„Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 18:30 Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson voru gestir Pallborðsins að þessu sinni. vísir/ragnar Þrír af helstu sérfræðingum í James Bond á Íslandi kunnu vel að meta No Time to Die, nýjustu myndina um einkaspjæjara hinnar hátignar. Einn hefur hitt Daniel Craig, sem lék Bond í fimmta og síðasta skiptið í myndinni, og ber honum ekki vel söguna. Sitt sýnist hverjum um ágæti nýju myndarinnar og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar um þennan dáða njósnara sem hefur verið eitt þekktasta vörumerki heimsins í tæp 60 ár. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, prestur, fornleifafræðingur og leiðsögumaður, sem varð landsfræg sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur, er einn helsti James Bond-aðdáandi Íslands og með sterkar skoðanir um þessa sögupersónu. Hún bjó í Vín þar sem eitt kvikmyndahús sýnir aðeins Bond myndir og gekk með þann draum í maganum á sínum tíma að standa fyrir ferðalögum til útlanda á tökustaði Bond-mynda. Klippa: Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur Ragnheiður Erla segir ýmislegt hafa breyst í fari James Bond í gegnum tíðina. Dæmi hafi verið um að Bond hafi nauðgað konum en í dag verði Bond ástfanginn og sýni meiri tilfinningar. Þórarinn Þórarinsson menningarblaðamaður á Fréttablaðinu segir nýju myndina, sem beðið hefur verið eftir í eitt og hálft ár, virka eins og hún sé nýgerð í kjölfar Covid-faraldurins. Raunin er hins vegar sú að hún hefur setið á ís og beðið þess að fólk geti streymt í kvikmyndahús. Hún sé klók að mörgu leyti. Undir þetta tekur Tómas Valgeirsson kvikmyndarýnir og blaðamaður hjá 24.is. Hann var ekki jafn jákvæður gangvart nýju myndinni og Þórarinn. En þó jákvæðari gagnvart Craig en Þórarinn sem hitti Daniel Craig einu sinni á ráðstefnu í Kaupmannahöfn og tók við hann viðtal. „Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur,“ segir Þórarinn og rifjaði upp fund þeirra í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Ein spurning Þórarins féll í grýttan jarðveg. Sú snerist um hvort framleiðendur Bond væru farnir að apa eftir myndum um Jason Bourne. Þá var rætt um tónlistina í Bond og margt fleira í þættinum sem sjá má upptöku af að neðan. Klippa: Pallborðið - James Bond Pallborðið James Bond Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um ágæti nýju myndarinnar og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar um þennan dáða njósnara sem hefur verið eitt þekktasta vörumerki heimsins í tæp 60 ár. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, prestur, fornleifafræðingur og leiðsögumaður, sem varð landsfræg sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur, er einn helsti James Bond-aðdáandi Íslands og með sterkar skoðanir um þessa sögupersónu. Hún bjó í Vín þar sem eitt kvikmyndahús sýnir aðeins Bond myndir og gekk með þann draum í maganum á sínum tíma að standa fyrir ferðalögum til útlanda á tökustaði Bond-mynda. Klippa: Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur Ragnheiður Erla segir ýmislegt hafa breyst í fari James Bond í gegnum tíðina. Dæmi hafi verið um að Bond hafi nauðgað konum en í dag verði Bond ástfanginn og sýni meiri tilfinningar. Þórarinn Þórarinsson menningarblaðamaður á Fréttablaðinu segir nýju myndina, sem beðið hefur verið eftir í eitt og hálft ár, virka eins og hún sé nýgerð í kjölfar Covid-faraldurins. Raunin er hins vegar sú að hún hefur setið á ís og beðið þess að fólk geti streymt í kvikmyndahús. Hún sé klók að mörgu leyti. Undir þetta tekur Tómas Valgeirsson kvikmyndarýnir og blaðamaður hjá 24.is. Hann var ekki jafn jákvæður gangvart nýju myndinni og Þórarinn. En þó jákvæðari gagnvart Craig en Þórarinn sem hitti Daniel Craig einu sinni á ráðstefnu í Kaupmannahöfn og tók við hann viðtal. „Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur,“ segir Þórarinn og rifjaði upp fund þeirra í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Ein spurning Þórarins féll í grýttan jarðveg. Sú snerist um hvort framleiðendur Bond væru farnir að apa eftir myndum um Jason Bourne. Þá var rætt um tónlistina í Bond og margt fleira í þættinum sem sjá má upptöku af að neðan. Klippa: Pallborðið - James Bond
Pallborðið James Bond Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið