Færeysk fiskeldisfyrirtæki fordæma leiftursdrápin Þorgils Jónsson skrifar 16. september 2021 23:54 Drápið á 1.428 leiftrum, hvölum af höfrungaætt, í Skálafirði í Færeyjum um síðustu helgi hefur vakið mikil viðbrögð víða um heim. Samtök fiskeldisfyrirtækja þar í landi fordæma drápið og landsstjórnin boða endurskoðun á reglum um höfrungadráp. Sea Sheperd Havbúnaðarfelagið, samtök stærstu fiskeldisfyrirtækja Færeyja fordæmdi stórfellt dráp á leiftrum, hvölum af ætt höfrunga, sem átti sér stað í Skálafirði um síðustu helgi. Þar voru 1.428 dýr drepin. Atburðurinn hefur vakið mikla reiði utanlands sem innan, en landsstjórnin í Færeyjum hyggst taka reglur um höfrungaveiðar til gagngerrar endurskoðunar. Samtökin undirstrika að fyrirtækin hafi hvergi komið nærri drápinu, og engir bátar eða aðstaða frá þeim hafi verið nýtt til drápanna eða eftir þau. Í samtali við danska ríkisútvarpið, DR, segir Regin Jacobsen, forstjóri laxeldisfyrirtækisins Bakkafrost, að fyrirtækið hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um málið frá viðskiptavinum erlendis. Málið geti stórskaðað útflutningsfyrirtæki og því fagnar hann því að stjórnvöld ætli að taka málið föstum tökum. Að hans mati kæmi vel til greina að banna allt höfrungadráp. „Það er jákvætt að stjórnvöld gáfu þessa yfirlýsingu, því auðvitað er þetta viðkvæmt pólitískt mál. Grindhvaladráp er samofið færeyskri menningu í gegnum aldirnar, en það er alls engin hefð fyrir höfrungadrápi.“ Í tilkynningu sem birt er á ensku á vef færeysku landstjórnarinnar segir Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, að málið væri litið alvarlegum augum. „Þó veiðarnar séu taldar sjálfbærar munum við grandskoða leiftursdrápin og meta stöðu þeirra í færeysku samfélagi,“ segir hann og bætir við að landstjórnin mun hefja endurmat á reglum um leiftursveiðar. We will be looking closely at the dolphin hunts, and what part they should play in Faroese society. The government has decided to start an evaluation of the regulations on the catching of Atlantic white-sided dolphins.Prime Minister Bárður á Steig Nielsenhttps://t.co/EsAldXVxDM— Govt. Faroe Islands (@Tinganes) September 16, 2021 Leifturstorfan sem gekk inn í Skálafjörð var að sögn lögmannsins sú langstærsta sem sést hefur. Færeyingar veiða árlega um 600 grindhvali og 250 leiftur. Síðarnefnda tegundin hefur verið nokkurs konar aukaafurð með grindhvaladrápi, en þó stöku sinnum veidd ein og sér. Færeyjar Umhverfismál Hvalveiðar Tengdar fréttir Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. 15. september 2021 11:04 Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. 15. september 2021 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Samtökin undirstrika að fyrirtækin hafi hvergi komið nærri drápinu, og engir bátar eða aðstaða frá þeim hafi verið nýtt til drápanna eða eftir þau. Í samtali við danska ríkisútvarpið, DR, segir Regin Jacobsen, forstjóri laxeldisfyrirtækisins Bakkafrost, að fyrirtækið hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um málið frá viðskiptavinum erlendis. Málið geti stórskaðað útflutningsfyrirtæki og því fagnar hann því að stjórnvöld ætli að taka málið föstum tökum. Að hans mati kæmi vel til greina að banna allt höfrungadráp. „Það er jákvætt að stjórnvöld gáfu þessa yfirlýsingu, því auðvitað er þetta viðkvæmt pólitískt mál. Grindhvaladráp er samofið færeyskri menningu í gegnum aldirnar, en það er alls engin hefð fyrir höfrungadrápi.“ Í tilkynningu sem birt er á ensku á vef færeysku landstjórnarinnar segir Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, að málið væri litið alvarlegum augum. „Þó veiðarnar séu taldar sjálfbærar munum við grandskoða leiftursdrápin og meta stöðu þeirra í færeysku samfélagi,“ segir hann og bætir við að landstjórnin mun hefja endurmat á reglum um leiftursveiðar. We will be looking closely at the dolphin hunts, and what part they should play in Faroese society. The government has decided to start an evaluation of the regulations on the catching of Atlantic white-sided dolphins.Prime Minister Bárður á Steig Nielsenhttps://t.co/EsAldXVxDM— Govt. Faroe Islands (@Tinganes) September 16, 2021 Leifturstorfan sem gekk inn í Skálafjörð var að sögn lögmannsins sú langstærsta sem sést hefur. Færeyingar veiða árlega um 600 grindhvali og 250 leiftur. Síðarnefnda tegundin hefur verið nokkurs konar aukaafurð með grindhvaladrápi, en þó stöku sinnum veidd ein og sér.
Færeyjar Umhverfismál Hvalveiðar Tengdar fréttir Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. 15. september 2021 11:04 Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. 15. september 2021 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. 15. september 2021 11:04
Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. 15. september 2021 09:00