„Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir átti frábæra helgi í Texas. Instagram/@crossfitgames Anníe Mist Þórisdóttir fékk að sjálfsögðu mikið hrós frá öllum sem fylgdust með frábærri frammistöðu hennar á Rogue Invitational stórmótinu í Texas um helgina. Anníe Mist vann brons á heimsleikunum en þá var ekki heilt ár liðið síðan hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Nú var Freyja Mist með henni úti þar sem Anníe gerði enn betur en á heimsleikunum og vann silfurverðlaun eftir að hafa verið í mikilli baráttu um gullið fram í lokagrein. Það var líka vel talað um íslensku goðsögnina í netútsendingunni frá Rogue Invitational. Anníe gerði mistök í lokin og síðasta greinin á mótinu var hennar slakasta en fram að því hafði hún verið stórkostleg. „Þetta endaði ekki alveg eins og hún vildi en hún er að eiga ótrúlegt ár,“ sagði Sean Woodland sem lýsti keppninni ásamt Chinu Chow. „Ég get ekki sagt þetta of oft. Sú staðreynd að hún átti barn árið 2020, snýr aftur og fer á verðlaunapall á leikunum. Hér er hún aftur að keppa við þær bestu. Hér er Anníe komin aftur á verðlaunapallinn. Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður,“ sagði Pat Sherwood sem var með í útsendingunni frá mótinu. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) „Hún er að skemmta sér og öðrum í öllu því sem hún gerir. Allt sem Anníe gerir smitar út frá sér,“ sagði China Chow. „Hún er þeim stað á ferlinum þegar maður er vanur að horfa á annað CrossFit fólk og segja: Þú ert búinn núna. Miðað við það sem hún hefur gert á þessu ári þá er þetta eins og önnur byrjun fyrir hana,“ sagði Woodland. „Hún er bara að verða betri og betri,“ skaut Chow inn í. „Á góðum degi þá á ég í erfiðleikum með að brosa. Anníe Þórisdóttir brosir þrátt fyrir að hún sé á sama tíma að þjást á keppnisgólfinu. Hvernig fer hún að þessu,“ spurði Sherwood. Í útsendingunni, sem má sjá alla hér fyrir neðan, mátti líka sjá það þegar Freyja Mist var hrókur alls fagnaðar í kringum hina keppendurna á mótinu. Útsendingin byrjar þegar Anníe stígur upp á verðlaunapallinn. CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Anníe Mist vann brons á heimsleikunum en þá var ekki heilt ár liðið síðan hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Nú var Freyja Mist með henni úti þar sem Anníe gerði enn betur en á heimsleikunum og vann silfurverðlaun eftir að hafa verið í mikilli baráttu um gullið fram í lokagrein. Það var líka vel talað um íslensku goðsögnina í netútsendingunni frá Rogue Invitational. Anníe gerði mistök í lokin og síðasta greinin á mótinu var hennar slakasta en fram að því hafði hún verið stórkostleg. „Þetta endaði ekki alveg eins og hún vildi en hún er að eiga ótrúlegt ár,“ sagði Sean Woodland sem lýsti keppninni ásamt Chinu Chow. „Ég get ekki sagt þetta of oft. Sú staðreynd að hún átti barn árið 2020, snýr aftur og fer á verðlaunapall á leikunum. Hér er hún aftur að keppa við þær bestu. Hér er Anníe komin aftur á verðlaunapallinn. Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður,“ sagði Pat Sherwood sem var með í útsendingunni frá mótinu. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) „Hún er að skemmta sér og öðrum í öllu því sem hún gerir. Allt sem Anníe gerir smitar út frá sér,“ sagði China Chow. „Hún er þeim stað á ferlinum þegar maður er vanur að horfa á annað CrossFit fólk og segja: Þú ert búinn núna. Miðað við það sem hún hefur gert á þessu ári þá er þetta eins og önnur byrjun fyrir hana,“ sagði Woodland. „Hún er bara að verða betri og betri,“ skaut Chow inn í. „Á góðum degi þá á ég í erfiðleikum með að brosa. Anníe Þórisdóttir brosir þrátt fyrir að hún sé á sama tíma að þjást á keppnisgólfinu. Hvernig fer hún að þessu,“ spurði Sherwood. Í útsendingunni, sem má sjá alla hér fyrir neðan, mátti líka sjá það þegar Freyja Mist var hrókur alls fagnaðar í kringum hina keppendurna á mótinu. Útsendingin byrjar þegar Anníe stígur upp á verðlaunapallinn.
CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira