Er sumarhúsið klárt fyrir veturinn? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 29. september 2021 08:00 Sumarhúsið er oft griðarstaður, í raun annað heimili fjölskyldunnar. Mikilvægt er að skilja ávallt vel við sumarhúsið til að koma í veg fyrir tjón og fara þá vel yfir vatn, rafmagn, hita og gas. Algengustu tjónin í sumarhúsum eru vegna vatns og í kjölfar innbrota. Nú er sá árstími þar sem huga þarf að frágangi sumarhúsa fyrir komandi haustlægðir og kuldatíð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vert að minna á nokkur mikilvæg atriði. Frágangur vatns Tjón vegna vatnsleka eru algengustu og dýrustu tjónin í sumarhúsum. Oft verða miklar skemmdir þar sem þó nokkur tími getur liðið þar til lekinn uppgötvast . Ef sumarhúsið er ekki í notkun um tíma er mikilvægt að lokað sé fyrir neysluvatn og lagnir tæmdar. Þetta getur komið í veg fyrir að lagnirnar springi í frosti sem leiðir af sér mikið tjón og óþægindi. Þess vegna er nauðsynlegt að loka ávallt fyrir inntak heita og kalda vatnsins þegar bústaður er yfirgefinn og skoða aðstæður í bústaðnum eftir mikla frostakafla. Tappa þarf af vatnslögnum og salerni en ef það er ekki hægt má setja frostlög í vatnslása og salerni. Hægt er að koma fyrir loka eða rofa sem tryggir að hægt sé að opna og loka fyrir vatn með einu handtaki. Gott er að hafa hita á ofnakerfi sumarhússins ef miðstöð er í húsinu. Það getur komið í veg fyrir að lagnir springi í frosti. Einfalt er að koma fyrir vatnsskynjara við uppþvotta- og þvottavélar og einnig eru margir sumarbústaðir með öryggiskerfi. Nú til dags er hægt að fá ýmiss konar öryggiskerfi á góðu verði. En þó svo sett sé upp öflugt öryggiskerfi ætti alltaf að fara vel yfir það helsta sem snertir öryggi hússins þegar það er yfirgefið. Þá er gott að hafa gátlista sýnilegan sem fólk getur notað til að ganga frá húsinu við brottför. Eldvarnir í sumarhúsum Mikilvægi virkra eldvarna verður seint ofmetið. Í sumarhúsum er oft mikill eldsmatur og því nauðsynlegt að hafa brunavarnir í lagi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og kanna þarf virkni þeirra reglulega. Skipta þarf um rafhlöðu reykskynjara árlega og því getur verið gott ráð að skrifa dagsetninguna daginn sem skipt er um rafhlöðu á lítinn límmiða og festa hann á reykskynjarann. Einnig er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi og slökkvitæki til taks og tryggja þarf flóttaleiðir. Gott er að venja sig á að taka raftæki úr sambandi þegar sumarhús er yfirgefið. Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboðna brunatryggingu fyrir sumarhúsið en einnig er hægt að bæta við sérstakri sumarhúsatryggingu. Varnir gegn innbrotum Huga þarf að innbrotsvörnum í hvert sinn sem hús er yfirgefið. Gott er að draga fyrir alla glugga og geyma ekki verðmæti þar sem þau eru sýnileg utan frá. Ganga þarf úr skugga um að dyr og gluggar séu kyrfilega lokuð og að hafa helst ekki hluti úti við sem nota mætti við innbrot. Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara og einnig að nágrannar hjálpist að við að líta til með tómu húsi, ef mögulegt er. Ýmis öryggiskerfi og öryggishlið standa til boða og eru margir sem nýta sér slíka tækni. Þegar brotist er inn í sumarhús er oft meira skemmt en stolið. Auk tjónsins sem af hlýst er óþægilegt þegar brotist er inn í persónulegar vistarverur. Er lægð í kortunum? Haustlægðir eru farnar að láta á sér kræla og mikilvægt að ganga vel frá öllum lausamunum. Ganga þarf frá útihúsgögnum, ruslatunnum, trampolíni, áhöldum og öðrum hugsanlegum lausamunum sem geta fokið og valdið skemmdum. Auk þessa þarf að sjá til þess að leiktæki séu yfirfarin reglulega og fjarlægja þarf ónýt eða illa farin leiktæki. Ganga þarf vel frá fótboltamörkum og þau sem eru í notkun þurfa að vera vel fest við jörðu. Einnig er mikilvægt að loka kyrfilega gluggum og heitum pottum. Að lokum er gott að venja sig á að líta eftir aðstæðum öðru hvoru yfir vetrartímann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sumarhúsið er oft griðarstaður, í raun annað heimili fjölskyldunnar. Mikilvægt er að skilja ávallt vel við sumarhúsið til að koma í veg fyrir tjón og fara þá vel yfir vatn, rafmagn, hita og gas. Algengustu tjónin í sumarhúsum eru vegna vatns og í kjölfar innbrota. Nú er sá árstími þar sem huga þarf að frágangi sumarhúsa fyrir komandi haustlægðir og kuldatíð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vert að minna á nokkur mikilvæg atriði. Frágangur vatns Tjón vegna vatnsleka eru algengustu og dýrustu tjónin í sumarhúsum. Oft verða miklar skemmdir þar sem þó nokkur tími getur liðið þar til lekinn uppgötvast . Ef sumarhúsið er ekki í notkun um tíma er mikilvægt að lokað sé fyrir neysluvatn og lagnir tæmdar. Þetta getur komið í veg fyrir að lagnirnar springi í frosti sem leiðir af sér mikið tjón og óþægindi. Þess vegna er nauðsynlegt að loka ávallt fyrir inntak heita og kalda vatnsins þegar bústaður er yfirgefinn og skoða aðstæður í bústaðnum eftir mikla frostakafla. Tappa þarf af vatnslögnum og salerni en ef það er ekki hægt má setja frostlög í vatnslása og salerni. Hægt er að koma fyrir loka eða rofa sem tryggir að hægt sé að opna og loka fyrir vatn með einu handtaki. Gott er að hafa hita á ofnakerfi sumarhússins ef miðstöð er í húsinu. Það getur komið í veg fyrir að lagnir springi í frosti. Einfalt er að koma fyrir vatnsskynjara við uppþvotta- og þvottavélar og einnig eru margir sumarbústaðir með öryggiskerfi. Nú til dags er hægt að fá ýmiss konar öryggiskerfi á góðu verði. En þó svo sett sé upp öflugt öryggiskerfi ætti alltaf að fara vel yfir það helsta sem snertir öryggi hússins þegar það er yfirgefið. Þá er gott að hafa gátlista sýnilegan sem fólk getur notað til að ganga frá húsinu við brottför. Eldvarnir í sumarhúsum Mikilvægi virkra eldvarna verður seint ofmetið. Í sumarhúsum er oft mikill eldsmatur og því nauðsynlegt að hafa brunavarnir í lagi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og kanna þarf virkni þeirra reglulega. Skipta þarf um rafhlöðu reykskynjara árlega og því getur verið gott ráð að skrifa dagsetninguna daginn sem skipt er um rafhlöðu á lítinn límmiða og festa hann á reykskynjarann. Einnig er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi og slökkvitæki til taks og tryggja þarf flóttaleiðir. Gott er að venja sig á að taka raftæki úr sambandi þegar sumarhús er yfirgefið. Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboðna brunatryggingu fyrir sumarhúsið en einnig er hægt að bæta við sérstakri sumarhúsatryggingu. Varnir gegn innbrotum Huga þarf að innbrotsvörnum í hvert sinn sem hús er yfirgefið. Gott er að draga fyrir alla glugga og geyma ekki verðmæti þar sem þau eru sýnileg utan frá. Ganga þarf úr skugga um að dyr og gluggar séu kyrfilega lokuð og að hafa helst ekki hluti úti við sem nota mætti við innbrot. Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara og einnig að nágrannar hjálpist að við að líta til með tómu húsi, ef mögulegt er. Ýmis öryggiskerfi og öryggishlið standa til boða og eru margir sem nýta sér slíka tækni. Þegar brotist er inn í sumarhús er oft meira skemmt en stolið. Auk tjónsins sem af hlýst er óþægilegt þegar brotist er inn í persónulegar vistarverur. Er lægð í kortunum? Haustlægðir eru farnar að láta á sér kræla og mikilvægt að ganga vel frá öllum lausamunum. Ganga þarf frá útihúsgögnum, ruslatunnum, trampolíni, áhöldum og öðrum hugsanlegum lausamunum sem geta fokið og valdið skemmdum. Auk þessa þarf að sjá til þess að leiktæki séu yfirfarin reglulega og fjarlægja þarf ónýt eða illa farin leiktæki. Ganga þarf vel frá fótboltamörkum og þau sem eru í notkun þurfa að vera vel fest við jörðu. Einnig er mikilvægt að loka kyrfilega gluggum og heitum pottum. Að lokum er gott að venja sig á að líta eftir aðstæðum öðru hvoru yfir vetrartímann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun