Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 15. október 2021 22:36 Fórnarlamba árásarinnar er minnst á litlu torgi í Kongsberg. Stöð 2 Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. Mikil skelfing greip um sig í bænum Kongsberg í Noregi í fyrrakvöld þegar Espen Andersen Bråthen myrti fimm manns og særði þrjá til viðbótar. Árásin er sú mannskæðasta þar í landi frá hryðjuverkaárásinni í Útey árið 2011. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en Espen hefur verið vistaður á heilbrigðisstofnun þar sem talið er að hann eigi við andleg veikindi að stríða. „Hann hefur útskýrt í smáatriðum hvað hann gerði en það er ýmislegt sem segir okkur að hann gangi ekki heill til skógar,“ segir Per Thomas Omholt yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi í dag. Omholt segir Bråthen vera þreyttan og andlega veikan svo lögreglan geti ekki yfirheyrt hann meira í bili. Hann sé nú vistaður á stofnun með lögregluvakt. „Hann er öruggur þar inni og getur ekki yfirgefið stofnunina,“ segir Omholt. Þá segir hann lögregluna vita hvernig atburðarásin var í fyrrakvöld enda stemmi frásögn Bråthens við lýsingar fjölmargra sjónarvotta. „Þetta er næstum fjarstæðukennt“ Íbúar Kongsberg eru eðli málsins í sárum og hafa þeir í dag lagt leið sína að litlu torgi í miðbænum til að votta virðingu sína. „Þetta er lítið samfélag svo næstum allir þekkjast. Þetta er mjög skrýtin og sorgleg upplifun fyrir okkur. Þetta er næstum fjarstæðukennt eða óraunverulegt,“ segir Ingebsborg Spangelo, íbúi í Kongsberg. „Mér þykir þetta mjög sorglegt. Þetta hefði ekki átt að gerast í smábæ eins og Kongsberg,“ segir Paul Penning Hansen, einnig íbúi í Kongsberg. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Mikil skelfing greip um sig í bænum Kongsberg í Noregi í fyrrakvöld þegar Espen Andersen Bråthen myrti fimm manns og særði þrjá til viðbótar. Árásin er sú mannskæðasta þar í landi frá hryðjuverkaárásinni í Útey árið 2011. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en Espen hefur verið vistaður á heilbrigðisstofnun þar sem talið er að hann eigi við andleg veikindi að stríða. „Hann hefur útskýrt í smáatriðum hvað hann gerði en það er ýmislegt sem segir okkur að hann gangi ekki heill til skógar,“ segir Per Thomas Omholt yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi í dag. Omholt segir Bråthen vera þreyttan og andlega veikan svo lögreglan geti ekki yfirheyrt hann meira í bili. Hann sé nú vistaður á stofnun með lögregluvakt. „Hann er öruggur þar inni og getur ekki yfirgefið stofnunina,“ segir Omholt. Þá segir hann lögregluna vita hvernig atburðarásin var í fyrrakvöld enda stemmi frásögn Bråthens við lýsingar fjölmargra sjónarvotta. „Þetta er næstum fjarstæðukennt“ Íbúar Kongsberg eru eðli málsins í sárum og hafa þeir í dag lagt leið sína að litlu torgi í miðbænum til að votta virðingu sína. „Þetta er lítið samfélag svo næstum allir þekkjast. Þetta er mjög skrýtin og sorgleg upplifun fyrir okkur. Þetta er næstum fjarstæðukennt eða óraunverulegt,“ segir Ingebsborg Spangelo, íbúi í Kongsberg. „Mér þykir þetta mjög sorglegt. Þetta hefði ekki átt að gerast í smábæ eins og Kongsberg,“ segir Paul Penning Hansen, einnig íbúi í Kongsberg.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira