Íslensk/japönsk samvinna hjá Bayern: „Hún er algjör snillingur“ Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 11:04 Glódís Perla Viggósdóttir til varnar í Meistaradeildarleik gegn Benfica. Í baksýn má sjá Saki Kumagai. Þær Glódís héldu markinu hreinu í leiknum. Getty/Gualter Fatia Glódís Perla Viggósdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í byrjunarlið Þýskalandsmeistara Bayern München þrátt fyrir óvænt skakkaföll við komuna frá Svíþjóð. Hún nýtur þess í botn að leika við hlið hinnar sigursælu Saki Kumagai og segir „allt upp á tíu“ hjá þýska stórveldinu. Glódís er 26 ára gömul en spilar væntanlega sinn 95. A-landsleik á föstudag þegar Ísland mætir Tékklandi í afar þýðingarmiklum leik í undankeppni HM í fótbolta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Glódís einnig verið atvinnumaður í sex ár – fyrst í Svíþjóð og svo nú hjá Bayern eftir að hún var keypt frá Rosengård í júlí. Nú með tvo Svíþjóðarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla á ferilskránni ætlar Glódís sér að verða Þýskalandsmeistari með Bayern og þar á bæ er stefnan einnig sett á titil í Meistaradeild Evrópu. Liðið er einfaldlega eitt það albesta í heiminum í dag og Glódís er strax farin að láta til sín taka, jafnvel þrátt fyrir minni háttar áfall rétt eftir komuna til Bayern. Fyrstu meiðslin á viðkvæmum tímapunkti „Ég lenti í meiðslum strax á annarri æfingu hjá liðinu,“ segir Glódís sem hefur aldrei glímt við alvarleg meiðsli á sínum ferli: „Ég fékk högg á hnéð og því fylgdu smárifur, vökvasöfnun og eitthvað vesen. Ég missti því af öllu undirbúningstímabilinu. Við fórum á æfingamót í Bandaríkjunum og Frakklandi en ég mátti ekkert spila. Ég byrjaði ekki að æfa 100 prósent með liðinu fyrr en fjórum dögum áður en leiktíðin hófst [í lok ágúst] en ég var samt ótrúlega glöð með að ná því þó loksins. Ég hef aldrei glímt við meiðsli og það er ekkert gaman að koma inn í nýjan klúbb og geta ekki tekið þátt strax. Ég var á bekknum fyrstu tvo leikina en náði að koma inn á í þeim báðum og síðan þá hef ég fengið að byrja leikina. Þetta var því grýtt byrjun en það hefur gengið vel hjá mér síðan þá,“ segir Glódís. Glódís Perla kom til Bayern frá Rosengård í sumar eftir að hafa spilað gegn Bayern í Meistaradeildinni í vor.Getty/Matthias Balk Glódís hefur spilað alla sex deildarleiki Bayern til þessa og skorað tvö mörk en liðið er jafnt Leverkusen og Frankfurt á toppi deildarinnar og Wolfsburg og Hoffenheim eru skammt undan. Varnarmaður má aldrei slaka á í Þýskalandi „Núna fer ég inn í alla leiki og veit í raun ekki neitt því ég hef aldrei spilað á móti þessum liðum áður. Mér finnst það svolítið gaman. Þetta er ótrúlega sterk deild, eins og sást í síðustu umferð þegar við töpuðum á móti Frankfurt og Wolfsburg tapaði á móti Hoffenheim. Munurinn á þessari deild og þeirri sænsku er að það eru miklu fleiri, betri einstaklingar hérna. Það setur ákveðnar kröfur á mig sem varnarmann um að þurfa alltaf að vera upp á mitt besta. Andstæðingurinn þarf ekki nema eina skyndisókn til að skora því það er alltaf einhver ótrúlega góður leikmaður þar sem getur skorað. Við munum spila marga hörkuleiki, sem og í Meistaradeildinni, svo það eru tveir leikir í viku og við gætum alveg þurft að glíma við einhverja þreytu,“ segir Glódís sem leikið hefur báða leiki Bayern í Meistaradeildinni til þessa. Hún nýtur lífsins á nýjum slóðum í München: „Það er allt ótrúlega fagmannlegt hérna, algjörlega upp á tíu og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Þetta er klúbbur sem er með sigurhefð núna og það er ætlast til þess hjá öllum hjá félaginu að við vinnum alltaf. Það er bara gaman en því fylgir ákveðin pressa. Liðsheildin hjá Bayern er alveg geggjuð og það er eitthvað sem ég bjóst ekki endilega við. Það er mikið lagt upp úr að allir séu hluti af liðinu, og það leggja sig allir fram við að öllum líði vel og séu hluti af fjölskyldunni. Mér finnst það ótrúlega gaman og ég passa mjög vel inn í þá hugmyndafræði,“ segir Glódís. Glódís Perla Viggósdóttir skallar boltann í leik gegn Hoffenheim.Getty/Adam Pretty Nýtur þess að spila með Kumagai Glódís hefur spilað með hinni japönsku Saki Kumagai í miðri vörninni. Kumagai, sem er þrítug, lék með Lyon í átta ár og á til að mynda fimm Evrópumeistaratitla á ferilskránni. Hún er þó þekktari sem varnarsinnaður miðjumaður. „Hún er að upplagi miðjumaður en hefur staðið sig ótrúlega vel sem miðvörður. Við erum fimm að berjast um tvær miðvarðastöður en það hefur verið svolítið um meiðsli og hún endaði þarna. Hún er algjör snillingur, mjög gott að spila með henni og sambandið okkar á milli er mjög flott. Hún leiðbeinir mér og ég leiðbeini henni, og við náum að vinna mjög vel saman,“ segir Glódís og bætir við: „Þegar maður spilar með henni þá myndi manni aldrei detta í hug að hún upplifi sig eitthvað hærra skrifaðri en aðrar á vellinum. Aldrei nokkurn tímann. Mér finnst það frábær eiginleiki. Það fylgir því ró að spila með henni því hún er með svo ótrúlega mikla reynslu.“ Karólína stendur sig vel Annar liðsfélagi Glódísar er hin tvítuga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Hún hefur fengið minna að spila auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn, en Glódís segir ljóst að Karólína gæti vart verið á betri stað til að þróast sem leikmaður: „Hún hefur verið að koma eitthvað inn á eftir meiðslin en er líka að berjast við ótrúlega sterka leikmenn um spiltíma. Hún stendur sig gríðarlega vel og er líka að æfa í geggjuðu umhverfi þar sem hún lærir af frábærum miðjumönnum.“ Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Glódís er 26 ára gömul en spilar væntanlega sinn 95. A-landsleik á föstudag þegar Ísland mætir Tékklandi í afar þýðingarmiklum leik í undankeppni HM í fótbolta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Glódís einnig verið atvinnumaður í sex ár – fyrst í Svíþjóð og svo nú hjá Bayern eftir að hún var keypt frá Rosengård í júlí. Nú með tvo Svíþjóðarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla á ferilskránni ætlar Glódís sér að verða Þýskalandsmeistari með Bayern og þar á bæ er stefnan einnig sett á titil í Meistaradeild Evrópu. Liðið er einfaldlega eitt það albesta í heiminum í dag og Glódís er strax farin að láta til sín taka, jafnvel þrátt fyrir minni háttar áfall rétt eftir komuna til Bayern. Fyrstu meiðslin á viðkvæmum tímapunkti „Ég lenti í meiðslum strax á annarri æfingu hjá liðinu,“ segir Glódís sem hefur aldrei glímt við alvarleg meiðsli á sínum ferli: „Ég fékk högg á hnéð og því fylgdu smárifur, vökvasöfnun og eitthvað vesen. Ég missti því af öllu undirbúningstímabilinu. Við fórum á æfingamót í Bandaríkjunum og Frakklandi en ég mátti ekkert spila. Ég byrjaði ekki að æfa 100 prósent með liðinu fyrr en fjórum dögum áður en leiktíðin hófst [í lok ágúst] en ég var samt ótrúlega glöð með að ná því þó loksins. Ég hef aldrei glímt við meiðsli og það er ekkert gaman að koma inn í nýjan klúbb og geta ekki tekið þátt strax. Ég var á bekknum fyrstu tvo leikina en náði að koma inn á í þeim báðum og síðan þá hef ég fengið að byrja leikina. Þetta var því grýtt byrjun en það hefur gengið vel hjá mér síðan þá,“ segir Glódís. Glódís Perla kom til Bayern frá Rosengård í sumar eftir að hafa spilað gegn Bayern í Meistaradeildinni í vor.Getty/Matthias Balk Glódís hefur spilað alla sex deildarleiki Bayern til þessa og skorað tvö mörk en liðið er jafnt Leverkusen og Frankfurt á toppi deildarinnar og Wolfsburg og Hoffenheim eru skammt undan. Varnarmaður má aldrei slaka á í Þýskalandi „Núna fer ég inn í alla leiki og veit í raun ekki neitt því ég hef aldrei spilað á móti þessum liðum áður. Mér finnst það svolítið gaman. Þetta er ótrúlega sterk deild, eins og sást í síðustu umferð þegar við töpuðum á móti Frankfurt og Wolfsburg tapaði á móti Hoffenheim. Munurinn á þessari deild og þeirri sænsku er að það eru miklu fleiri, betri einstaklingar hérna. Það setur ákveðnar kröfur á mig sem varnarmann um að þurfa alltaf að vera upp á mitt besta. Andstæðingurinn þarf ekki nema eina skyndisókn til að skora því það er alltaf einhver ótrúlega góður leikmaður þar sem getur skorað. Við munum spila marga hörkuleiki, sem og í Meistaradeildinni, svo það eru tveir leikir í viku og við gætum alveg þurft að glíma við einhverja þreytu,“ segir Glódís sem leikið hefur báða leiki Bayern í Meistaradeildinni til þessa. Hún nýtur lífsins á nýjum slóðum í München: „Það er allt ótrúlega fagmannlegt hérna, algjörlega upp á tíu og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Þetta er klúbbur sem er með sigurhefð núna og það er ætlast til þess hjá öllum hjá félaginu að við vinnum alltaf. Það er bara gaman en því fylgir ákveðin pressa. Liðsheildin hjá Bayern er alveg geggjuð og það er eitthvað sem ég bjóst ekki endilega við. Það er mikið lagt upp úr að allir séu hluti af liðinu, og það leggja sig allir fram við að öllum líði vel og séu hluti af fjölskyldunni. Mér finnst það ótrúlega gaman og ég passa mjög vel inn í þá hugmyndafræði,“ segir Glódís. Glódís Perla Viggósdóttir skallar boltann í leik gegn Hoffenheim.Getty/Adam Pretty Nýtur þess að spila með Kumagai Glódís hefur spilað með hinni japönsku Saki Kumagai í miðri vörninni. Kumagai, sem er þrítug, lék með Lyon í átta ár og á til að mynda fimm Evrópumeistaratitla á ferilskránni. Hún er þó þekktari sem varnarsinnaður miðjumaður. „Hún er að upplagi miðjumaður en hefur staðið sig ótrúlega vel sem miðvörður. Við erum fimm að berjast um tvær miðvarðastöður en það hefur verið svolítið um meiðsli og hún endaði þarna. Hún er algjör snillingur, mjög gott að spila með henni og sambandið okkar á milli er mjög flott. Hún leiðbeinir mér og ég leiðbeini henni, og við náum að vinna mjög vel saman,“ segir Glódís og bætir við: „Þegar maður spilar með henni þá myndi manni aldrei detta í hug að hún upplifi sig eitthvað hærra skrifaðri en aðrar á vellinum. Aldrei nokkurn tímann. Mér finnst það frábær eiginleiki. Það fylgir því ró að spila með henni því hún er með svo ótrúlega mikla reynslu.“ Karólína stendur sig vel Annar liðsfélagi Glódísar er hin tvítuga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Hún hefur fengið minna að spila auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn, en Glódís segir ljóst að Karólína gæti vart verið á betri stað til að þróast sem leikmaður: „Hún hefur verið að koma eitthvað inn á eftir meiðslin en er líka að berjast við ótrúlega sterka leikmenn um spiltíma. Hún stendur sig gríðarlega vel og er líka að æfa í geggjuðu umhverfi þar sem hún lærir af frábærum miðjumönnum.“
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira