Breytum sjávarútveginum á laugardaginn Magnús D. Norðdahl skrifar 21. september 2021 14:16 Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á einstaka fiskistofna séu meðhöndlaðir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert endurnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunarkeðjum, tryggingafélögum og fjármálastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjármunir runnið frá þeim byggðarlögum þar sem verðmætin urðu upphaflega til, þ.e. frá sjárvarþorpum og bæjum þessa lands. Dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð Guðbjargar ÍS á Ísafirði 1997 og gefið var skriflegt loforð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarformaður Samherja sem nú er sjávarútvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheimildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. Píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarútvegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. Píratar hvetja alla til að nýta kosningaréttinn. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á einstaka fiskistofna séu meðhöndlaðir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert endurnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunarkeðjum, tryggingafélögum og fjármálastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjármunir runnið frá þeim byggðarlögum þar sem verðmætin urðu upphaflega til, þ.e. frá sjárvarþorpum og bæjum þessa lands. Dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð Guðbjargar ÍS á Ísafirði 1997 og gefið var skriflegt loforð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarformaður Samherja sem nú er sjávarútvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheimildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. Píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarútvegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. Píratar hvetja alla til að nýta kosningaréttinn. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun