Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. september 2021 22:01 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. Reglulega safnast saman hópur fólks á bílaplaninu við Norðurturninn. Hópurinn kemur akandi á bílum sínum, fer í spyrnu á bílaplaninu og spilar háværa tónlist. Íbúar í nærliggjandi húsum segja lætin iðulega halda vöku fyrir þeim og krefjast þess að brugðist verði við. Þeir hafa meðal annars óskað eftir stuðningi annarra bæjarbúa á vefsíðunni Okkar Kópavogur sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins. „Við erum búin að fá tilkynningar núna í haust eiginlega nánast um hverja einustu helgi. Hérna höfum við verið að upplifa að ungmenni er að koma hérna á bílnum seint á kvöldin,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir hópnum oft fylgja mikil læti. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp.“ Skoða að loka bílakjallaranum Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði í samtali við fréttastofu að rekstraraðilar Norðurturnsins hefðu þegar brugðist við vandamálinu með uppsetningu myndavéla, hraðahindrana og vöktun á næturnar um helgar þegar ástandið hefur verið hvað verst. Það hafi þó ekki dugað til og því sé verið að skoða næstu skref en til greina komi að loka bílakjallaranum þegar hann er ekki í notkun. Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af þessum hópi. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál. Við höfum upplifað tilkynningar víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist vera svona þessi hópur hann ferðast svona um höfuðborgarsvæðið og er með þennan hávaða.“ Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Reglulega safnast saman hópur fólks á bílaplaninu við Norðurturninn. Hópurinn kemur akandi á bílum sínum, fer í spyrnu á bílaplaninu og spilar háværa tónlist. Íbúar í nærliggjandi húsum segja lætin iðulega halda vöku fyrir þeim og krefjast þess að brugðist verði við. Þeir hafa meðal annars óskað eftir stuðningi annarra bæjarbúa á vefsíðunni Okkar Kópavogur sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins. „Við erum búin að fá tilkynningar núna í haust eiginlega nánast um hverja einustu helgi. Hérna höfum við verið að upplifa að ungmenni er að koma hérna á bílnum seint á kvöldin,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir hópnum oft fylgja mikil læti. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp.“ Skoða að loka bílakjallaranum Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði í samtali við fréttastofu að rekstraraðilar Norðurturnsins hefðu þegar brugðist við vandamálinu með uppsetningu myndavéla, hraðahindrana og vöktun á næturnar um helgar þegar ástandið hefur verið hvað verst. Það hafi þó ekki dugað til og því sé verið að skoða næstu skref en til greina komi að loka bílakjallaranum þegar hann er ekki í notkun. Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af þessum hópi. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál. Við höfum upplifað tilkynningar víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist vera svona þessi hópur hann ferðast svona um höfuðborgarsvæðið og er með þennan hávaða.“
Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira