Víkingar ekki bara tvöfaldir meistarar því þeir unnu í raun sexfalt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 10:01 Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason með tvo bikara eftir síðasta tímabil sitt á ferlinum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur bættu um helgina bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því fyrir tveimur vikum og urðu þar með fyrstu tvöföldu meistarar karlafótboltans í heilan áratug. Víkingar unnu samt ekki bara tvöfalt í sumar því í raun unnu þeir sexfalt og urðu fyrstir til þess síðan yfirburðalið Skagamanna náði því sumarið 1993. Í fyrsta sinn í 28 ár vann því sama liðið alla titlana í boði hvort sem það eru liðstitlarnir tveir eða einstaklingstitlarnir fjórir. Sumarið 1993 varð ÍA bæði Íslands- og bikarmeistari en að auki var Sigurður Jónsson kosinn besti leikmaður deildarinnar og Þórður Guðjónsson var síðan valinn sá efnilegasti. Þórður var einnig markakóngur og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson var síðan stoðsendingakóngur. Þessu hafði ekkert lið náð þar til í sumar þegar Víkingarnir náðu einnig sexu. Víkingur varð fyrsta liðið frá 2011 til að vinna tvöfalt en að auki var Nikolaj Hansen kosinn besti leikmaður deildarinnar og Kristall Máni Ingason sá efnilegasti. Hansen varð síðan markakóngur deildarinnar og stoðsendingakóngurinn var Salvadorinn Pablo Punyed. Eina annað liðið á þessari öld til þess að vinna tvöfalt, KR sumarið 2011, fékk bara þrenn verðlaun. Þeir unnu báða bikarana og svo var Hannes Þór Halldórsson kosinn leikmaður ársins. ÍBV átti efnilegasta leikmanninn (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Stjarnan átti markakóng deildarinnar (Garðar Jóhannsson) og stoðsendingakóngarnir komu úr FH (Ólafur Páll Snorrason) og Keflavík (Guðmundur Steinarsson). Frá því að farið var að verðlauna leikmann ársins og efnilegasta leikmann ársins 1984 hafa aðeins lið ÍA 1993 og lið Víkings 2021 unnuð tvennuna og þau verðlaun líka. Alls hafa sjö lið unnið tvennuna frá 1984. Hér fyrir neðan eru einu liðið sem hafa náð að vinna fimmu eða sex í efstu deild karla síðan formlega var farið að taka saman stoðsendingar í deildinni. Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Víkingar unnu samt ekki bara tvöfalt í sumar því í raun unnu þeir sexfalt og urðu fyrstir til þess síðan yfirburðalið Skagamanna náði því sumarið 1993. Í fyrsta sinn í 28 ár vann því sama liðið alla titlana í boði hvort sem það eru liðstitlarnir tveir eða einstaklingstitlarnir fjórir. Sumarið 1993 varð ÍA bæði Íslands- og bikarmeistari en að auki var Sigurður Jónsson kosinn besti leikmaður deildarinnar og Þórður Guðjónsson var síðan valinn sá efnilegasti. Þórður var einnig markakóngur og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson var síðan stoðsendingakóngur. Þessu hafði ekkert lið náð þar til í sumar þegar Víkingarnir náðu einnig sexu. Víkingur varð fyrsta liðið frá 2011 til að vinna tvöfalt en að auki var Nikolaj Hansen kosinn besti leikmaður deildarinnar og Kristall Máni Ingason sá efnilegasti. Hansen varð síðan markakóngur deildarinnar og stoðsendingakóngurinn var Salvadorinn Pablo Punyed. Eina annað liðið á þessari öld til þess að vinna tvöfalt, KR sumarið 2011, fékk bara þrenn verðlaun. Þeir unnu báða bikarana og svo var Hannes Þór Halldórsson kosinn leikmaður ársins. ÍBV átti efnilegasta leikmanninn (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Stjarnan átti markakóng deildarinnar (Garðar Jóhannsson) og stoðsendingakóngarnir komu úr FH (Ólafur Páll Snorrason) og Keflavík (Guðmundur Steinarsson). Frá því að farið var að verðlauna leikmann ársins og efnilegasta leikmann ársins 1984 hafa aðeins lið ÍA 1993 og lið Víkings 2021 unnuð tvennuna og þau verðlaun líka. Alls hafa sjö lið unnið tvennuna frá 1984. Hér fyrir neðan eru einu liðið sem hafa náð að vinna fimmu eða sex í efstu deild karla síðan formlega var farið að taka saman stoðsendingar í deildinni. Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson)
Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson)
Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira