Ein dýrategund að kvelja aðra sjálfri sér til yndisauka Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2021 11:26 Henry Alexander telur algerlega ljóst að þeir stangveiðimenn sem stunda veiðiaðferðina veiða/sleppa geta ekki hossað sér fyrir siðferðilega yfirburði. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur, doktor í heimspeki, veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort það sé siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum? Og hans niðurstaða er ótvíræð. „Stangveiðimenn sem sleppa öllum fiski sem þeir landa aftur út í ána geta því ekki gert kröfu um að þeim sé veitt siðferðilegt hrós eða að þeir hljóti viðurkenningu fyrir einhvers konar siðferðilega yfirburði í veiðiheiminum,“ segir Henry Alexander gagnmerku svari á Vísindavefnum. Og ætti þá þetta áralanga þrætuepli að vera til lykta leitt. Geta ekki skákað í skjóli dyggða Sigurður Örn og Grétar Eiríksson vörpuðu fram þessari spurningu sem er viðfangsefni siðfræðingsins. En þetta hefur lengi verið umdeilt meðal stangveiðimanna eftir að veiða-sleppa varð viðtekið í laxveiðiám landsins, þá með það fyrir augum að vernda laxastofninn. Þar með er í raun búið að taka út þann þátt veiðanna að þær séu liður í því að afla sér matar og þannig með skírskotun til frumeðlis. Á meðan hafa þeir sem vilja hafa þann háttinn á að vilja setja í lax og sleppa honum aftur til verndunar stofninum verið harðir á því að þeir séu með þessu að leggja sitt að mörkum til verndunar. En nú er búið að kveða uppúr um það: Siðferðilega eru þeir á hálum ís. Henry Alexander fer ítarlega í saumana á þessu flókna viðfangsefni og segir að hugsanlega sé þessi veiðiaðferð að einhverju leyti skárri en aðrar og hefðbundnari veiðiaðferðir hvað varðar vistfræði og verndun, og má þar til dæmis nefna þá reglu að sleppa öllum stórlaxi. „En þegar öllu er á botninn hvolft felst stangveiði í að ein dýrategund er að kvelja aðra sjálfum sér til ánægju og yndisauka.“ Fagurfræðilegar réttlætingar Vert er að halda því til haga að siðfræðingurinn er ekki að fordæma þá stangveiðimenn sem vilja hafa þann háttinn á þó hann telji þá á hálum ís með að vilja hrósa sjálfum sér fyrir að vera dyggðum prýddir. Kannski þurfi ekki allt það sem við tökum okkur fyrir hendur að vera stutt siðferðilegum rökum. „Sumt leyfum við okkur ánægjunnar og nautnarinnar vegna, án þess að viðkomandi athöfn sé siðferðilega rétt. Slíkar athafnir eru krydd í tilveruna og er helsta siðferðilega skylda okkar að gæta hófs og valda sem minnstum skaða,“ segir Henry Alexander. Ástæður fyrir því að sumar slíkar athafnir eru meira aðlaðandi en aðrar geta hins vegar átt sér fagurfræðilegar réttlætingar: „Hógvær fluguveiði þar sem hverjum laxi er sleppt eftir átökin er ótvírætt meira aðlaðandi heldur en aðfarir sem fela í sér blóðgun og plöstun afla. Og hún getur verið til fyrirmyndar í þeim skilningi þótt hún sé ekki endilega siðferðilega rétt fyrir vikið.“ Dýr Stangveiði Háskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
„Stangveiðimenn sem sleppa öllum fiski sem þeir landa aftur út í ána geta því ekki gert kröfu um að þeim sé veitt siðferðilegt hrós eða að þeir hljóti viðurkenningu fyrir einhvers konar siðferðilega yfirburði í veiðiheiminum,“ segir Henry Alexander gagnmerku svari á Vísindavefnum. Og ætti þá þetta áralanga þrætuepli að vera til lykta leitt. Geta ekki skákað í skjóli dyggða Sigurður Örn og Grétar Eiríksson vörpuðu fram þessari spurningu sem er viðfangsefni siðfræðingsins. En þetta hefur lengi verið umdeilt meðal stangveiðimanna eftir að veiða-sleppa varð viðtekið í laxveiðiám landsins, þá með það fyrir augum að vernda laxastofninn. Þar með er í raun búið að taka út þann þátt veiðanna að þær séu liður í því að afla sér matar og þannig með skírskotun til frumeðlis. Á meðan hafa þeir sem vilja hafa þann háttinn á að vilja setja í lax og sleppa honum aftur til verndunar stofninum verið harðir á því að þeir séu með þessu að leggja sitt að mörkum til verndunar. En nú er búið að kveða uppúr um það: Siðferðilega eru þeir á hálum ís. Henry Alexander fer ítarlega í saumana á þessu flókna viðfangsefni og segir að hugsanlega sé þessi veiðiaðferð að einhverju leyti skárri en aðrar og hefðbundnari veiðiaðferðir hvað varðar vistfræði og verndun, og má þar til dæmis nefna þá reglu að sleppa öllum stórlaxi. „En þegar öllu er á botninn hvolft felst stangveiði í að ein dýrategund er að kvelja aðra sjálfum sér til ánægju og yndisauka.“ Fagurfræðilegar réttlætingar Vert er að halda því til haga að siðfræðingurinn er ekki að fordæma þá stangveiðimenn sem vilja hafa þann háttinn á þó hann telji þá á hálum ís með að vilja hrósa sjálfum sér fyrir að vera dyggðum prýddir. Kannski þurfi ekki allt það sem við tökum okkur fyrir hendur að vera stutt siðferðilegum rökum. „Sumt leyfum við okkur ánægjunnar og nautnarinnar vegna, án þess að viðkomandi athöfn sé siðferðilega rétt. Slíkar athafnir eru krydd í tilveruna og er helsta siðferðilega skylda okkar að gæta hófs og valda sem minnstum skaða,“ segir Henry Alexander. Ástæður fyrir því að sumar slíkar athafnir eru meira aðlaðandi en aðrar geta hins vegar átt sér fagurfræðilegar réttlætingar: „Hógvær fluguveiði þar sem hverjum laxi er sleppt eftir átökin er ótvírætt meira aðlaðandi heldur en aðfarir sem fela í sér blóðgun og plöstun afla. Og hún getur verið til fyrirmyndar í þeim skilningi þótt hún sé ekki endilega siðferðilega rétt fyrir vikið.“
Dýr Stangveiði Háskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira