ekki litað af því hvernig hlutirnir hafa alltaf verið gerðir, vinatengslum á vinnustaðnum eða ríkjandi vinnustaðarmenningu.“
Stjórnun Heilsa Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Leiðir til að lokka starfsfólk aftur á vinnustaðinn Sitt sýnist hverjum um ágæti fjarvinnu. Sumir hreinlega elska þessa nýju veröld á meðan aðrir óska þess heitast að allt verði eins og það var fyrir Covid. Þá sérstaklega eru vinnuveitendur margir sagðir uggandi yfir því hversu áhugalaust fólk er um að mæta aftur til vinnu á vinnustaðinn sjálfan! 3. september 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Vinnustaðir fyrir og eftir Covid Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid. 27. ágúst 2021 07:00 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 „Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Sjá meira
Leiðir til að lokka starfsfólk aftur á vinnustaðinn Sitt sýnist hverjum um ágæti fjarvinnu. Sumir hreinlega elska þessa nýju veröld á meðan aðrir óska þess heitast að allt verði eins og það var fyrir Covid. Þá sérstaklega eru vinnuveitendur margir sagðir uggandi yfir því hversu áhugalaust fólk er um að mæta aftur til vinnu á vinnustaðinn sjálfan! 3. september 2021 07:01
Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01
Vinnustaðir fyrir og eftir Covid Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid. 27. ágúst 2021 07:00
Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00
„Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01