Ísland, land fákeppninnar Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. september 2021 12:00 Það sem skiptir felst heimili landsins miklu máli er aukinn kaupmáttur og auknar ráðstöfunartekjur. Stærstu útgjaldaliðir heimila eru skattar, fasteignalán eða leiga, vextir, dagvara og tryggingar. Því miður höfum við tekið þá ákvörðun að hamla raunverulegri samkeppni á flestum sviðum með því að halda í gjaldmiðil sem enginn notar utan Íslands, gjaldmiðil sem enginn vill brúka til verslunar og viðskipta nema við. Það eitt og sér kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni í bankastarfssemi sem þýðir margfalt hærri vaxtagjöld heimilanna. Krónan kemur í veg fyrir samkeppni í tryggingastarfsemi sem þýðir margfalt hærri iðgjöld fyrir heimilin. Hún kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni á dagvörumarkaði sem leiðir til hærri matarútgjalda. Fákeppnin er okkur lifandi að drepa. Krónan viðheldur fákeppni og heldur ráðstöfunartekjum okkar niðri. Þessi tekjutilfærsla er réttlætt í nafni sjálfstæðis og frelsis. Sumir flokkar vilja standa vörð um þjóðfrelsið líkt og um sé að ræða fornminjar sem vernda þurfi á Þjóðminjasafninu. Ég hef ekki efni á því að loka sjálfstæðið og frelsið inni. Ég vil frekar nota frelsi okkar og sjálfstæði sem þjóðar til að bæta hér lífskjör allra. Því miður hafa þúsundir Íslendinga flúið fákeppnina og komið sér fyrir í löndum þar sem stöðugleiki, frelsi, tækifæri og samkeppni er raunveruleikinn en ekki frasar fyrir kosningar. Þegar upp verður staðið mun ég verða af ráðstöfunartekjum sem jafngilda verðmæti fasteignar minnar. Allt í nafni úreltrar þjóðernishyggju 19. aldar. Mig munar um þessa peninga um hver mánaðarmót. Hvað með þig? Það er m.a. vegna þessa sem ég mun kjósa Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það sem skiptir felst heimili landsins miklu máli er aukinn kaupmáttur og auknar ráðstöfunartekjur. Stærstu útgjaldaliðir heimila eru skattar, fasteignalán eða leiga, vextir, dagvara og tryggingar. Því miður höfum við tekið þá ákvörðun að hamla raunverulegri samkeppni á flestum sviðum með því að halda í gjaldmiðil sem enginn notar utan Íslands, gjaldmiðil sem enginn vill brúka til verslunar og viðskipta nema við. Það eitt og sér kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni í bankastarfssemi sem þýðir margfalt hærri vaxtagjöld heimilanna. Krónan kemur í veg fyrir samkeppni í tryggingastarfsemi sem þýðir margfalt hærri iðgjöld fyrir heimilin. Hún kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni á dagvörumarkaði sem leiðir til hærri matarútgjalda. Fákeppnin er okkur lifandi að drepa. Krónan viðheldur fákeppni og heldur ráðstöfunartekjum okkar niðri. Þessi tekjutilfærsla er réttlætt í nafni sjálfstæðis og frelsis. Sumir flokkar vilja standa vörð um þjóðfrelsið líkt og um sé að ræða fornminjar sem vernda þurfi á Þjóðminjasafninu. Ég hef ekki efni á því að loka sjálfstæðið og frelsið inni. Ég vil frekar nota frelsi okkar og sjálfstæði sem þjóðar til að bæta hér lífskjör allra. Því miður hafa þúsundir Íslendinga flúið fákeppnina og komið sér fyrir í löndum þar sem stöðugleiki, frelsi, tækifæri og samkeppni er raunveruleikinn en ekki frasar fyrir kosningar. Þegar upp verður staðið mun ég verða af ráðstöfunartekjum sem jafngilda verðmæti fasteignar minnar. Allt í nafni úreltrar þjóðernishyggju 19. aldar. Mig munar um þessa peninga um hver mánaðarmót. Hvað með þig? Það er m.a. vegna þessa sem ég mun kjósa Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun